Ég er ótrúlega yfirborðsleg manneskja, það fyrsta sem mig langar að deila með umheiminum er nýja hárgreiðslan mín. Ég lít út eins og David Bowie á Ziggy Stardust tímabilinu, það eina sem er að er að ég finn ekki myndina af honum þar sem hann er með rautt hár og rauða og gaula augnmálingu svo ég geti verið eins. Hér er próf þar sem ÞÚ getur fundið út hvaða David Bowie ÞÚ ert! Ég tók það ekki því ég veit hvaða Bowie ÉG er.
Í sumar er ég að plana að fara á Hróarskeldu og sjá David Bowie, allir sem vilja mega koma með. Allt hitt merkilegt sem ég hef að segja er líka um David Bowie þannig að ég held ég haldi því fyrir mig. Gleðilegt nýtt ár allir!!! :-)
miðvikudagur, desember 31, 2003
mánudagur, desember 29, 2003
Brjálaður snjór í allan dag, snilld er það. Bílar að festast á hverju götuhorni, björgunarsveitir að draga bíla upp úr spólförunum sínum. Ég elska svona daga. Ég klæddi mig upp í kraftgalla og fór út að leita að ævintýrum (eða vandræðum hvort sem kæmi fyrr). Ég hitti mann sem var fastur og sá fljótt að mínir litlu kraftar kæmu ekki að miklum notum við að hjálpa honum, ég fór samt og spjallaði við hann og var í svaka björgunarsveitafílingi þótt ég hafi í raun og veru ekki gert neitt. Botnlanginn sem ég bý í er ekki ruddur þannig að hann er formlega ófær fyrir aðra en jeppa sem 70% nágrannanna eiga þannig að við vorum meðal þeirra fáu sem héldu sig heimavið. Foreldrar mínir eru kennarar og því líka í fríi þannig að þetta kom ekki að sök.
Steini gaf mér jólagjöf í gær (takk Steini!) sem var ýkt flott.
Jólin hafa bara verið fín. Það kom fólk sem kallast ættingjar í kaffi í gær, ég hjálpaði mömmu að taka til veitingar. Það sem hér fer á eftir sýnir vel hvað aðskilur Jón og séra Jón á mínu heimili. Ég gekk inn í eldhús og mamma sagði þá við mig "Þura, þú segir ekki orð!!" Þá sé ég hvað hefur gerst, mamma hafði verið að setja rjóma í sprautu og jólagardínurnar voru allar útataðar í rjóma. Ég hló vel og lengi áður en ég minnti mömmu á hver örlög föður míns hefðu verið hefði það verið hann sem missti stjórn á rjómanum. And that´s all I have to say about that.
Steini gaf mér jólagjöf í gær (takk Steini!) sem var ýkt flott.
Jólin hafa bara verið fín. Það kom fólk sem kallast ættingjar í kaffi í gær, ég hjálpaði mömmu að taka til veitingar. Það sem hér fer á eftir sýnir vel hvað aðskilur Jón og séra Jón á mínu heimili. Ég gekk inn í eldhús og mamma sagði þá við mig "Þura, þú segir ekki orð!!" Þá sé ég hvað hefur gerst, mamma hafði verið að setja rjóma í sprautu og jólagardínurnar voru allar útataðar í rjóma. Ég hló vel og lengi áður en ég minnti mömmu á hver örlög föður míns hefðu verið hefði það verið hann sem missti stjórn á rjómanum. And that´s all I have to say about that.
fimmtudagur, desember 25, 2003
Eftirminnilegt kvöld...
Aðfangadagur byrjaði nógu sakleysislega, ég vann 400 kall á happaþrennu, gerði smá last minute shopping, fór í pakkaleiðangur og hlustaði á jólalög með mömmu. Mamma hefur aldrei eldað heima á aðfangadagskvöld því við förum alltaf til ömmu. Ég er tvítug og hef aldrei borðað heima hjá mér á jólunum, ég trúi því varla. Ég og mamma fórum til ömmu um 5 leitið til að hjálpa henni að elda, Stella og þau afboðuðu sig vegna pestar og Haukur frændi og fjölskylda eru í Malasíu þannig að það var fámennt en góðmennt. Upp úr 6 komu fleiri gestir, ég sat inni í stofu og las LOTR því nærveru minnar var ekki óskað í eldhúsinu. Síðan kallaði mamma í mig "Þura mín hjálpaðu ömmu þinni að skipta um plástur á puttanum." Amma hafði skorið sig fyrr um daginn og lýsti sárinu sem örlitlum punkti á enda vísifingurs en þegar ég kom inn á bað var allur vaskurinn útataður í blóði og ég áttaði mig á því að þetta væri meira en lítill punktur og síðan sá ég stóran skurð þvert yfir fingurgóminn á ömmu minni. Amma er svo mikilll töffari að hún viðurkennir aldrei ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég sagði við ömmu að hún þyrfti að fara upp á slysó og láta sauma, fyrst þvertók hún fyrir það en eftir smá fortölur fékkst hún til að láta Óla frænda keyra sig. Við lofuðum að redda eldamennskunni og byrja að borða án hennar. Gallin var bara að hún hafði alltaf verið á staðnum til að segja fyrir verkum og elda sjálf þannig að núna vorum við eins og vængbrotinn fugl að reyna að fljúga. Þar að auki var mömmu illt í löppunum. Allt gekk þó að lokum og við borðuðum hefðbundna jólamáltíð og amma sat actually við borðið og borðaði (í fyrsta sinn). Henni fannst meira að segja bara gaman á spýtalanum því hún lenti á hjúkku sem hún hafði verið að vinna með fyrir 30 árum sem mundi eftir henni.
Þegar kvöldið var búið fórum við heim og opnuðum pakka og þvílíka pakka. Ég fékk alveg æðislegar gjafir. Ég ætla samt bara að segja frá einni og það er gjöfin frá Svanhvíti (takk Svanhvít!!!!!). Hún gaf mér litla heimatilbúna bók með myndum af mér frá því í MH sem er alveg æði, það eru myndir af "my fat period", listinn góði yfir alla staðina sem við fórum á í London, Bítlamyndir og svo mikið meira. Svanhvít á inni stórt knús og stóran ís og lítinn bjór. :-)
N.B. Þeir sem gáfu mér ekki gjöf eiga ekki að vera fúlir yfir þessar lofgjörð um Svanhvíti því ég gaf engar jólagjafir sjálf og bað sérstaklega um að mér yrðu ekki gefnar jólagjafir!
Eins og ég segi þetta var eftirminnilegt kvöld. Gleðileg jól!!!
Aðfangadagur byrjaði nógu sakleysislega, ég vann 400 kall á happaþrennu, gerði smá last minute shopping, fór í pakkaleiðangur og hlustaði á jólalög með mömmu. Mamma hefur aldrei eldað heima á aðfangadagskvöld því við förum alltaf til ömmu. Ég er tvítug og hef aldrei borðað heima hjá mér á jólunum, ég trúi því varla. Ég og mamma fórum til ömmu um 5 leitið til að hjálpa henni að elda, Stella og þau afboðuðu sig vegna pestar og Haukur frændi og fjölskylda eru í Malasíu þannig að það var fámennt en góðmennt. Upp úr 6 komu fleiri gestir, ég sat inni í stofu og las LOTR því nærveru minnar var ekki óskað í eldhúsinu. Síðan kallaði mamma í mig "Þura mín hjálpaðu ömmu þinni að skipta um plástur á puttanum." Amma hafði skorið sig fyrr um daginn og lýsti sárinu sem örlitlum punkti á enda vísifingurs en þegar ég kom inn á bað var allur vaskurinn útataður í blóði og ég áttaði mig á því að þetta væri meira en lítill punktur og síðan sá ég stóran skurð þvert yfir fingurgóminn á ömmu minni. Amma er svo mikilll töffari að hún viðurkennir aldrei ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég sagði við ömmu að hún þyrfti að fara upp á slysó og láta sauma, fyrst þvertók hún fyrir það en eftir smá fortölur fékkst hún til að láta Óla frænda keyra sig. Við lofuðum að redda eldamennskunni og byrja að borða án hennar. Gallin var bara að hún hafði alltaf verið á staðnum til að segja fyrir verkum og elda sjálf þannig að núna vorum við eins og vængbrotinn fugl að reyna að fljúga. Þar að auki var mömmu illt í löppunum. Allt gekk þó að lokum og við borðuðum hefðbundna jólamáltíð og amma sat actually við borðið og borðaði (í fyrsta sinn). Henni fannst meira að segja bara gaman á spýtalanum því hún lenti á hjúkku sem hún hafði verið að vinna með fyrir 30 árum sem mundi eftir henni.
Þegar kvöldið var búið fórum við heim og opnuðum pakka og þvílíka pakka. Ég fékk alveg æðislegar gjafir. Ég ætla samt bara að segja frá einni og það er gjöfin frá Svanhvíti (takk Svanhvít!!!!!). Hún gaf mér litla heimatilbúna bók með myndum af mér frá því í MH sem er alveg æði, það eru myndir af "my fat period", listinn góði yfir alla staðina sem við fórum á í London, Bítlamyndir og svo mikið meira. Svanhvít á inni stórt knús og stóran ís og lítinn bjór. :-)
N.B. Þeir sem gáfu mér ekki gjöf eiga ekki að vera fúlir yfir þessar lofgjörð um Svanhvíti því ég gaf engar jólagjafir sjálf og bað sérstaklega um að mér yrðu ekki gefnar jólagjafir!
Eins og ég segi þetta var eftirminnilegt kvöld. Gleðileg jól!!!
miðvikudagur, desember 24, 2003
Þorláksmessa í nokkrar mínútur í viðbót og síðan koma jól. Ég er einu sinni ekki búin að hafa tíma til að hlakka til. Ó vell, þau koma nú samt.
Á laugardaginn fór ég í síðasta prófið mitt eftir að hafa lært takmarkað fyrir það, aðallega nóttina áður. Ég brann inni á tíma goddamnit, en ég held alveg að ég nái. Síðan hitti ég Héðin, vei :-) Við fórum í búðir og hann hélt á veskinu mínu og horfði á mig máta föt lengi lengi og kvartaði ekki einu sinni. Ég endaði á því að hringja í mömmu og spurja hvort ég mætti kapa jólagjöfina frá henni til mín því ég væri búin að finna svo æðisleg föt. Hún sagði já og amen og ég fékk mér jakka og skó í stíl í Zöru sem mér finnst æðisleg búð. Síðan fór ég í útskriftarveislu til Svenna, til hamingju Svenni! Ég fór með svörtu stúdentahúfuna mína af því að mér finnst svo gaman að vera með uniform húfu. Það hefði verið betra hefði ég ekki verið eina manneskjan á svæðinu með húfu :-/ Um kvöldið tók ég Héðinn með mér í partý til Jakobs verkfræðinema sem er æði. Náungi sem heitir Svenni (ekki sami Svenni og áðan) var á staðnum og það má segja að hann hafi leitt furðulegar samræður allt kvöldið. Síðan verð ég að segja að Jón Einar er algjört æði.
Sunnudagurinn var ekki sunnudagur heldur Lord of the Rings dagur. Ég og Héðinn fórum á 10 tíma maraþonsýningu með Elínu og Atla og vinkonu Elínar og Stebba og vinum hans. Stebbi sagði við mig daginn eftir: "Vinkona vinkonu þinnar og vinkona mín þekktust." Sem var fínt því þá þekktust nánast allir. Það var æðislegt í bíó!!!! Það var algerlega þess virði að sitja á rassinum í heilan dag og horfa á ALLT ævintýrið um hringinn. Þriðja myndin er rosalega góð, það myndaðist líka svo skemmtileg stemning í salnum, þegar eitthvað svalt gerðist þá klöppuðu og kölluðu allir, aðallega þegar Gimli var fyndinn. Mér fannst skemma pínu fyrir að ég er búin að sjá special edition af númer eitt og fannst vanta margt mikilvægt í hana.
Í gærkvöldi fórum við í dans. Það var ekki dans en Héðin langaði að dansa þannig að það var dans. Það er hentugt að vera eina stelpan á svæðinu á móti 3 herrum, ég valdi lag, valdi herra og síðan dönsuðum við. Síðan langaði Héðin svo mikið að spila Viltu vinna milljón? að við spiluðum það. Sú spurning sem vakt mesta kátínu var: "Hvaða sjúkdómur berst með moskítóflugum?" Valmöguleikarninr voru: gigt, malaría, sjóveiki og tennisolnbogi. Þetta var reyndar bara 5.000 kr spurning þær voru ekki allar svona heimskulegar.
Ég setti nýtt kommentakerfi á síðuna, HaloScan í staðin fyrir SquawkBox. Þetta þýðir að öll gömlu kommentin eru horfin, ef þið væruð til í að skrifa þau öll aftur þá væri það rosa fínt.
Á laugardaginn fór ég í síðasta prófið mitt eftir að hafa lært takmarkað fyrir það, aðallega nóttina áður. Ég brann inni á tíma goddamnit, en ég held alveg að ég nái. Síðan hitti ég Héðin, vei :-) Við fórum í búðir og hann hélt á veskinu mínu og horfði á mig máta föt lengi lengi og kvartaði ekki einu sinni. Ég endaði á því að hringja í mömmu og spurja hvort ég mætti kapa jólagjöfina frá henni til mín því ég væri búin að finna svo æðisleg föt. Hún sagði já og amen og ég fékk mér jakka og skó í stíl í Zöru sem mér finnst æðisleg búð. Síðan fór ég í útskriftarveislu til Svenna, til hamingju Svenni! Ég fór með svörtu stúdentahúfuna mína af því að mér finnst svo gaman að vera með uniform húfu. Það hefði verið betra hefði ég ekki verið eina manneskjan á svæðinu með húfu :-/ Um kvöldið tók ég Héðinn með mér í partý til Jakobs verkfræðinema sem er æði. Náungi sem heitir Svenni (ekki sami Svenni og áðan) var á staðnum og það má segja að hann hafi leitt furðulegar samræður allt kvöldið. Síðan verð ég að segja að Jón Einar er algjört æði.
Sunnudagurinn var ekki sunnudagur heldur Lord of the Rings dagur. Ég og Héðinn fórum á 10 tíma maraþonsýningu með Elínu og Atla og vinkonu Elínar og Stebba og vinum hans. Stebbi sagði við mig daginn eftir: "Vinkona vinkonu þinnar og vinkona mín þekktust." Sem var fínt því þá þekktust nánast allir. Það var æðislegt í bíó!!!! Það var algerlega þess virði að sitja á rassinum í heilan dag og horfa á ALLT ævintýrið um hringinn. Þriðja myndin er rosalega góð, það myndaðist líka svo skemmtileg stemning í salnum, þegar eitthvað svalt gerðist þá klöppuðu og kölluðu allir, aðallega þegar Gimli var fyndinn. Mér fannst skemma pínu fyrir að ég er búin að sjá special edition af númer eitt og fannst vanta margt mikilvægt í hana.
Í gærkvöldi fórum við í dans. Það var ekki dans en Héðin langaði að dansa þannig að það var dans. Það er hentugt að vera eina stelpan á svæðinu á móti 3 herrum, ég valdi lag, valdi herra og síðan dönsuðum við. Síðan langaði Héðin svo mikið að spila Viltu vinna milljón? að við spiluðum það. Sú spurning sem vakt mesta kátínu var: "Hvaða sjúkdómur berst með moskítóflugum?" Valmöguleikarninr voru: gigt, malaría, sjóveiki og tennisolnbogi. Þetta var reyndar bara 5.000 kr spurning þær voru ekki allar svona heimskulegar.
Ég setti nýtt kommentakerfi á síðuna, HaloScan í staðin fyrir SquawkBox. Þetta þýðir að öll gömlu kommentin eru horfin, ef þið væruð til í að skrifa þau öll aftur þá væri það rosa fínt.
þriðjudagur, desember 23, 2003
föstudagur, desember 19, 2003
Ég var að lenda í Gallup könnun um Símann, það er fátt skemmtilegra á föstudagskvöldi heldur en að svara spurningum um fjarskiptafyrirtæki þegar maður á að vera að læra fyrir próf. Í byrjun spurði gellan hversu vel ég þekkti nokkur fjarskiptafyrirtæki, Símann, OgVodafone og hvað þetta drasl heitir. Ég fattaði of seint að ég hefði átt að þykjast þekkja ekki neitt því allar spurningarnar sem komu á eftir byrjuðu á "Þú sagðist þekkja BT gsm, OgVodafone...bla bla bla bla, þannig að næstu spurningar verða um þau fyrirtæki!" Síðan svaraði ég spurningum eins og "Hversu satt er eftirfarani um þig: Að láta aðra halda að þú eigir mikið af peningum?" Ef ég svaraði "uhh bara ekkert svo" þá fór gellan að telja upp "Algjörlega ósammála, verulega ósammála, lítilega ósammála..." og taldi upp allan listann þangað til ég greip fram í. Þá skipti ég um tækni og fór að svara "Verulega ósammála" o.s.frv. En þá voru bara komnir nýjir valkostir "Sko, núna áttu að svara það mjög ósammála, frekar ósammála...." Þrátt fyrir allan valkostaruglinginn voru já/nei spurningarnar leiðinlegastar, ég hætti að hlusta og sagði bara "nei, nei, nei..." eins og A Hard Day´s Night platan mín. Nema þar er endurtekna setningn "Should have known better with að girl like you, should have..." að mig minnir.
Ég eldaði í kvöld, eða gerði tilraun til þess, þangað til mamma hætti að treysta mér og ýtti mér í burtu og kláraði að elda sjálf. Ég var samt látin blanda dósa-tómötonum og dósa-sveppunum saman í blandaranum. Þegar mamma gerir það kemur svona fallega rauð sósa, núna kom kúkabrún sósa. Pabbi þefaði líka mikið af matnum og lét mig fá mér fyrst áður en hann hætti á það að fá sér sjálfur.
Ég eldaði í kvöld, eða gerði tilraun til þess, þangað til mamma hætti að treysta mér og ýtti mér í burtu og kláraði að elda sjálf. Ég var samt látin blanda dósa-tómötonum og dósa-sveppunum saman í blandaranum. Þegar mamma gerir það kemur svona fallega rauð sósa, núna kom kúkabrún sósa. Pabbi þefaði líka mikið af matnum og lét mig fá mér fyrst áður en hann hætti á það að fá sér sjálfur.
fimmtudagur, desember 18, 2003
Það var jóla-eitthvað í vinnunni hans pabba í kvöld þannig að ég keyrði hann og sótti, það fékk síðan maður far með okkur heim. Þeir voru búnir að drekka soldinn bjór og maðurinn segir eitthvað um að ég sé hugguleg, síðan spyr hann hvort ég sé fjölskyldumanneskja. Ég svaraði "Ég er dóttir hans!" og bendi á pabba. Maðurinn varð frekar hissa, það er kannski ekkert skrýtið því það er ekki algengt að maður á pabba aldri eigi svona unga dóttur. Eða kannski er ég bara hissa yfir að hafa verið spurð hvort ég væri fjölskyldumanneskja. Ég, börn????
Ég fór í Smáralindina í dag sérstaklega til að kaupa nýjan bol fyrir jólin. Venjulega fer ég í búðir án þess að ætla að kaupa neitt og finn alveg fullt sem mig langar í, í dag fann ég ekki neitt. Búhú Smáralind! Karlmenn í kvenfatabúðum eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit, þeir vita svo alls ekki hvað þeir eiga að gera eða hvert þeir eiga að horfa, það er svo vandræðalegt að það er æðislegt. Í þau fáu skipti sem Héðinn kemur með mér í kvenfatabúð, hann víkur ekki frá mér, hann bókstaflega heldur sig í lágmark 1 metra fjarlægð frá mér. Mér finnst það frekar skrítið, því ég get ekki verslað með einhvern horfandi yfir öxlina á mér. Betra er þegar búðin selur líka karlaföt, þá er hann horfinn.
(Mamma og pabbi eru að horfa á Ali G og ekki alveg að fatta, það er fyndið að horfa á þau horfa á hann.)
Það er eitt próf eftir *dæs* og ég er ekki byrjuð að læra fyrir það og ég nenni ekki að læra fyrir það og mig langar að vera komin í jólafrí eins og sumir (og fleiri sumir). Jólafrí komdu!!!
(Núna er pabbi búinn að fatta að þetta sé djók en mamma er ennþá clueless tíhí)
Mamma var í aðgerð í gær þannig að ég er yfirkokkur á heimilinu, það er ógeðslega gaman og ég er ógeðslega góð að elda. Í gær hafði ég pulsur og kartöflur, bæði sem þarf að sjóða með afar flóknum aðferðum og ég brenndi hvorugt! :) Ég hafði líka grænmeti með, hefði getað verið borið fram á holtinu. Í kvöld bauð ég upp á le ken du tucky f´ried, að hætti meistarans. Í dag fór ég í Nóatún og keypti ungnautahakk fyrir enn aðra glæsimáltíðina sem ég ætla að framreiða á morgun. Það var soldið fyndið, það er maður í kod sem lítur út fyrir að vera slátrari og síðan komst ég að því að hann er slátrari, og hann afgreiddi mig (hann lítur sko út eins og slátrari í teiknimyndum og þessvegna var það fyndið).
(Mamma og pabbi eru ennþá að horfa, þau eru svo fyndin)
Ég er búin að fá eitt jólakort, takk Hekla og Nils! :) Ekki að ég sendi jólakort sjálf.
Ég fór í Smáralindina í dag sérstaklega til að kaupa nýjan bol fyrir jólin. Venjulega fer ég í búðir án þess að ætla að kaupa neitt og finn alveg fullt sem mig langar í, í dag fann ég ekki neitt. Búhú Smáralind! Karlmenn í kvenfatabúðum eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit, þeir vita svo alls ekki hvað þeir eiga að gera eða hvert þeir eiga að horfa, það er svo vandræðalegt að það er æðislegt. Í þau fáu skipti sem Héðinn kemur með mér í kvenfatabúð, hann víkur ekki frá mér, hann bókstaflega heldur sig í lágmark 1 metra fjarlægð frá mér. Mér finnst það frekar skrítið, því ég get ekki verslað með einhvern horfandi yfir öxlina á mér. Betra er þegar búðin selur líka karlaföt, þá er hann horfinn.
(Mamma og pabbi eru að horfa á Ali G og ekki alveg að fatta, það er fyndið að horfa á þau horfa á hann.)
Það er eitt próf eftir *dæs* og ég er ekki byrjuð að læra fyrir það og ég nenni ekki að læra fyrir það og mig langar að vera komin í jólafrí eins og sumir (og fleiri sumir). Jólafrí komdu!!!
(Núna er pabbi búinn að fatta að þetta sé djók en mamma er ennþá clueless tíhí)
Mamma var í aðgerð í gær þannig að ég er yfirkokkur á heimilinu, það er ógeðslega gaman og ég er ógeðslega góð að elda. Í gær hafði ég pulsur og kartöflur, bæði sem þarf að sjóða með afar flóknum aðferðum og ég brenndi hvorugt! :) Ég hafði líka grænmeti með, hefði getað verið borið fram á holtinu. Í kvöld bauð ég upp á le ken du tucky f´ried, að hætti meistarans. Í dag fór ég í Nóatún og keypti ungnautahakk fyrir enn aðra glæsimáltíðina sem ég ætla að framreiða á morgun. Það var soldið fyndið, það er maður í kod sem lítur út fyrir að vera slátrari og síðan komst ég að því að hann er slátrari, og hann afgreiddi mig (hann lítur sko út eins og slátrari í teiknimyndum og þessvegna var það fyndið).
(Mamma og pabbi eru ennþá að horfa, þau eru svo fyndin)
Ég er búin að fá eitt jólakort, takk Hekla og Nils! :) Ekki að ég sendi jólakort sjálf.
þriðjudagur, desember 16, 2003
Eðlisfræðiprófið er búið og ekki hægt annað en gleðjast yfir því, mér líður eins og ég hafi fengið að opna jólapakka snemma. Þetta var samt drulluerfitt próf og mér finnst ekki líklegt að ég nái því, það væri samt svo mikið æði ef næði þessu prófi, en ef ég geri það ekki þá mun ég alveg díla við það (vá ég er komin í hring). Ég var ekkert stressuð fyrir prófið í gær, ég og Bob Dylan reiknuðum dæmi alveg til 2 í nótt og þá var eðlisfræðin bara næstum því skemmtileg.
Næst á dagskrá er rekstrarfræði í fyrramálið, þetta er svona próf sem maður má taka bókina og allar glósur með í þannig ég þarf bara rétt að kíkja á nokkur dæmi. Svo fengum við líka geðveikt góða einkunn fyrir 30% verkefnið sem ég var alltaf að væla yfir í nóvember, þannig að ég næ þessu pottþétt.
Fróðleikur dagsins: Í ár eru Stóru-brandajól. Það eru svona löng jól. Þetta lærir maður þegar maður fer í háskólann.
Næst á dagskrá er rekstrarfræði í fyrramálið, þetta er svona próf sem maður má taka bókina og allar glósur með í þannig ég þarf bara rétt að kíkja á nokkur dæmi. Svo fengum við líka geðveikt góða einkunn fyrir 30% verkefnið sem ég var alltaf að væla yfir í nóvember, þannig að ég næ þessu pottþétt.
Fróðleikur dagsins: Í ár eru Stóru-brandajól. Það eru svona löng jól. Þetta lærir maður þegar maður fer í háskólann.
mánudagur, desember 15, 2003
Einn dagur í eðlisfræðipróf, ég á bara eftir að fara yfir 340 blaðsíður og reikna nokkur dæmi, það er ekkert agalegt. Ég ætla nú samt að sleppa litlu jólunum hjá Jógúrt þó að Kjartan ætli að gera heitt súkkulaði. Muna bara að dansa fyrst og borða svo! Við höfum klikkað á því síðustu skipti og endað á því að dansa ekki neitt og sitja bara og borða meira. Héðinn kemur í bæinn í kvöld, ekki það að ég geti hitt hann, ég þarf að læra. Ég ætla bara að senda hann í dans. Ég veit ég er svo góð við hann.
laugardagur, desember 13, 2003
Ég er búin að komast að því afhverju stafirnir mínir stækkuðu í nótt, það braust ekki púki inn í tölvuna mína heldur stækkaði blogger sjálfur, það kom fyrir fleiri. En ég er búin að ráða niðurlögum vandans, ég lagaði minnkunar potion sem ég lét stafina drekka, ha ha ha. Kannski minnka stafirnir mínir þá endalaust mikið þegar blogger lagar stækkunina, það væri nú skemmtilegt. Semsagt mín eina skemmtun er tölva þessa dagana. Núna eru bara 3 próf eftir og ég ætla að taka á því í viku í viðbót.
Tölvunarfræðiprófið var slæmt, ég stórefast um að ég hafi náð að gera helming rétt. Ég sat í þrjá tíma og forritaði á blað, þegar ég var búin rétt leit ég yfir prófið og taldi atriðin sem ég var pottþétt á að væru rétt, þau voru svona 25 af hundrað. Ég vona bara að ég hafi slysast til að gera önnur 25 atriði rétt.
Fleiri myndir hef ég sett í netalbúm fyrir sem flesta að skoða, í þetta skiptið eru það Bítlarnir sem eru myndefni. Með þeim eru einhverjir únglíngar að dimmitera og tvær stelpur með hvítar húfur. Síðan linkaði ég líka inn á myndirnar frá Noregi af því að ferðasagan er með og hún er soldið skemmtileg.
Tölvunarfræðiprófið var slæmt, ég stórefast um að ég hafi náð að gera helming rétt. Ég sat í þrjá tíma og forritaði á blað, þegar ég var búin rétt leit ég yfir prófið og taldi atriðin sem ég var pottþétt á að væru rétt, þau voru svona 25 af hundrað. Ég vona bara að ég hafi slysast til að gera önnur 25 atriði rétt.
Fleiri myndir hef ég sett í netalbúm fyrir sem flesta að skoða, í þetta skiptið eru það Bítlarnir sem eru myndefni. Með þeim eru einhverjir únglíngar að dimmitera og tvær stelpur með hvítar húfur. Síðan linkaði ég líka inn á myndirnar frá Noregi af því að ferðasagan er með og hún er soldið skemmtileg.
föstudagur, desember 12, 2003
Próf á morgun og í tölvunarfræði af öllum fögum, oj talandi um leiðinlegt fag. Ekki það að forritunin sjálf sé svo leiðinleg, heldur bara hvernig þetta er búið að vera kennt og það sem er ætlast til að maður kunni, það er alveg út í hróa. Ég verð víst að taka þessu eins og maður og læra fyrir þetta helv próf og fara í það á morgun. Þetta var ókeypis speki dagsins.
Pólitíska hornið
Ég verð að tala aðeins um pólitík. Þessar elskur sem eru á Alþingi eru að hækka lífeyrinn sinn. Þeir eru veruleikafirrtir, ein af ástæðunum sem þeir gáfu upp var að það væri svo vandræðilegt fyrir roskna þingmenn sem væru búnir að sitja lengi og væru að hætta á þingi að leita sér að annarri vinnu. Já endilega eyðum nokkrum milljónum í að spara einhverjum gömlum köllum nokkra mínútna vandræðaleika. Davíð sagði síðan að þetta væri aðeins um milljón kall á næsta ári, bíddu hverjir eru að hætta þá? Hann sjálfur, já og Olrich. Síðan settu stjórnarandstöðuflokkarnir alveg punktinn yfir i-ið í dag þegar þeir drógu stuðning sinn til baka um leið og fólk fór að mótmæla, en samt ekki allir, hvað varð um að taka afstöðu og standa við hana? Ráðherrarnir ætla að taka sér ca. 70% lífeyri á meðan venjulegur maður fær 40%, jú jú hljómar ekkert ósanngjarnt, þeir erfiða í nokkra mánuði á ári fyrir okkur hin, nema að 70% af 500 kalli er aðeins meira en 40% af 100 kalli, þá er það ekki lengur sanngjarnt. Er verið að biðja þjóðina um að gera uppreisn og drepa Davíð eða hvað?
Pólitíska hornið
Ég verð að tala aðeins um pólitík. Þessar elskur sem eru á Alþingi eru að hækka lífeyrinn sinn. Þeir eru veruleikafirrtir, ein af ástæðunum sem þeir gáfu upp var að það væri svo vandræðilegt fyrir roskna þingmenn sem væru búnir að sitja lengi og væru að hætta á þingi að leita sér að annarri vinnu. Já endilega eyðum nokkrum milljónum í að spara einhverjum gömlum köllum nokkra mínútna vandræðaleika. Davíð sagði síðan að þetta væri aðeins um milljón kall á næsta ári, bíddu hverjir eru að hætta þá? Hann sjálfur, já og Olrich. Síðan settu stjórnarandstöðuflokkarnir alveg punktinn yfir i-ið í dag þegar þeir drógu stuðning sinn til baka um leið og fólk fór að mótmæla, en samt ekki allir, hvað varð um að taka afstöðu og standa við hana? Ráðherrarnir ætla að taka sér ca. 70% lífeyri á meðan venjulegur maður fær 40%, jú jú hljómar ekkert ósanngjarnt, þeir erfiða í nokkra mánuði á ári fyrir okkur hin, nema að 70% af 500 kalli er aðeins meira en 40% af 100 kalli, þá er það ekki lengur sanngjarnt. Er verið að biðja þjóðina um að gera uppreisn og drepa Davíð eða hvað?
fimmtudagur, desember 11, 2003
Eitt búið, fjögur eftir. Í morgun tók ég mitt fyrsta alvörupróf (miðannarpróf eru bara prump) í alvöru skóla (mh var bara plat). Það var stærðfræðigreining, þegar ég fór að sofa í gærkvöldi búin að reikna öll gömul próf sem ég fann komst í að þeirri niðurstöðu að ég væri ógeðslega góð í stærðfræði og að ég myndi rústa þessu prófi, sem ég og er, og sem ég og gerði. Prófið var mjög sanngjarnt og ég var mjög sátt þegar ég gekk út, ég býst við að fá einkunn einhversstaðar á bilinu náð og 8, sem væri outstanding ef ég væri í Hogwarths. Ég viðurkenni að ég er ekki eins góð í stafsetningu.
Núna þarf ég að byrja að læra fyrir næsta próf sem er á laugardaginn, er samt að spá í að fresta því aðeins því ég vil ekki eyðileggja góða skapið alveg strax. Vinir mínir eru í prófum eða að vinna þannig að ég ætla hanga með hinum vinum mínum, Joey, Rachel, Chandler og þeim.
Núna þarf ég að byrja að læra fyrir næsta próf sem er á laugardaginn, er samt að spá í að fresta því aðeins því ég vil ekki eyðileggja góða skapið alveg strax. Vinir mínir eru í prófum eða að vinna þannig að ég ætla hanga með hinum vinum mínum, Joey, Rachel, Chandler og þeim.
þriðjudagur, desember 09, 2003
Ég var að finna myndirnar sem ég tók þegar ég of Elín fórum hringinn í kringum landið í sumar :) og setti nokkrar í myndaalbúm hjá yahoo. Þetta er ekki flottasta albúmið en þetta eru flottustu myndirnar og linkinn má finna undir Myndir.
Tveir dagar í próf. Ég get ekki einbeitt mér. Í morgun vaknaði ég klukkan 8 og til þess að fresta því að læra straujaði ég nokkrar flíkur og koddaver, tók til í nærfataskúffunni minni, gerði við einn bol, henti nokkrum ónýtum bolum, ákvað í hverju ég ætla að fara á nýjársfagnað kod, las leikfangablaðið (vel), borðaði popp, fékk mér þrisvar hádegismat (maður á ekki að læra á fastandi maga) og var illt í maganum af of miklu áti (maður þarf ekki að læra þegar manni er illt). Því miður felur engin af þessum atöfnum í sér að finna útgildi með tvídiffrunaraðferðinni. Það væri nokkuð magnað ef að maður þyrfti alltaf að heilda eitt heildi eða finna rúmmál keilu þegar maður opnar ísskápinn eða setur í þvottavélina, þá væri ég bæði betur undirbúin fyrir stærðfræðiprófið og mjórri (og ætti miklu hreinni föt?).
Annars er ég á leiðinni á einhverja sýningu í skólanum hans pabba og síðan að kaupa miða á LOTR ef Regnboganum þóknast að hafa kassann opinn þegar ég mæti á svæðið. Og þar á eftir, getið hvað, já að heilda og deilda.
Annars er ég á leiðinni á einhverja sýningu í skólanum hans pabba og síðan að kaupa miða á LOTR ef Regnboganum þóknast að hafa kassann opinn þegar ég mæti á svæðið. Og þar á eftir, getið hvað, já að heilda og deilda.
sunnudagur, desember 07, 2003
Blogger er eitthvað klikk, hann vildi ekki hleypa mér inn... en allt gekk að lokum.
Á laugardaginn fyrir viku auglýsti Eskimo Models eftir hópum, sem eru að leita eftir fjáröflun nota bene, á skrá og einhverjum snillingnum í jógúrt datt í hug að skrá hópinn. Fjórum dögum eftir skráningu fengum við okkar fyrsta verkefni, ég mætti ásamt fleirum í kalda bílageymslu í Kópavogi á föstudaginn og gerði ýmislegt sem ekki má segja frá. Já það er official, ég lék í minni fyrstu auglýsingu á föstudaginn. Frami og dýrð here I come! Annars var þetta aðallega bara kalt og ekkert merkilegt. Síðan fór ég í fjölskyldumatarboð með mömmu og pabba, þau geta ekki hugsað sér að fara án mín, því ég keyri alltaf. Ragna frænka var á svæðinu en Barbí hvergi sjáanlegur. Hápunktur kvöldsins var þegar Ragna fór að leika við Ask (hundinn sinn) og hinum frænkunum datt strax í hug Stebbi. Stella og Ásdís hittu hann í einn dag úti í Danmörku hjá Ásu frænku og finnst hann æði. Mamma hefur hitt hann heima og Ragna var í skóla með honum og allar sögðu þær hver upp í aðra "hann Stebbi er svo indæll" o.s.frv. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða ekki en þessi umræða spannst út frá heimilishundinum, nú verður hver að dæma fyrir sig.
Á laugardaginn var ég ansi öflug og lærði 120 blaðsíður í stærðfræðigreiningu, og Elín, það virkar að hafa calculus lokaðan hjá sér, vitneskjan smýgur inn á meðan!
Um kvöldið fór ég á Love Actually, sem ég hélt fyrst að væri svona væmin bresk vella. Það er svo rangt, þetta er æðisleg mynd. Svona mynd sem maður vill ekki að hætti. Hugh Grant var meira að segja mjög þolanlegur. Ég vil ekki segja mikið um myndina til að skemma ekki því að það verða allir að sjá þessa mynd. Hun er um ást, reyndar og það er eiginlega nóg lýsing. Myndin stendur algerlega undir nafni, hún fjallar um ást og maður labbar út og óskar þess að maður sé ástfanginn, ég er farin að babla núna. Punkturinn er, það eiga allir að fara með kærustu / kærasta sínum á þessa mynd og njóta.
Eitt en, það hangir skrítið fólk í Öskjuhlíðinni. Ég var þreytt á lærdómnum um þrjúleitið í gær og fór út og fékk mér ferskt loft. Ég labbaði í Öskjuhlíðina, þegar ég var á stígnum fyrir neðan trén samsíða fugvellinum heyrði ég hróp og köll, augljóslega Íslendingar á fyllerýi. Þegar ég kom nær sá ég nokkra menn í stuttbuxum í bjórþambskeppni og fólk í kringum að hvetja, síðan voru mennirnir sendir í kapp-skokk, fullir. Þeir héldu ekki jafnvægi á stígnum og skokkuðu beint á ská, mér leið ekkert of vel að vera vitni að þessu og flýtti mér í burtu.
Á laugardaginn fyrir viku auglýsti Eskimo Models eftir hópum, sem eru að leita eftir fjáröflun nota bene, á skrá og einhverjum snillingnum í jógúrt datt í hug að skrá hópinn. Fjórum dögum eftir skráningu fengum við okkar fyrsta verkefni, ég mætti ásamt fleirum í kalda bílageymslu í Kópavogi á föstudaginn og gerði ýmislegt sem ekki má segja frá. Já það er official, ég lék í minni fyrstu auglýsingu á föstudaginn. Frami og dýrð here I come! Annars var þetta aðallega bara kalt og ekkert merkilegt. Síðan fór ég í fjölskyldumatarboð með mömmu og pabba, þau geta ekki hugsað sér að fara án mín, því ég keyri alltaf. Ragna frænka var á svæðinu en Barbí hvergi sjáanlegur. Hápunktur kvöldsins var þegar Ragna fór að leika við Ask (hundinn sinn) og hinum frænkunum datt strax í hug Stebbi. Stella og Ásdís hittu hann í einn dag úti í Danmörku hjá Ásu frænku og finnst hann æði. Mamma hefur hitt hann heima og Ragna var í skóla með honum og allar sögðu þær hver upp í aðra "hann Stebbi er svo indæll" o.s.frv. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða ekki en þessi umræða spannst út frá heimilishundinum, nú verður hver að dæma fyrir sig.
Á laugardaginn var ég ansi öflug og lærði 120 blaðsíður í stærðfræðigreiningu, og Elín, það virkar að hafa calculus lokaðan hjá sér, vitneskjan smýgur inn á meðan!
Um kvöldið fór ég á Love Actually, sem ég hélt fyrst að væri svona væmin bresk vella. Það er svo rangt, þetta er æðisleg mynd. Svona mynd sem maður vill ekki að hætti. Hugh Grant var meira að segja mjög þolanlegur. Ég vil ekki segja mikið um myndina til að skemma ekki því að það verða allir að sjá þessa mynd. Hun er um ást, reyndar og það er eiginlega nóg lýsing. Myndin stendur algerlega undir nafni, hún fjallar um ást og maður labbar út og óskar þess að maður sé ástfanginn, ég er farin að babla núna. Punkturinn er, það eiga allir að fara með kærustu / kærasta sínum á þessa mynd og njóta.
Eitt en, það hangir skrítið fólk í Öskjuhlíðinni. Ég var þreytt á lærdómnum um þrjúleitið í gær og fór út og fékk mér ferskt loft. Ég labbaði í Öskjuhlíðina, þegar ég var á stígnum fyrir neðan trén samsíða fugvellinum heyrði ég hróp og köll, augljóslega Íslendingar á fyllerýi. Þegar ég kom nær sá ég nokkra menn í stuttbuxum í bjórþambskeppni og fólk í kringum að hvetja, síðan voru mennirnir sendir í kapp-skokk, fullir. Þeir héldu ekki jafnvægi á stígnum og skokkuðu beint á ská, mér leið ekkert of vel að vera vitni að þessu og flýtti mér í burtu.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Ég var að koma frá tannsa, hann þurfti að bora smá :( en bara af því að það var svartur punktur á einni tönninni, hann vildi taka hann áður en það kæmi alvöru skemmd. Þannig að tæknilega séð þá hef ég enn aldrei fengið skemmd. Síðan fékk ég að borga, uppáhaldið mitt, 8.500 krónur. Ég spurði hvort hann væri með stúdentaafslátt, hann varð frekar móðgaður og sagði "Þetta ER með afslætti, þetta á að kosta yfir tíuþúsund krónur!" Átti ég þá að vera ánægð með að spara tæpan 2.000 kall? Það var samt eitt skemmtilegt við tannlækninn. Hann sagði að á skalanum 1 til 10 fengju mínar tennur 10, því þær eru svo...góðar, jey (fróðir menn segja að það sé sveitó að hafa y í jey, mér bara finnst jei eitthvað svo pleh, if you know what I mean) !
Ó nei er að verða of sein í dæmatíma.
Ó nei er að verða of sein í dæmatíma.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Árstíðin með stóru n-i nálgast, prófa-árstíðin. Ég ætlaði að vera ýkt dugleg að læra í dag, endaði á því að drekka bjór á tómum kofanum klukkan 4 að degi til. Ég mætti í eðlisfræði og horfði á kennarann reikna prófið frá því í fyrra, ég bíð eftir kraftaverki til að ég nái (og læri líka, ég veit það virkar ekki að sitja bara og bíða).
Það var skemmtileg auglýsing í blaðinu í gær frá Lyf og heilsu. Það stóð "Áttu eitthvað gott til að dekra við kærustuna?" fyrir neðan mynd af aulalegum ungum manni, síðan komu myndir af dótinu sem verið var að auglýsa. Júgursmyrsl aðeins 336 kr og SABAL pillur fyrir blöðruhálskirtilinn. Umm frábært, ég vona kærastinn minn eigi júgursmyrsl næst þegar við ætlum að hafa það kósý saman.
Það var skemmtileg auglýsing í blaðinu í gær frá Lyf og heilsu. Það stóð "Áttu eitthvað gott til að dekra við kærustuna?" fyrir neðan mynd af aulalegum ungum manni, síðan komu myndir af dótinu sem verið var að auglýsa. Júgursmyrsl aðeins 336 kr og SABAL pillur fyrir blöðruhálskirtilinn. Umm frábært, ég vona kærastinn minn eigi júgursmyrsl næst þegar við ætlum að hafa það kósý saman.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Konan og Hamsturinn ~sönn saga~
Það var fyrir ekki svo löngu síðan að það voru kona og maður. Þau voru hjón. Einn daginn situr konan á stól í stofunni og les bók, ekki fylgir sögu þessari hvaða bók en máli skiptir að konan var berfætt. Maður hennar læðist að henni þar sem hún situr og kitlar hana undir ilinni. Konunni bregður og hún sprettur á fætur. Sekúndubroti síðar öskrar hún af öllum lífs og sálarkröftum. Þannig er mál með vexti að hjónin áttu engin börn, en þau áttu hamstur og konan hafði stigið beint á dýrið. Hamsturinn var alveg kraminn, það voru slettur úti um allt. Konan hafði kramið hamsturinn til dauða og þremur vikum seinna gat hún ekki ennþá stigið í fótinn sem steig á hamsturinn. Hún fann í hverju skrefi sem hún tók, loðinn, kraminn líkama gæludýrs síns. Á endanum leitaði hún til sálfræðings. Endir
Og þetta lesendur góðir er sönn saga.
Það var fyrir ekki svo löngu síðan að það voru kona og maður. Þau voru hjón. Einn daginn situr konan á stól í stofunni og les bók, ekki fylgir sögu þessari hvaða bók en máli skiptir að konan var berfætt. Maður hennar læðist að henni þar sem hún situr og kitlar hana undir ilinni. Konunni bregður og hún sprettur á fætur. Sekúndubroti síðar öskrar hún af öllum lífs og sálarkröftum. Þannig er mál með vexti að hjónin áttu engin börn, en þau áttu hamstur og konan hafði stigið beint á dýrið. Hamsturinn var alveg kraminn, það voru slettur úti um allt. Konan hafði kramið hamsturinn til dauða og þremur vikum seinna gat hún ekki ennþá stigið í fótinn sem steig á hamsturinn. Hún fann í hverju skrefi sem hún tók, loðinn, kraminn líkama gæludýrs síns. Á endanum leitaði hún til sálfræðings. Endir
Og þetta lesendur góðir er sönn saga.
mánudagur, desember 01, 2003
Ég tala ekki orð í spænsku en þegar ég fór óvart inn á þessa síðu þá hló ég. Það er mynd af gaur, síðan held ég að standi fyrir ofan myndina Hver er þessi gaur? Fyrir neðan ímynda ég mér að standi Mér finnst hann flottur :*. Ég veit það ekki, þetta er bara fyndið.
Steini sendi mér sms í gær "Þura, það er viðtal við þig í Tímariti Morgunblaðsins á bls. 27." Ég var ekki alveg að fatta, en kíkti svo í blaðið og á blaðsíðu 27 var viðtal við konu sem var í Hlíðaskóla, á eðlisfræðibraut í MH og er vélaverkfræðingur. Hún lærði meira að segja í Bandaríkjunum, ég ætla að læra í Bandaríkjunum! Þessi kona virtist vera early edition af mér, síðan fór ég að lesa meira og þá sagðist hún hafa áhuga á gönguferðum um Hornstrandir, þar hætti resemblensið snarlega.
Ég hitti Elínu á kaffi París í dag (Gísli Marteinn var líka þar tíhí), hún vill alveg heimsækja mig í húsið mitt og spila tennis í bakgarðinum þegar við verðum stórar.
Steini sendi mér sms í gær "Þura, það er viðtal við þig í Tímariti Morgunblaðsins á bls. 27." Ég var ekki alveg að fatta, en kíkti svo í blaðið og á blaðsíðu 27 var viðtal við konu sem var í Hlíðaskóla, á eðlisfræðibraut í MH og er vélaverkfræðingur. Hún lærði meira að segja í Bandaríkjunum, ég ætla að læra í Bandaríkjunum! Þessi kona virtist vera early edition af mér, síðan fór ég að lesa meira og þá sagðist hún hafa áhuga á gönguferðum um Hornstrandir, þar hætti resemblensið snarlega.
Ég hitti Elínu á kaffi París í dag (Gísli Marteinn var líka þar tíhí), hún vill alveg heimsækja mig í húsið mitt og spila tennis í bakgarðinum þegar við verðum stórar.
laugardagur, nóvember 29, 2003
Ég bætti inn kommentakerfi vegna fjölda / nokkurra áskoranna, ég fattaði samt ekki hvernig ég á að breyta textanum (aulabarn). Síðan er ég að sjálfsögðu búin að bæta Steina tík inn á linkalistann, rokkaðu áfram. Einnig bætti ég Halldóru og Orra inn, ég styð Halldóru í þeirri baráttu sinni að vera ekki alltaf kölluð Halldóra hans Orra og nefndi Orra Orri hennar Halldóru. You go girl! (Tekið skal fram að ég kalla Elínu aldrei Elínu Atla) En ef ég þekki strákinn betur en stelpuna þá á ég það til að segja Stelpan hans Stráksins.
Fyrst kemur það sem gerðist fyrst, síðan það sem gerðist næst o.s.frv. til að útskýra röðina á eftirfarandi orðum í röð.
Á miðvikudagskvöldið fór ég á Njálu myndina. Ég skemmti mér óheyrilega vel í 20 mínútur, síðan þurfti ég að hlusta á Bjarna Ólafs. Sjá nánari umfjöllun um lengd myndar og Bjarna Ólafs hér. Þar sem allir íslenskir, karlkyns leikarar sem vettlingi geta valdið leika í myndinni hef ég voða lítið að segja um þá, þeir voru fínir svona eins og venjulega. Sjá nánari umfjöllun um leikaraval hér. Umfjöllun í myndum má finna hér.
Á föstudaginn héldum við kynningu á rekstrarfræðiverkefninu, sem gekk vonum framar. Síðan borðuðum við pizzu í boði Handtölva og slepptum því að mæta í dæmatíma í línu (yndislegur dagur).
Um kvöldið fór ég í stelpu-jógúrt-föndur-idol-partý. Stelpurnar voru skemmtilegar, jógúrt var ekki til á heimilinu, föndrið var æði þegar ég fattaði hvernig ætti að gera kúlu, idol er ekki alveg mitt thing, partý partý. Það var Tinna (ofurgella / dúlla til skiptist eftir því sem henni hentar) sem hélt gleðskapinn, sem verður árlegur viðburður héðan í frá. Heiðrún mótmælti föndurgerð og teiknaði heila. Þegar leið á kvöldið hittum við hinn helminginn af jógúrt, strákana og skelltum okkur á Hljómaball. Við dönsuðum eins og brjálæðingar við öll hröðu lögin og klöppuðum mikið til að þeir myndu fatta að við vildum meira svona, þeir föttuðu ekki...gömlu kallarnir. Svo klukkan 2 þá bara hætti allt og við vorum bara búin að vera á staðnum í rúman klukkutíma, Hinrik og Elfar reyndu að fá endurgreitt og annar æsti sig meira en hinn. Síðan fórum við í bæinn, ég og Svava Dóra misskildum greinilega eitthvað því við héldum að við ætluðum að hittst á Hverfisbarnum en svo bara mætti enginn annar!!!!! Það kom seinna í ljós að barnið hafði ekki komist inn. Ég og Svava skemmtum okkur svaðalega vel þangað til það fóru ógeðslegir gaurar að reyna við okkur. Á leiðinni í bílinn hittum við nokkra sæta Norðmenn, Svava var ekkert smá svekkt þegar ég sagðist þurfa fara heim því ég væri að byrja í prófum og þyrfti að læra á morgun (dag).
Á miðvikudagskvöldið fór ég á Njálu myndina. Ég skemmti mér óheyrilega vel í 20 mínútur, síðan þurfti ég að hlusta á Bjarna Ólafs. Sjá nánari umfjöllun um lengd myndar og Bjarna Ólafs hér. Þar sem allir íslenskir, karlkyns leikarar sem vettlingi geta valdið leika í myndinni hef ég voða lítið að segja um þá, þeir voru fínir svona eins og venjulega. Sjá nánari umfjöllun um leikaraval hér. Umfjöllun í myndum má finna hér.
Á föstudaginn héldum við kynningu á rekstrarfræðiverkefninu, sem gekk vonum framar. Síðan borðuðum við pizzu í boði Handtölva og slepptum því að mæta í dæmatíma í línu (yndislegur dagur).
Um kvöldið fór ég í stelpu-jógúrt-föndur-idol-partý. Stelpurnar voru skemmtilegar, jógúrt var ekki til á heimilinu, föndrið var æði þegar ég fattaði hvernig ætti að gera kúlu, idol er ekki alveg mitt thing, partý partý. Það var Tinna (ofurgella / dúlla til skiptist eftir því sem henni hentar) sem hélt gleðskapinn, sem verður árlegur viðburður héðan í frá. Heiðrún mótmælti föndurgerð og teiknaði heila. Þegar leið á kvöldið hittum við hinn helminginn af jógúrt, strákana og skelltum okkur á Hljómaball. Við dönsuðum eins og brjálæðingar við öll hröðu lögin og klöppuðum mikið til að þeir myndu fatta að við vildum meira svona, þeir föttuðu ekki...gömlu kallarnir. Svo klukkan 2 þá bara hætti allt og við vorum bara búin að vera á staðnum í rúman klukkutíma, Hinrik og Elfar reyndu að fá endurgreitt og annar æsti sig meira en hinn. Síðan fórum við í bæinn, ég og Svava Dóra misskildum greinilega eitthvað því við héldum að við ætluðum að hittst á Hverfisbarnum en svo bara mætti enginn annar!!!!! Það kom seinna í ljós að barnið hafði ekki komist inn. Ég og Svava skemmtum okkur svaðalega vel þangað til það fóru ógeðslegir gaurar að reyna við okkur. Á leiðinni í bílinn hittum við nokkra sæta Norðmenn, Svava var ekkert smá svekkt þegar ég sagðist þurfa fara heim því ég væri að byrja í prófum og þyrfti að læra á morgun (dag).
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Hæfileiki sem ég held að flestir búi yfir: að fresta því sem mann langar ekki að gera eins lengi og maður getur.
Hæfileiki sem ég er að leggja rækt við núna: sjá hæfileikann að ofan.
Ég er að gera skýrslu, svona alvöru, um tilraun sem ég gerði í byrjun semptember og er algjörlega búin að gleyma núna. Þetta á allt að vera svaka fræðilegt, allar jöfnur númeraðar og læti. Ég er búin að vita af þessu í 3 mánuði, fékk dagsetningu skila fyrir 1 mánuði og byrjaði fyrir 1 klukkustund. Þó ekki fyrr en ég hafði lokið að lesa Harry Potter, borðað popp, lesið Vikuna frá 2001, skrópað í tölvutíma og leitað vandlega að skrúfblýantinum sem ég týndi í síðasta mánuði. Hæfileiki eða galli?
Hæfileiki sem ég er að leggja rækt við núna: sjá hæfileikann að ofan.
Ég er að gera skýrslu, svona alvöru, um tilraun sem ég gerði í byrjun semptember og er algjörlega búin að gleyma núna. Þetta á allt að vera svaka fræðilegt, allar jöfnur númeraðar og læti. Ég er búin að vita af þessu í 3 mánuði, fékk dagsetningu skila fyrir 1 mánuði og byrjaði fyrir 1 klukkustund. Þó ekki fyrr en ég hafði lokið að lesa Harry Potter, borðað popp, lesið Vikuna frá 2001, skrópað í tölvutíma og leitað vandlega að skrúfblýantinum sem ég týndi í síðasta mánuði. Hæfileiki eða galli?
mánudagur, nóvember 24, 2003
Stress, í dag er ég stressuð. Þarf að ná að leysa öll verkefnin sem sem ég þarf að ná að leysa. Ég heyrði gott viðhorf einu sinni sem á vel við í þessu samhengi. Þegar enginn annar óskar manni góðs gengis þá gerir maður það sjálfur. Gangi mér vel! Hummm þegar ég segi þetta svona hljómar þetta eins og kaldhæðni, ég ætla bara að þegja núna.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Ég er að verða brjáluð, ég er búin að vera að vinna helvítis rekstrarfræðiverkefnið alla fokking helgina, við höfum allar upplýsingar sem við þurfum, það er ekki vandamálið lengur. Vandamálið er að samhæfa uppsetningu á skýrslunni sem er hægara sagt en gert. Það er ekki oft á æviskeiðinu sem maður getur sagt, ég hlakka svo til að fara að læra fyrir próf, en núna er eitt þessara mómenta. Ég get ekki beðið að klára að skila þessum leiðinlegu verkefnum svo ég geti farið að læra af viti!!!
Eftir skóla, eftir vinnu, eftir djamm, eftir Bítlana, eftir Beethoven, eftir Schumacher, eftir þessa auglýsingu. Þetta er besta auglýsingin í sjónvarpinu í dag að mínu mati, verið er að auglýsa malt. Þetta er svo mikið diss á kókauglýsingarnar sem öllum fannst svo kúl í sumar, fyrir fjölskylduna, fyrir ættarmótið, fyrir sex, eftir sex, fyrir KR-inga, fyrir Valsara, fyrir Dabba, fyrir Sollu, fyrir gos, eftir gos, á meðan myndir af kókflöskum í allskonar ástandi voru birtar. Í maltauglýsingunni er maltflaskan bara á skjánum, hún breytist ekki neitt eins og kókflöskurnar í kókauglýsingunni, hún bara er. Mér finnst þetta einmitt lýsa malti vel, það stendur alltaf fyrir sínu, sama hve marga hringi jörðin fer, malt er malt og það veitir ákveðið öryggi, á tímum hryðjuverka og bankamannavandamála. ÉG HEITI ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR OG ÉG TRÚI Á MALT.
Eftir skóla, eftir vinnu, eftir djamm, eftir Bítlana, eftir Beethoven, eftir Schumacher, eftir þessa auglýsingu. Þetta er besta auglýsingin í sjónvarpinu í dag að mínu mati, verið er að auglýsa malt. Þetta er svo mikið diss á kókauglýsingarnar sem öllum fannst svo kúl í sumar, fyrir fjölskylduna, fyrir ættarmótið, fyrir sex, eftir sex, fyrir KR-inga, fyrir Valsara, fyrir Dabba, fyrir Sollu, fyrir gos, eftir gos, á meðan myndir af kókflöskum í allskonar ástandi voru birtar. Í maltauglýsingunni er maltflaskan bara á skjánum, hún breytist ekki neitt eins og kókflöskurnar í kókauglýsingunni, hún bara er. Mér finnst þetta einmitt lýsa malti vel, það stendur alltaf fyrir sínu, sama hve marga hringi jörðin fer, malt er malt og það veitir ákveðið öryggi, á tímum hryðjuverka og bankamannavandamála. ÉG HEITI ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR OG ÉG TRÚI Á MALT.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Það er ömurlegt að reyna að upplifa fimmtudagskvöld á föstudegi, einum sólahring of seint. Ég var að fletta Mogganum í mesta sakleysi í gærkvöldi um áttaleitið og sá þá undir "Að gerast" klausunni á blaðsíðu 56 að Ókind og Stafrænt megabæt væru að spila í Hinu húsinu í kvöld, ég hugsaði jey frábært, ég get hitt vini mína bara núna, ég er í geðveiku stuði fyrir það, og dreif mig af stað. Það var ekki fyrr en ég var komin á staðinn og kunni ekki secret handshakið (djóklaust) sem þurfti til að komast inn í Hitt húsið að ég fattaði að ég hefði verið að lesa fimmtudagsmoggann. Það þýddi að í kvöld átti við fimmtudagskvöldið. Ég var degi of sein! Vonbrigði dagsins, vikunnar, ársins, geng ekki svo langt að segja aldarinnar en ég var býsna sár. Ég hef, núna þegar ég er búin að jafna mig sólahring síðar, sætt mig við þessi mistök, ég varð bara svo spennt þegar ég las um tónleikana og mig langaði svo að fara að ég vildi ekki trúa því að ég hafði misst af þeim.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Ég fór í dans á mánudaginn, það var æðislegt, ég var búin að gleyma hvað það er geðveikt gaman að dansa. Ég er reyndar búin að tapa því litla þoli sem ég hafði og sleppti því alveg hröðustu lögunum (sem var ekki mikið spilað af hvort eð er því það komu 3 nýjir). Engu að síður rann svitinn og ég er ekki frá því að daginn eftir hafi ég ekki verið jafn móð af því að hafa labbað upp á 3. hæð í VR-II til að fara á bókasafnið. Þegar dansinn var búinn þá löbbuðum við Héðinn Laugarveginn í rigningunni, klukkan var að verða tólf og mig verkjaði í lappirnar en gönguferðin var mjög fín. Morguninn eftir flaug Héðinn til Egilsstaða. Ég var leið alveg þangað til ég mundi hvað ég þurfti að læra mikið, þá gleymdi ég leiðunni, bretti upp ermar og fór að læra.
Síðan hafa undanfarnir dagar verið keimlíkir. Þura læra, Þura læra. Ég vaknaði meira að segja í morgun sérstaklega til að mæta í tölvunarfræðifyrirlestur, en ætli þetta sé ekki 2. fyrirlesturinn sem ég mæti í í þessu fagi í 2 mánuði. Þó að kennarinn líti alveg eins út og tali alveg eins og kennarinn í South Park, Mr. Garrison, hann segir sko alltaf "ummmkay" á eftir hverri setningu. Það eina sem skilur þá að er að kennarinn í South Park er alltaf með handbrúðu... og sú staðreynd að hann er teiknimyndafígúra. Já það sem ég vildi sagt hafa, þó kennarinn líti út eins og kennarinn í South Park þá er hann ekki nógu fyndinn þegar hann er bara að einn að kenna, ef hann væri með brúðu þá væri þetta allt annað mál.
Ef að brúða mundi kenna mér tölvunarfræði þá held ég að kunnátta mín mundi aukast töluvert, gæti verið syngjandi belja.
Síðan hafa undanfarnir dagar verið keimlíkir. Þura læra, Þura læra. Ég vaknaði meira að segja í morgun sérstaklega til að mæta í tölvunarfræðifyrirlestur, en ætli þetta sé ekki 2. fyrirlesturinn sem ég mæti í í þessu fagi í 2 mánuði. Þó að kennarinn líti alveg eins út og tali alveg eins og kennarinn í South Park, Mr. Garrison, hann segir sko alltaf "ummmkay" á eftir hverri setningu. Það eina sem skilur þá að er að kennarinn í South Park er alltaf með handbrúðu... og sú staðreynd að hann er teiknimyndafígúra. Já það sem ég vildi sagt hafa, þó kennarinn líti út eins og kennarinn í South Park þá er hann ekki nógu fyndinn þegar hann er bara að einn að kenna, ef hann væri með brúðu þá væri þetta allt annað mál.
Ef að brúða mundi kenna mér tölvunarfræði þá held ég að kunnátta mín mundi aukast töluvert, gæti verið syngjandi belja.
mánudagur, nóvember 17, 2003
Í gær fórum ég og Héðinn út saman, þetta var mjög rómantískt date. Það var dimmt og rigning og skítkalt úti í þokkabót um sjöleitið í gærkvöldi en við létum það ekki stoppa okkur að fara í Bláa lónið. Ég hef ekki farið þangað í 10 ár þannig að ég hafði aldrei séð allar geðveiku og geðveikt dýru breytingarnar sem búið er að gera. Maður þarf að labba frekar langan göngustíg gegnum hraunið áður en maður kemur inn, það er örugglega mjög flott þegar það er bjart og gott veður en í gær var stígurinn afar illa upplýstur þannig að fílingurinn var meira eins og í london dungeon heldur enn að vera í leiðinni í spa. Inn við komum og komumst að því að það kostar 12 hundruð krónur á haus í lónið, mikið fé var Þura farin að gráta en dró engu að síður upp Isic debitkortið sitt, þá sagði maðurinn henni að gráta ei meir því Isic korthafar fá 2 fyrir einn.
Ég varð glöð við þessar fréttir og við drifum okkur út í. Það var mjög notalegt, sumsstaðar var ískalt og á öðrum stöðum heitt og gott en vindurinn var mikill, það spillti fyrir. Ég klíndi leðju framan í mig og lét hana þorna, Héðinn sagði að ég væri ekkert sæt.
Þegar við fórum upp úr ákváðum við að borða í Keflavík og enduðum á Ránni sem er frekar fínn staður með frekar hóflegt verðlag. Við vorum einu aularnir sem ákváðu að borða í Keflavík á þessu sunnudagskvöldi og höfðum salinn fyrir okkur. Ég var ekki nógu fáguð að Héðins mati og fékk mér kjúkling og franskar, en þvílíkur kjúklingur og diskarnir voru svo flottir, þeir hölluðu að manni. Mér er venjulega sama um útlit diska en ég tók sérstaklega eftir þessum.
Þegar við vorum búin að borða og ég að drekka bjór keyrðum við heim ánægð en þó vonsvikin yfir því að vera ekki í fríi og á ferðalagi.
Ég varð glöð við þessar fréttir og við drifum okkur út í. Það var mjög notalegt, sumsstaðar var ískalt og á öðrum stöðum heitt og gott en vindurinn var mikill, það spillti fyrir. Ég klíndi leðju framan í mig og lét hana þorna, Héðinn sagði að ég væri ekkert sæt.
Þegar við fórum upp úr ákváðum við að borða í Keflavík og enduðum á Ránni sem er frekar fínn staður með frekar hóflegt verðlag. Við vorum einu aularnir sem ákváðu að borða í Keflavík á þessu sunnudagskvöldi og höfðum salinn fyrir okkur. Ég var ekki nógu fáguð að Héðins mati og fékk mér kjúkling og franskar, en þvílíkur kjúklingur og diskarnir voru svo flottir, þeir hölluðu að manni. Mér er venjulega sama um útlit diska en ég tók sérstaklega eftir þessum.
Þegar við vorum búin að borða og ég að drekka bjór keyrðum við heim ánægð en þó vonsvikin yfir því að vera ekki í fríi og á ferðalagi.
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Í gærkvöldi var matarboð hjá Stellu frænku því að Haukur frændi og Jemer konan hans eru að fara til Malasíu í 3 mánuði með litla barnið sitt, hún er þaðan. Það komu allir með eitthvað að borða og allr komu með allt of mikið eins og venjulega en það var ógeðslega gott. Allt sem Maggi eldar er æði. Við fórum út til Rögnu frænku þar sem Barbí vinur hennar var að hanga í tölvunni. Það var mjög gaman, gaur sem hét Barbí á staðnum, Ragna og Héðinn að komast að því að þau eru með sömu áhugamál, ég og Ólöf að tala um Ástralíu. Síðan fórum við aftur inn, þá hafði hefðbundna skiptingin konur við borðstofuborðið og karlar við stofuborðið myndast. Mér finnst karlasamræðurnar oft miklu skemmtilegri, þeir tala oftar um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég settist fyrst á konuborðið, þær voru frekar rólegar og ég talaði bara við Lindu. Síðan hlammaði ég mér niður hjá körlunum, fílingurinn hjá þeim breyttist um leið og ég kom en þeir fullvisuðu mig um það að þeir hefðu ekki verið að tala um karboratora áður.
Ég fór á fund út verkefninu sem ég er að vinna í rekstrarfræði í gær. Einn gaur sem var í mínum hóp sagðist hafa "unnið í 5 búðum" og "hann vissi alveg hvernig vörumóttaka færi fram" og "það væri ekkert hægt að nota handtölvur í vörumóttöku, hann sæi allavega ekki hvernig". Verkefnið snýst um að kanna hve mikill tími sparast þegar maður notar handtölvu við hin ýmsu störf í búðum og það er augljóst að það sparast mikill tími. En það er ekki málið, ég ætla ekki að skrifa í skýrsluna, "Sko, þarna hrokafulli gaurinn í hópnum hefur unnið í fullt af búðum og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hann segir að það sé ekki hægt að nota handtölvu við vörumóttöku og þess vegna slepptum við að kanna þann lið." Ég var svo reið að ég átti erfitt með að hemja mig.
föstudagur, nóvember 14, 2003
Ef ég líki mér við bíl með 5 gíra sem virkar þannig: Þegar ég er í fyrsta gír þá nenni ég eiginlega ekkert að læra (MH-style), í ödrum gír gef ég aðeins í, þriðji gír er fínn, þá er ég nokkuð dugleg, ég er ennþá duglegri í fjórða gír, í fimmta gír er stigið í botn, ég læri af fullum krafti, gleymi að þvo mér um hárið og sofa, það mætti segja að ég sé innan í fylki (e. matrix) þegar ég læri stærðfræði og viti ekki að "the real world" sé til "outside the matrix".
Núna er ég í fimmta gír, ég legg allt undir til að ná jólaprófunum. Ég er í svakalegum ham, "I am the one" sem ætlar að taka öll prófin. Það eina sem stendur í mínum vegi er einhver vírus, ég kýs að kalla hann "agent Smith". En ég ætla að lemja hann með priki og gera það sem ég kom til að gera. Ná!
Núna er ég í fimmta gír, ég legg allt undir til að ná jólaprófunum. Ég er í svakalegum ham, "I am the one" sem ætlar að taka öll prófin. Það eina sem stendur í mínum vegi er einhver vírus, ég kýs að kalla hann "agent Smith". En ég ætla að lemja hann með priki og gera það sem ég kom til að gera. Ná!
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Ég fór í innflutningspartý á föstudagskvöldið hjá Jónatani. Hann fékk 3 eins kaktusa og salernisbursta að gjöf, gaman að því. Núna kemur sko parturinn sem kom mér á óvart. Kærastan hans Jónatans til tveggja mánaða var að keppa í Idol þetta sama kvöld og stelpan komst áfram (Ardís minnir mig að hún heitir). Þannig að partýið var í rauninni Idolpartý. Stebbi kom með fullan kassa af frauðplasti og þegar stúlkan kom loksins í partýið þá var frauðplasti hrúgað yfir hana (svona eins og hrísgrjónum er hrúgað yfir brúðhjón en bara ekki eins smekklegt) og fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna. Síðan tók við stíf drykkja (ekki hjá mér) því Jónatan hafði reddað nákvæmlega 96 bjórum fyrir gleðskapinn. Að sjá ískáp fullan af bjór... ég var í himnaríki í ca. 3 sekúndur áður en ég fattaði að ég mundi ekki drekka neitt af honum. Það var spilað á gítar og sungið með Idolundanúrslitafarann í fararbroddi. Þegar leið á kvöldið bættust fleiri og fleiri jógúrt í partýið og fleiri og fleiri ekki-jógúrt tóku að yfirgefa svæðið. Standardinn í lagavali lækkaði sífellt og þegar ég þekkti All my loving bara á textanum en ekki laglínunni því hún var orðin óþekkjanleg þá hélt ég að botninum væri náð. En nei eftir því sem leið meira á kvöldið runnu öll lögin saman í eitt lag og að lokum spilaði Hinni A, af því að það er "það eina sem hann kann". Hey, I´m telling it like it was. En eins og máltækið segir þar sem tvö eða fleiri jógúrt koma saman þar er gaman.
Héðinn er í bænum :-)
Héðinn er í bænum :-)
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Ég er á kafi. Það var að fara í gang rekstrarfræði-hóp-verkefni, sem er alveg hræðilegt, agalegt því það þýðir að ég verð að fara að læra í rekstrarfræði. Þetta fag hefur alltaf setið á hakanum (engin skilaverkefni, engar kvaðir) og tíminn notaður í að lesa dulmál, úbs ég meinti eðlisfræði, ég ruglast alltaf. Núna verð ég að troða nokkrum auka klukkutímum inn í daginn minn, man já hálsmen. Annars er verkefnið í sjálfu sér áhugavert: kanna hagkvæmni handtölva í verslunum, fyrir Handpoint á Íslandi.
Héðinn kemur á mánudaginn í vikufrí frá brjáluðum portúgölum, yfirkokkum og snjóstormum. Það verður fínt. Ég er búin að ákveða að við ætlum að borða pizzu saman. Við getum víst ekki farið á Greifann, hann er á Akureyri. En ef við værum á leiðinni mundi ég fá mér númer 17 mínus ananas plús franskar. Matur... nú er ég farin að slefa.
Héðinn kemur á mánudaginn í vikufrí frá brjáluðum portúgölum, yfirkokkum og snjóstormum. Það verður fínt. Ég er búin að ákveða að við ætlum að borða pizzu saman. Við getum víst ekki farið á Greifann, hann er á Akureyri. En ef við værum á leiðinni mundi ég fá mér númer 17 mínus ananas plús franskar. Matur... nú er ég farin að slefa.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Hver kannast ekki við það að vera að tegra af lífi og sál eins og manni sé borgað fyrir það (sem verður ekki fyrr en eftir nokkur ár) og reka þá augum í Harry Potter og í staðin fyrir að fatta sniðugt tegur-trikk taka bókina upp og fara að lesa. Þetta kom fyrir mig í gærkvöldi, eins og Harry er skemmtilegur þá finnst mér ekki nógu gott að hann sé að taka frá mér tíma sem ég gæti notað til að læra.
Verkfræðibrandari sem ég var soldið lengi að fatta.
Verkfræðibrandari sem ég var soldið lengi að fatta.
sunnudagur, nóvember 02, 2003
laugardagur, nóvember 01, 2003
Dagur 3
Dagurinn í dag er óneitanlega mun betri en síðustu 2 dagar hafa verið. Á fimmtudaginn fór ég í litla skurðaðgerð hjá ofurlækni. Mér hafði verið sagt að það ætti ekki að svæfa mig þannig að ég var ekkert alltof hress þegar ég mætti á svæðið og var tilkynnt að svæfð ég skildi vera. Þegar svæfingarlæknirinn (Valdi kaldi) sagði að ég gæti fundið til ef ég væri ekki svæfð þá leyst mér skyndilega miklu betur á svæfinguna. Síðan man ég ekki meira fyrr en ég vaknaði með eitthvað drasl uppí mér. Þá kom Valdi kaldi og lét mig drekka djús og náði í mömmu mína. Skurðlæknirinn sem hét Sigurður (ég fékk aldrei að vita gælunafnið hans) kom og sagði að þetta hefði ekki verið það sem við héldum að þetta væri og hann hefði sent sýni til ræktunnar, ég bíð spennt að vita hvað var að mér. Mamma keyrði mig svo heim þar sem ég las Harry Potter og tók verkjalyf. Gulu og grænu pillurnar voru bestar. Í gærmorgun höfðu áhrif verkjalyfjanna fjarað út, ó the pain, oh the pain of it all. En eftir aðra undrapillu þá var allt í fína.
Í dag er ég nógu hress til að læra, veit ekki hvort mér finnst það gott eður ei.
Dagurinn í dag er óneitanlega mun betri en síðustu 2 dagar hafa verið. Á fimmtudaginn fór ég í litla skurðaðgerð hjá ofurlækni. Mér hafði verið sagt að það ætti ekki að svæfa mig þannig að ég var ekkert alltof hress þegar ég mætti á svæðið og var tilkynnt að svæfð ég skildi vera. Þegar svæfingarlæknirinn (Valdi kaldi) sagði að ég gæti fundið til ef ég væri ekki svæfð þá leyst mér skyndilega miklu betur á svæfinguna. Síðan man ég ekki meira fyrr en ég vaknaði með eitthvað drasl uppí mér. Þá kom Valdi kaldi og lét mig drekka djús og náði í mömmu mína. Skurðlæknirinn sem hét Sigurður (ég fékk aldrei að vita gælunafnið hans) kom og sagði að þetta hefði ekki verið það sem við héldum að þetta væri og hann hefði sent sýni til ræktunnar, ég bíð spennt að vita hvað var að mér. Mamma keyrði mig svo heim þar sem ég las Harry Potter og tók verkjalyf. Gulu og grænu pillurnar voru bestar. Í gærmorgun höfðu áhrif verkjalyfjanna fjarað út, ó the pain, oh the pain of it all. En eftir aðra undrapillu þá var allt í fína.
Í dag er ég nógu hress til að læra, veit ekki hvort mér finnst það gott eður ei.
föstudagur, október 31, 2003
Andra-skilningurinn
Mig dreymdi í nótt að Andri Egils væri pabbi Andra Ólafs og allir vissu þetta nema ég. Duh, það er þess vegna sem öllum finnst svona skrítið hvað það er lítill aldursmundur á þeim! og Þeir hanga einum og mikið saman miðað við að vera feðgar. Sögðu allir við mig. Síðan eltist Andri Egils svolítið og varð svona 29 og Andri Ólafs varð 15. Ég var farin að hugsa hvað ég væri vitlaus að hafa ekki fattað þetta fyrr, þetta var svo augljóst. Síðan fór ég að hugsa að ef annar væri pabbi hins þá yrði sá sem væri sonurinn að heita Andri Andra...
Mig dreymdi í nótt að Andri Egils væri pabbi Andra Ólafs og allir vissu þetta nema ég. Duh, það er þess vegna sem öllum finnst svona skrítið hvað það er lítill aldursmundur á þeim! og Þeir hanga einum og mikið saman miðað við að vera feðgar. Sögðu allir við mig. Síðan eltist Andri Egils svolítið og varð svona 29 og Andri Ólafs varð 15. Ég var farin að hugsa hvað ég væri vitlaus að hafa ekki fattað þetta fyrr, þetta var svo augljóst. Síðan fór ég að hugsa að ef annar væri pabbi hins þá yrði sá sem væri sonurinn að heita Andri Andra...
miðvikudagur, október 29, 2003
Stærðfræðipróf í dag, ekki gott.
Tölvunarfræðiverkefni, ekki gott.
Eðlisfræði, ávallt vond.
Módelteikning í dag, góð.
Rakst á Karól og stelpuna sem ég man ekki hvað heitir á leiðinni í teiknitímann. Þær sögðu að þær hefðu séð módelið, þæ voru alveg tíhí, ýkt spenntar. Og já það var sætur mexikani, en hann var með bumbu, það skemmdi soldið fyrir.
Tölvunarfræðiverkefni, ekki gott.
Eðlisfræði, ávallt vond.
Módelteikning í dag, góð.
Rakst á Karól og stelpuna sem ég man ekki hvað heitir á leiðinni í teiknitímann. Þær sögðu að þær hefðu séð módelið, þæ voru alveg tíhí, ýkt spenntar. Og já það var sætur mexikani, en hann var með bumbu, það skemmdi soldið fyrir.
þriðjudagur, október 28, 2003
Gerði tilraun til að gera eðlisfræðivinnubók með helv stráknum sem ég var pínd til að vinna með.
Spurning dagsins: Ég á mjög erfitt með að vinna með þessum strák af því að:
a) Hann er auli
b) Ég er frek og leiðinleg og verð að stjórna
c) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem virðist vera hræddur við mann
d) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem svarar öllum spurningum manns með "ég veit það ekki" eða " jú ætli það ekki"
e) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem þorir ekki að koma með hugmynd af ótta að ég bíti af honum hausinn
f) All of the above
Eðlisfræðivinnubókin sligast áfram og hvorugt okkar verður gáfaðra af því að vinna hana með þessum hætti. Ég brá á það lúalega ráð að láta hann gera seinni hlutann og segjast ætla að gera fyrri hlutann sjálf, þar með losnaði ég við að eyða meiri tíma í að toga setningar upp úr honum. Síðan var ég inni á bókasafni í dag að læra stærðfræði, þá kom hann og stóð heillengi tvístígandi 1 meter frá borðinu mínu og beið eftir að ég tæki eftir honum. Hann gat ekki gefið til kynna að hann vildi tala við mig. Ég þoli ekki svon.
Svör a), c), d), e) og f) eru rétt, b) er að sjálfsögðu bara bull og vitleysa!
Spurning dagsins: Ég á mjög erfitt með að vinna með þessum strák af því að:
a) Hann er auli
b) Ég er frek og leiðinleg og verð að stjórna
c) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem virðist vera hræddur við mann
d) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem svarar öllum spurningum manns með "ég veit það ekki" eða " jú ætli það ekki"
e) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem þorir ekki að koma með hugmynd af ótta að ég bíti af honum hausinn
f) All of the above
Eðlisfræðivinnubókin sligast áfram og hvorugt okkar verður gáfaðra af því að vinna hana með þessum hætti. Ég brá á það lúalega ráð að láta hann gera seinni hlutann og segjast ætla að gera fyrri hlutann sjálf, þar með losnaði ég við að eyða meiri tíma í að toga setningar upp úr honum. Síðan var ég inni á bókasafni í dag að læra stærðfræði, þá kom hann og stóð heillengi tvístígandi 1 meter frá borðinu mínu og beið eftir að ég tæki eftir honum. Hann gat ekki gefið til kynna að hann vildi tala við mig. Ég þoli ekki svon.
Svör a), c), d), e) og f) eru rétt, b) er að sjálfsögðu bara bull og vitleysa!
mánudagur, október 27, 2003
sunnudagur, október 26, 2003
Ég horfði á Fylkið eða the Matrix í gærköldi, í dag horfði ég síðan á fleiri fylki og reiknaði fullt af drasli með þeim. Fylki er semsagt frekar leiðinlegt stærðfræðilegt fyrirbæri, svona fullt af röðum af tölum. Þegar maður horfir á Matrix þá eru endalausar runur af táknum á tölvuskjáunum hjá þeim sem jú líkjast fylkjum, en að RÚV skuli hafa þýtt nafnið the Matrix sem Fylkið þykir mér skondið. Sérstaklega þegar alltaf þegar einhver segir matrix í myndinni þá segja subtitlarnir draumaheimur eða eitthvað svoleiðis. Þetta var hneyksl helgarinnar.
fimmtudagur, október 23, 2003
Elín, ég fann partý-quote-blað frá því í gamla daga! Það er gult og krumpað og er límt inn í quotebókina mína. Blaðið er dagsett 21. apríl '01 og þar stendur:
e-r: Ingi er konungur nördanna einsog
Svanhvít: einsog Skari er konungur híenanna (samkvæmt mínu minni var hlegið hér)
(bollan er of sterk:)
Elín: ég er ekki að fá mér meira af því að þetta er gott heldur að skera er vívíví... you can quote me on that.
Kristín Vala: Þú skilur mig bara eftir skíthællinn þinn. (við Braga)
~HLÁTUR~
(með Kristínar Völu dúllu-vælu-rödd)
Og búið... en ekki alveg búið, þar sem ég fann tilvitnanabókina mína þá ætla ég að láta nokkra gullmolafrá Kristínu Völu fylgja með:
Kristín Vala (á þessum tíma var allt sem Kristín Vala sagði talið bráðfyndið og mikið af því skrifað niður)
24.03.01
Við Braga
"Ég byrjaði með þér af því að þú ert svo sætur... og svo mikill perri!"
"My booty´s exclusive!"
"Don´t touch my man, he´s exclusive!"
09.04.01
Við Braga
"Slap my booty baby!"
"They´re gonna be doin' some love bitchin´!"
While I´m at it, einn Einar Óskars kvótur:
19. nóv ´01
"Að kaupa landa af einhverjum manni útí bæ er alveg eins mikil áhætta og að stökkva inn í ljónabúr, maður veit aldrei hvaða ljón ræðst á mann."
Mér fannst þetta mjög heimskulega sagt á sínum tíma. En þá er minningarnar búnar í bili.
e-r: Ingi er konungur nördanna einsog
Svanhvít: einsog Skari er konungur híenanna (samkvæmt mínu minni var hlegið hér)
(bollan er of sterk:)
Elín: ég er ekki að fá mér meira af því að þetta er gott heldur að skera er vívíví... you can quote me on that.
Kristín Vala: Þú skilur mig bara eftir skíthællinn þinn. (við Braga)
~HLÁTUR~
(með Kristínar Völu dúllu-vælu-rödd)
Og búið... en ekki alveg búið, þar sem ég fann tilvitnanabókina mína þá ætla ég að láta nokkra gullmolafrá Kristínu Völu fylgja með:
Kristín Vala (á þessum tíma var allt sem Kristín Vala sagði talið bráðfyndið og mikið af því skrifað niður)
24.03.01
Við Braga
"Ég byrjaði með þér af því að þú ert svo sætur... og svo mikill perri!"
"My booty´s exclusive!"
"Don´t touch my man, he´s exclusive!"
09.04.01
Við Braga
"Slap my booty baby!"
"They´re gonna be doin' some love bitchin´!"
While I´m at it, einn Einar Óskars kvótur:
19. nóv ´01
"Að kaupa landa af einhverjum manni útí bæ er alveg eins mikil áhætta og að stökkva inn í ljónabúr, maður veit aldrei hvaða ljón ræðst á mann."
Mér fannst þetta mjög heimskulega sagt á sínum tíma. En þá er minningarnar búnar í bili.
Gáta: Hvað þarf marga verkfræðinga til að byrja slide show? (svar neðst)
Ég fór í alvöru á netið bara til að prenta út glósur, ég ætlaði ekki að fara hanga á netinu, nei því ég vaknaði snemma sérstaklega til að fara að læra. Ókey ég er ekki búin að prenta glósurnar, ég fór fyrst á skemmtilegu síðurnar.
Ég er á námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og ég fór í tíma í gær. Módel gærdagsins var karlmaður. Mér finnst miklu skemmtilegar að teikna karl heldur en konu, hann lítur allt öðru vísi út en kona (í alvöru Þura!) og maður sér miklu fleiri vöðva sem er svo gaman. Hverjum hefði dottið það í hug að ég gæti staðið og horft á nakinn karlmann í þrjá tíma og hugsað bara um hvað upphandleggurinn væri langur miðað við lærið og hver hallinn á viðbeininu væri. Það var eins og það skipti engu máli að hann væri nakinn, við hefðum alveg eins getað verið að teikna kaffikönnu, sem mér finnst mjög furðlegt en gott.
Svar: Tvo (sá það með eigin augum í gær)
Ég fór í alvöru á netið bara til að prenta út glósur, ég ætlaði ekki að fara hanga á netinu, nei því ég vaknaði snemma sérstaklega til að fara að læra. Ókey ég er ekki búin að prenta glósurnar, ég fór fyrst á skemmtilegu síðurnar.
Ég er á námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og ég fór í tíma í gær. Módel gærdagsins var karlmaður. Mér finnst miklu skemmtilegar að teikna karl heldur en konu, hann lítur allt öðru vísi út en kona (í alvöru Þura!) og maður sér miklu fleiri vöðva sem er svo gaman. Hverjum hefði dottið það í hug að ég gæti staðið og horft á nakinn karlmann í þrjá tíma og hugsað bara um hvað upphandleggurinn væri langur miðað við lærið og hver hallinn á viðbeininu væri. Það var eins og það skipti engu máli að hann væri nakinn, við hefðum alveg eins getað verið að teikna kaffikönnu, sem mér finnst mjög furðlegt en gott.
Svar: Tvo (sá það með eigin augum í gær)
þriðjudagur, október 21, 2003
Sat í matsölunni í Háskólabíói að kópera heimadæmi (shame on me), fullt af fólki að læra og borða allt í kring. Kom ekki "matsölukonan" með svona líka tilkynningu. Hún sagði að þeir sem væru BARA að læra væru vinsamlegast beðnir um að fara eitthvert annað til að þeir sem væru að borða (paying customers) fengju sæti. Ég var ekki sátt, ég viðurkenni að það að borða er ein af grunnþörfum mannsins og kemur þar af leiðandi á undan að mennta sig í forgangsröðinni. En þetta er háskóli, svokölluð menntastofnun. Hvar eigum við þá að vera þegar við erum að gera dæmi saman (eða kópera)? Aðstaðan í VR-II er ömurleg, það eru bara 4 borð til að læra við úti á gangi í byggingunni (núna eru þau reyndar í almennilegri hæð). Ég tók próf í Odda um daginn og mér fannst aðstaðan þar æðisleg miðað við það sem við þurfum að búa við. Skandall fyrir Háskóla Ísland og þar með landið allt.
mánudagur, október 20, 2003
Í dag þurfti ég að ljósrita. Ég mundi eftir því að ég átti ennþá gamalt ljósritunarkort úr MH þannig að ég ákvað að skella mér í heimsókn í gamla skólann minn. Á leiðinni komst ég í svaka nostalgíufíling, ég var farin að rifja upp gömlu góðu MH-stemninguna, hvernig það var að hanga í Norðurkjallara, láta busa troðast fyrir framan sig í troðningnum hjá matsölunni (eða eins og ég fílaði betur að troðast fyrir framan busa), dissa Einar Óskars í tímum og bara lifa og hrærast í MH. Ó the memories... Þegar ég kom að emmhá þá fékk ég vægt sjokk, það var slökkt, það var lokað og læst, það var allt dautt. Mér datt í hug að skólinn hefði dáið í fjarveru minni, að hann bara þrifist ekki án mín. Síðan komust jarðbundnari hugsanir að og ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri haustfrí sem og er. Skúffuð, ekki búin að ljósrita, örlítið tilbúnari til að takast á við vonbrigði í lífinu sneri ég heim á leið. Heimsókn á "æskuslóðir" verður að bíða betri dags.
Ég ætlaði að setja link á Einar Óskars en hann er ekki með heimasíðu, í staðin fann ég síðu Gunnars tölvukennara, ég komst að því að hann er auli.
Ég ætlaði að setja link á Einar Óskars en hann er ekki með heimasíðu, í staðin fann ég síðu Gunnars tölvukennara, ég komst að því að hann er auli.
sunnudagur, október 19, 2003
Stóra-Læruhelgin er þessi helgi kölluð og er það nafn með rentu, síðustu sirka sex helgar hafa líka verið kallaðar Stóra-Læruhelgin, Læruhelgin mikla eða eitthvað þvíumlíkt, en því miður hafa þær aldrei staðið undir nafni. Þessa helgi hef ég lært mikið og lært stórt og og er býsna ánægð með sjálfa mig. Það er ekki allt búið ennþá, því ég hef ekki lokið neinu af þeim 4 verkefnum sem ég á að skila á næstu 2 dögum. Allt sniglast þetta áfram.
Fór í bíó um daginn með Svövu Dóru á mynd sem heitir Underworld, Svövu langaði að sjá hana og ég sagði bara ókey. Ég var mjög hissa þegar ég fattaði að myndin fjallaði um stríð á milli vampýra og varúlfa (af því að Svava Dóra hafði valið myndina) og svo var hún býsna ógeðsleg á köflum (myndin sko). In conclusion kom myndin virkilega á óvart að því leiti að það var plott, bjóst ekki við plotti þegar ég byrjaði að horfa.
Kynning á Línulegri algebru fyrir áhugasama
Línuleg algebra er fag sem allir fyrsta árs verkfræðinemar eru skikkaðir til að taka. Maður kaupir fína bók og byrjar að lesa. Fyrst virkar bókin eins og venjuleg stærðfræðibók en að nokkrum vikum liðnum fara allar reglurnar að líta út einhvern veginn svona:
If some fluffs are puffs and one subfluff is truff then all fluffs are muffs.
Nema í staðin fyrir skrítnu orði koma orð eins og "vector space" sem líta út fyrir að vera fræðileg. Þetta er ekki svo einfalt að muna og nota, en er svo gaman eins og Stubbarnir.
Fór í bíó um daginn með Svövu Dóru á mynd sem heitir Underworld, Svövu langaði að sjá hana og ég sagði bara ókey. Ég var mjög hissa þegar ég fattaði að myndin fjallaði um stríð á milli vampýra og varúlfa (af því að Svava Dóra hafði valið myndina) og svo var hún býsna ógeðsleg á köflum (myndin sko). In conclusion kom myndin virkilega á óvart að því leiti að það var plott, bjóst ekki við plotti þegar ég byrjaði að horfa.
Kynning á Línulegri algebru fyrir áhugasama
Línuleg algebra er fag sem allir fyrsta árs verkfræðinemar eru skikkaðir til að taka. Maður kaupir fína bók og byrjar að lesa. Fyrst virkar bókin eins og venjuleg stærðfræðibók en að nokkrum vikum liðnum fara allar reglurnar að líta út einhvern veginn svona:
If some fluffs are puffs and one subfluff is truff then all fluffs are muffs.
Nema í staðin fyrir skrítnu orði koma orð eins og "vector space" sem líta út fyrir að vera fræðileg. Þetta er ekki svo einfalt að muna og nota, en er svo gaman eins og Stubbarnir.
laugardagur, október 18, 2003
Ég hitti gaur í dag uppí skóla sem mér var skipað (bókstaflega) að gera eðlisfræðiskýrslu með. Svona gekk það fyrir sig:
Ég: Ertu eitthvað búinn að líta á þetta?
Hann: Ha, nei eiginlega ekki. [sem þýðir: Nei ég er ekkert búin að pæla í hvernig við eigum að gera þetta, ég er einu sinni ekki búinn að kíkja á niðurstöðurnar.]
Ég: Ó...ókey. [Ég brosti pent, en mig langaði að öskra á hann.]
Ég: Sko... [Og ég útskýrði fyrir honum hvað ég hafði eitt 4 KLUKKUSTUNDUM á laugardagsmorgni í að gera.]
Maður á ekki að dæma fólk svona hart, hann hefur örugglega haft sínar ástæður fyrir að vera algjörlega óundirbúinn, ég meina kannski er hann með gerfifót, hver veit. Eða gerfiauga.
Ég tók mitt fyrsta próf í HÍ í gær, það var miðannarpróf í tölvunarfræði. Maður átti að skrifa í þessa líka fínu prófbók sem var með merki háskólans, þetta var upplifun. Ég er að reyna að líta á björtu hliðarnar því að mér gekk ömurlega.
Stóra læruhelgin mín er alveg að meikaða, ég vaknaði snemma í morgun og fór að læra. Ég er eins og gefur að skilja ákaflega stolt. Ég pankieraði algjörlega um daginn, ég sá próftöfluna (verk raun) mína, hún er svakaleg. Síðan uppgötvaði ég að það eru aðeins tæpar 8 vikur í að próf hefjist. Það er alltof stuttur tími, ég skelf og nötra við tilhugsunina.
Ég: Ertu eitthvað búinn að líta á þetta?
Hann: Ha, nei eiginlega ekki. [sem þýðir: Nei ég er ekkert búin að pæla í hvernig við eigum að gera þetta, ég er einu sinni ekki búinn að kíkja á niðurstöðurnar.]
Ég: Ó...ókey. [Ég brosti pent, en mig langaði að öskra á hann.]
Ég: Sko... [Og ég útskýrði fyrir honum hvað ég hafði eitt 4 KLUKKUSTUNDUM á laugardagsmorgni í að gera.]
Maður á ekki að dæma fólk svona hart, hann hefur örugglega haft sínar ástæður fyrir að vera algjörlega óundirbúinn, ég meina kannski er hann með gerfifót, hver veit. Eða gerfiauga.
Ég tók mitt fyrsta próf í HÍ í gær, það var miðannarpróf í tölvunarfræði. Maður átti að skrifa í þessa líka fínu prófbók sem var með merki háskólans, þetta var upplifun. Ég er að reyna að líta á björtu hliðarnar því að mér gekk ömurlega.
Stóra læruhelgin mín er alveg að meikaða, ég vaknaði snemma í morgun og fór að læra. Ég er eins og gefur að skilja ákaflega stolt. Ég pankieraði algjörlega um daginn, ég sá próftöfluna (verk raun) mína, hún er svakaleg. Síðan uppgötvaði ég að það eru aðeins tæpar 8 vikur í að próf hefjist. Það er alltof stuttur tími, ég skelf og nötra við tilhugsunina.
sunnudagur, október 12, 2003
Að tilefni nýstofnaðs bloggs Svanhvítar hef ég ákveðið að óska henni til hamingju með því að gera eina stafsetningarvillu í hverju skrifuðu orði í dag sunnudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast blogglausrar Svanhvítar er bent á söfnunarbauka Hjálpræðishersins:
Annad blögg sen égg vat ad uppgöta nílega e blöggsið henar Ögu. Ék havði einnmitt heirt aþ ðað vari skemtilegt sém ða óg ér. É gest up þeta e altof erfit, ad gerra stafsetnigavillu i hveru órði.
Aulabarn...
Annad blögg sen égg vat ad uppgöta nílega e blöggsið henar Ögu. Ék havði einnmitt heirt aþ ðað vari skemtilegt sém ða óg ér. É gest up þeta e altof erfit, ad gerra stafsetnigavillu i hveru órði.
Aulabarn...
laugardagur, október 11, 2003
Ég tók strætó í skólann í gær, í fyrsta sinn á ævinni. Einkabílstjórinn minn var staðinn að því að hnuppla víni (Rosalin Chateau ´68) úr vínkjallaranum og faðir minn rak hann á staðnum með skömm. Þegar hún frétti af brottrekstri elskhuga síns fékk portúgalska eldabuskan lost og pabbi þurfti að ná í einkalækninn sinn og hafði þess vegna engann tíma til að gera ráðstafarnir um ferð mína í skólann... Það var glampandi sólskin og alveg dásamlegt veður þegar ég steig upp í strætó og mér fannst strætóferðin bara mjög indæl, ég spjallaði við skrítinn kall og horfði út um gluggann. Reyndar er langt síðan það hefur verið svona gaman að fara í skólann, ég ætla við tækifæri að prófa þennan ferðmáta aftur.
Í gær var heilsan loksins orðin nógu góð til að ég treysti mér í skólann, ég eyddi dögunum 4 þar á undan í að liggja í asnalegri stellingu, vælandi. Mæli ekki með því. Héðinn er í bænum, einmitt þegar ég er veik, hann kvartar ekki, hann nær bara í vatnsglas fyrir mig.
Í gær var heilsan loksins orðin nógu góð til að ég treysti mér í skólann, ég eyddi dögunum 4 þar á undan í að liggja í asnalegri stellingu, vælandi. Mæli ekki með því. Héðinn er í bænum, einmitt þegar ég er veik, hann kvartar ekki, hann nær bara í vatnsglas fyrir mig.
mánudagur, október 06, 2003
Mér líður ekki mjög vel í dag, var að komast að því að það var ekki svp sniðugt að hafa sleppt tölvufyrirlestrinum í morgun. Síðast þegar ég mætti í svoleiðis svaf ég vært í eina klukkustund og heyrði þar af leiðandi ekki orð af því sem fór fram, núna var ég hinsvegar að fá verkefni sem mér finnst ekkert einfalt. Æ æ ó ó, hnúturinn í maganum varð stærri við þessar fréttir.
Annars er líka skemmtilegt búið að gerast, ég fór í partý til Svenna á laugardaginn. Það var gaman meðan á stóð. Það var ekki svo gaman morguninn eftir þegar ég vaknaði, reyndar var svo leiðinlegt að ég sneri mér á hina hliðina og fór aftur að sofa og svaf til 4, sem aftur leiddi til þess að eðlisfræðiskýrslan mín varð ekki svo glæsileg. Ég tók þá ákvörðun þegar skólinn byrjaði að innbyrða áfengi minnst einu sinni í viku, á laugardaginn kláraði ég skammtinn fyrir næstu 2-3 vikurnar. Ég endaði í síðasta sæti í Soul Calibur drykkjukeppninni eftir að Elín blússaði glæsilega fram úr öllum (nema Jenna) og lenti í 2. sæti. Síðasta sætið var samt fínt, svona eftirá að hyggja þá langar mig ekki að vita í hvernig ástandi hefði verið hefði ég unnið oftar. Kvöldið endaði á því að Atli og Steini löbbuðu upp laugarveginn með mér (þeir eru svo mikil krútt) og við sungum saman Yellow Submarine, er hægt að biðja um betri endi svona yfirleitt?
Núna er kominn tími til að calculeita. Góðar stundir
Annars er líka skemmtilegt búið að gerast, ég fór í partý til Svenna á laugardaginn. Það var gaman meðan á stóð. Það var ekki svo gaman morguninn eftir þegar ég vaknaði, reyndar var svo leiðinlegt að ég sneri mér á hina hliðina og fór aftur að sofa og svaf til 4, sem aftur leiddi til þess að eðlisfræðiskýrslan mín varð ekki svo glæsileg. Ég tók þá ákvörðun þegar skólinn byrjaði að innbyrða áfengi minnst einu sinni í viku, á laugardaginn kláraði ég skammtinn fyrir næstu 2-3 vikurnar. Ég endaði í síðasta sæti í Soul Calibur drykkjukeppninni eftir að Elín blússaði glæsilega fram úr öllum (nema Jenna) og lenti í 2. sæti. Síðasta sætið var samt fínt, svona eftirá að hyggja þá langar mig ekki að vita í hvernig ástandi hefði verið hefði ég unnið oftar. Kvöldið endaði á því að Atli og Steini löbbuðu upp laugarveginn með mér (þeir eru svo mikil krútt) og við sungum saman Yellow Submarine, er hægt að biðja um betri endi svona yfirleitt?
Núna er kominn tími til að calculeita. Góðar stundir
fimmtudagur, október 02, 2003
Núna um helgina hafði ég hugsað mér að kíkja til Hveragerðis og dansa nokkur spor í góðum félagsskap, en þá þarf Svenni að halda partý (ef að Soul Calibur og áfengi telst partý) og mig langar líka þangað. Hvað á ég að gera, ég er búin að plana að fara í þennan dans alveg frá því í júní og núna þá bara veit ég ekki neitt. Drykkja vs. dans, það væri allteins hægt að lemja mig strax í hausinn (af því að mér finnst líklegt að það gerist sama hvorn staðinn ég vel).
miðvikudagur, október 01, 2003
Í dag byrjaði ég í námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Það var ekki alveg það sem ég bjóst við, við vorum strax látin byrja að teikna allsbera konu án þess að fá nokkra leiðsögn, en síðan labbaði kennarinn á milli og gagnrýndi. Í 10 manna hóp þóttu mér ekki miklar líkur á að ég þekkti einhvern en viti menn, Georg Douglas jarðfræðikennari í MH var mættur að teikna beru konuna. Mér brá smá en ekkert miðað við hvað honum brá og varð vandræðalegur. Síðan jafnaði hann sig og við spjölluðum saman í pásunni, ég sagði honum frá hræðilegum eðlisfræðidæmatímum hjá Dr. Vésteini Rúna, hann hló bara og samþykkti allt.
Þessi vika einkennist af miklu miklu miklu stressi, á mánudaginn gat ég ekki stærðfræðigreiningarheimadæmin, í gær gat ég ekki java verkefnið og í dag gat ég ekki eðlisfræðiheimadæmin. Ég vona bara að á morgun geti ég. "Þura, the Little Calculating Machine That Could"
Ég er í yndislegu námskeiði sem heitir Starfssvið verkfræðinga. Þar mætir maður einu sinni í viku og hlustar á verkfræðinga úr hinum ýmsu geirum. Í síðustu viku kom virkjanaverkfræðingur, hann sagði okkur frá því þegar hann fór á deit með amerískri gellu og sagði henni viða hvað hann ynni, gellan sagði bara: "You´re a damn engineer, I thought you were a lawyer." Sem var fyndið þegar hann sagði það. aula... (ég er komin með sama húmor og Dr. Vésteinn a.k.a. Dr. No-Good-Son-Of-A-Teacher, rats)
Í dag í fyrrnefndu námskeiði komu tveir ungir, hvítir, ofur-sjálfsöruggir karlmenn úr viðskiptalífinu. Það var egó yfir hættumörkum í salnum, maður beið bara eftir gellum með bjór og vínber. Þeir höfðu eiginlega ekkert að segja og voru frekar leiðinlegir en annars ágætir.
Ég er aftur byrjuð að mæta í dans... fallin með 4,4
Þessi vika einkennist af miklu miklu miklu stressi, á mánudaginn gat ég ekki stærðfræðigreiningarheimadæmin, í gær gat ég ekki java verkefnið og í dag gat ég ekki eðlisfræðiheimadæmin. Ég vona bara að á morgun geti ég. "Þura, the Little Calculating Machine That Could"
Ég er í yndislegu námskeiði sem heitir Starfssvið verkfræðinga. Þar mætir maður einu sinni í viku og hlustar á verkfræðinga úr hinum ýmsu geirum. Í síðustu viku kom virkjanaverkfræðingur, hann sagði okkur frá því þegar hann fór á deit með amerískri gellu og sagði henni viða hvað hann ynni, gellan sagði bara: "You´re a damn engineer, I thought you were a lawyer." Sem var fyndið þegar hann sagði það. aula... (ég er komin með sama húmor og Dr. Vésteinn a.k.a. Dr. No-Good-Son-Of-A-Teacher, rats)
Í dag í fyrrnefndu námskeiði komu tveir ungir, hvítir, ofur-sjálfsöruggir karlmenn úr viðskiptalífinu. Það var egó yfir hættumörkum í salnum, maður beið bara eftir gellum með bjór og vínber. Þeir höfðu eiginlega ekkert að segja og voru frekar leiðinlegir en annars ágætir.
Ég er aftur byrjuð að mæta í dans... fallin með 4,4
sunnudagur, september 28, 2003
Það var drukkinn bjór í gærkvöldi og þar með markmiði helgarinnar náð. Ekki að þetta hafi verið mjög krefjandi verkefni. Mestu máli skipti að ég drakk bjór og það var gaman.
Ég byrjaði á því að kíkja í afmæli til Önnu sem er í rafmagns-og tölvuverkfræði (R&T), þar drakk ég bjór. Plataði síðan Svenna (R&T) að skutla mér niður í bæ þar sem ég hitti Elínu og Atla. Ég og Elín fórum á efri hæðina á Sirkus sem var tóm fyrir utan nokkra útlendinga og drukkum bjór, fljótlega kom fullt af fólki sem við þekktum (m.a. vinkonur mínar síðan úr 9. bekk Birna og Eva) og meiri bjór var drukkinn. Húrra fyrir bjór.
Bjór bjór bjór, ég er hrædd um að orðaforði minn sé af afar skornum skammti í kvöld. Í upphafi var orðið og orðið var bjór. Eitthvað svoleiðis.
Ég byrjaði á því að kíkja í afmæli til Önnu sem er í rafmagns-og tölvuverkfræði (R&T), þar drakk ég bjór. Plataði síðan Svenna (R&T) að skutla mér niður í bæ þar sem ég hitti Elínu og Atla. Ég og Elín fórum á efri hæðina á Sirkus sem var tóm fyrir utan nokkra útlendinga og drukkum bjór, fljótlega kom fullt af fólki sem við þekktum (m.a. vinkonur mínar síðan úr 9. bekk Birna og Eva) og meiri bjór var drukkinn. Húrra fyrir bjór.
Bjór bjór bjór, ég er hrædd um að orðaforði minn sé af afar skornum skammti í kvöld. Í upphafi var orðið og orðið var bjór. Eitthvað svoleiðis.
föstudagur, september 26, 2003
Ég þarf ekki að senda senda Vésteini Email, ég var svo heppin að rekast á hann fyrir utan Háskólabíó. Eftir stutt orðaskipti bað ég hann vinsamlegast um að mæta undirbúinn í næsta dæmatíma (mjög pent orðað), hann svaraði hvasst: "Ég var búinn að reikna dæmin, glærurnar týndust!!!!" og rauk í burtu. Þannig að ég bíð spennt eftir næsta dæmatíma og ætlast til að hann komist í gegnum hann villulaust. Auk þess þori ég ekkert að senda honum Email, hann er stór ógnvekjandi beljaki, með sterka rödd sem gæti drepið lítið lamb. Ég er semsagt áfram í baslinu.
Föstudagur er erfiðasti dagur vikunnar, ásamt þriðjudegi og fimmtudegi (reyndar koma mánudagur og miðvikudagur fast á eftir). Í dag sat ég og glósaði stanslaust í 5 og 1/2 klukkustund frá 8 til hálf 2, án þess að fá almennilega pásu eða hádegishlé. Það var ekki gaman.
Í dag á Steini afmæli, þegar ég pæli í því þá þekki ég rosa marga sem eiga afmæli þessa dagana. Ég heyrði skemmtilega kenningu um þetta í dag, að þetta væru öll jólabörnin, hljómar ekki svo galið.
Héðinn er búinn að fá vinnu!!!! :) Hann fékk vinnu í einu af eldhúsunum á Kárahnjúkum, það þýðir samt að hann verður hinu megin á landinu næstu 3 mánuðina :(. Hinsvegar fær hann fullt af pening sem hann getur lifað á þegar hann flytur til Reykjavíkur um áramótin og hann fær frítt flug til Reykjavíkur og til baka þegar hann á fríviku sem ég held að sé á 4 vikna fresti. Það gæti verið að ég hitti hann ekki næstu 3 og 1/2 vikuna og ég hef nú þegar ekki hitt hann í 3 vikur. Þetta er samt verra fyrir hann því það er svo brjálað að gera hjá mér að tíminn flýgur eins og honum sé borgað fyrir það en sniglast áfram hjá honum. Þ.a. þegar 3 1/2 vika er liðin í alvörunni þá eru bara 10 dagar liðnir í mínum heimi en 6 vikur í Héðins heimi. Albert Einstein sagði allavega að tími væri afstæður. Humm þá merkir hlýtur það að merkja að ég sé í geimfari sem ferðist á X sinnum ljóshraða og upplifi 2 vikur á meðan það líði 2 ár á Kárahnjúkum og eitthvað. Hve hratt ætli það geimfar fari?
Orðið á götunni segir að bjór skuli drukkinn í kvöld...
Föstudagur er erfiðasti dagur vikunnar, ásamt þriðjudegi og fimmtudegi (reyndar koma mánudagur og miðvikudagur fast á eftir). Í dag sat ég og glósaði stanslaust í 5 og 1/2 klukkustund frá 8 til hálf 2, án þess að fá almennilega pásu eða hádegishlé. Það var ekki gaman.
Í dag á Steini afmæli, þegar ég pæli í því þá þekki ég rosa marga sem eiga afmæli þessa dagana. Ég heyrði skemmtilega kenningu um þetta í dag, að þetta væru öll jólabörnin, hljómar ekki svo galið.
Héðinn er búinn að fá vinnu!!!! :) Hann fékk vinnu í einu af eldhúsunum á Kárahnjúkum, það þýðir samt að hann verður hinu megin á landinu næstu 3 mánuðina :(. Hinsvegar fær hann fullt af pening sem hann getur lifað á þegar hann flytur til Reykjavíkur um áramótin og hann fær frítt flug til Reykjavíkur og til baka þegar hann á fríviku sem ég held að sé á 4 vikna fresti. Það gæti verið að ég hitti hann ekki næstu 3 og 1/2 vikuna og ég hef nú þegar ekki hitt hann í 3 vikur. Þetta er samt verra fyrir hann því það er svo brjálað að gera hjá mér að tíminn flýgur eins og honum sé borgað fyrir það en sniglast áfram hjá honum. Þ.a. þegar 3 1/2 vika er liðin í alvörunni þá eru bara 10 dagar liðnir í mínum heimi en 6 vikur í Héðins heimi. Albert Einstein sagði allavega að tími væri afstæður. Humm þá merkir hlýtur það að merkja að ég sé í geimfari sem ferðist á X sinnum ljóshraða og upplifi 2 vikur á meðan það líði 2 ár á Kárahnjúkum og eitthvað. Hve hratt ætli það geimfar fari?
Orðið á götunni segir að bjór skuli drukkinn í kvöld...
þriðjudagur, september 23, 2003
Ég held ég sé heppnasta stúlka í heimi... Héðinn hringdi í mig síðla kvölds á sunnidaginn og tilkynnti að hann hefði eytt 9 klukkustundum af deginum á Magic-móti á Egilstöðum og unnið! Hann núna viðurkenndur bestur af öllum nördum á Austurlandi í mesta nördaspili í heimi, Magic. Sagan er ekki öll, að mótinu loknu (þ.e.a.s. þegar Héðinn hafði verið krýndur mesti nördinn) þá spilaði mótshaldarinn (sem kom frá Reykjavík) eitt spil við alla keppendurna og rústaði öllum nema...ó já, nema kærastanum mínum. Ég er svo stollt.
-------------------------------------------------------------------
Opið bréf til Dr. Vésteins Rúna Eiríkssonar:
Kæri Vésteinn,
Ég heiti Þuríður Helgadóttir og er nemandi í Véla-og iðnaðarverkfræði við HÍ. Síðasta vetur var ég hinsvegar Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem þú kenndir mér EÐL 303 og 403. Í vor tók ég prófið í 403 og gekk miður vel á því, reyndar hringdi ég grátandi í þig eftir prófið og grátbað þig um að fella mig til að ég gæti tekið prófið aftur því ég vildi ekki fá einkunnina 4 á stúdentdprófsskýrteinið mitt. Eins og þú manst kannski þá sagðiru mér að örvænta ekki, því menntaskólaeinkunnir skiptu litlu þegar maður væri kominn í æðra nám (háskólanám). Þú sagðir mér líka að herða upp hugann og gera betur næst.
Gettu hvað, núna er næst, ég er í háskóla og ég er að streða við að gera betur. Allt gengur ágætlega, so far fyrir utan eitt, dæmakennarinn minn í eðlisfræði mætir óundirbúinn, reiknar dæmi vitlaust og birtir nánast öll svör "með fyrirvara", sem er alveg hræðilegt.
Þessi dæmakennari ert þú! Hvernig á nemandi sem á í erfiðleikum með eðlisfræði að þola þessi vinnubrögð?
Þú gafst mér von og núna ertu að taka hana frá mér aftur.
Kv. ÞH
------------------------
Of dramatískt? Hvað finnst þér Elín, sendu mér línu ef þú lest þetta?
-------------------------------------------------------------------
Opið bréf til Dr. Vésteins Rúna Eiríkssonar:
Kæri Vésteinn,
Ég heiti Þuríður Helgadóttir og er nemandi í Véla-og iðnaðarverkfræði við HÍ. Síðasta vetur var ég hinsvegar Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem þú kenndir mér EÐL 303 og 403. Í vor tók ég prófið í 403 og gekk miður vel á því, reyndar hringdi ég grátandi í þig eftir prófið og grátbað þig um að fella mig til að ég gæti tekið prófið aftur því ég vildi ekki fá einkunnina 4 á stúdentdprófsskýrteinið mitt. Eins og þú manst kannski þá sagðiru mér að örvænta ekki, því menntaskólaeinkunnir skiptu litlu þegar maður væri kominn í æðra nám (háskólanám). Þú sagðir mér líka að herða upp hugann og gera betur næst.
Gettu hvað, núna er næst, ég er í háskóla og ég er að streða við að gera betur. Allt gengur ágætlega, so far fyrir utan eitt, dæmakennarinn minn í eðlisfræði mætir óundirbúinn, reiknar dæmi vitlaust og birtir nánast öll svör "með fyrirvara", sem er alveg hræðilegt.
Þessi dæmakennari ert þú! Hvernig á nemandi sem á í erfiðleikum með eðlisfræði að þola þessi vinnubrögð?
Þú gafst mér von og núna ertu að taka hana frá mér aftur.
Kv. ÞH
------------------------
Of dramatískt? Hvað finnst þér Elín, sendu mér línu ef þú lest þetta?
sunnudagur, september 21, 2003
Úff, sunnudagskvöld. Ég var að enda við að klára eðlisfræðiskýrslu, eða frekar svona vinnubók. Ég byrjaði klukkan 11 í morgun og núna 9 klukkutímum síðar er ég búin, ég er þreytt, eðlisfræði er erfið. Núna væri æðislegt að leggjast upp í sófa og horfa á heimskulega gamanþætti á SkjáEinum, en ég þarf að læra meira :(
Upphaflega planið fyrir helgina var að taka því rólega, læra báða dagana og vera voða dugleg. Það fór aldeilis ekki eftir, partý á Vesturgötunni á föstudagskvöldið. Mér fannst rosalega gaman, það er endalaust langt síðan ég hef farið í partý hjá þeim skötuhjúum, eða langt síðan þau hafa haldið partý I forget. Ég átti ennþá ógeðslega píkubjóra síðan um verslunarmannahelgina, ég píndi Svanhvíti til að drekka þá með mér. Við blönduðum vodka út í og þá skánaði bragðið til muna sem segir kannski eitthvað um hvað "Pico Strawberry" er ekki góður á bragðið.
Þegar maður er í verkfræði þá er nauðsynlegt að drekka mikið um helgar, reglan er sko þannig að maður á að læra mikið virka daga og drekka sig pissfullan um helgar. Sem reyndar er algjör nauðsyn til að halda geðheilsu í geðveikinni.
Á laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Dagnýjar sem er einmitt í háskólanum. Dagný er frá Vestmannaeyjum þar sem allar stelpurnar eru svo miklar gellur ég lít út eins og útgangsmaður við hliðina á þeim. Partýið samanstóð af úbergellum frá Eyjum, þær voru hver ein og einasta í stuttu pilsi, heví gellubol og mikið málaðar, ég þorði ekki að spurja hvort þær færu á stofu til að láta mála sig eða gerðu þetta sjálfar. Síðan voru nokkrir svona gæjar í stíl við gellurnar og verkfræðinemarnir komu síðan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Annars var bara ofsa fínt, var reyndar á bíl, en gaman.
Núna er það að duga eða drepast, línuleg algebra eða SkjárEinn, banani eða snickers. Ég þarf að skila Guðbjörtu heimadæmum á morgun, má ekki beila á því. Prumpu-Lína
Upphaflega planið fyrir helgina var að taka því rólega, læra báða dagana og vera voða dugleg. Það fór aldeilis ekki eftir, partý á Vesturgötunni á föstudagskvöldið. Mér fannst rosalega gaman, það er endalaust langt síðan ég hef farið í partý hjá þeim skötuhjúum, eða langt síðan þau hafa haldið partý I forget. Ég átti ennþá ógeðslega píkubjóra síðan um verslunarmannahelgina, ég píndi Svanhvíti til að drekka þá með mér. Við blönduðum vodka út í og þá skánaði bragðið til muna sem segir kannski eitthvað um hvað "Pico Strawberry" er ekki góður á bragðið.
Þegar maður er í verkfræði þá er nauðsynlegt að drekka mikið um helgar, reglan er sko þannig að maður á að læra mikið virka daga og drekka sig pissfullan um helgar. Sem reyndar er algjör nauðsyn til að halda geðheilsu í geðveikinni.
Á laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Dagnýjar sem er einmitt í háskólanum. Dagný er frá Vestmannaeyjum þar sem allar stelpurnar eru svo miklar gellur ég lít út eins og útgangsmaður við hliðina á þeim. Partýið samanstóð af úbergellum frá Eyjum, þær voru hver ein og einasta í stuttu pilsi, heví gellubol og mikið málaðar, ég þorði ekki að spurja hvort þær færu á stofu til að láta mála sig eða gerðu þetta sjálfar. Síðan voru nokkrir svona gæjar í stíl við gellurnar og verkfræðinemarnir komu síðan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Annars var bara ofsa fínt, var reyndar á bíl, en gaman.
Núna er það að duga eða drepast, línuleg algebra eða SkjárEinn, banani eða snickers. Ég þarf að skila Guðbjörtu heimadæmum á morgun, má ekki beila á því. Prumpu-Lína
laugardagur, september 13, 2003
Háskólalíf hljómar voða vel, hljómar eins og titill á væmnum/fyndnum/amerískum sjónvarpsþætti sem RÚV sýnir 24 þátta seríur af á þriðjudagskvöldum, þar sem stúdentar ganga um með eina stílabók í bakpokanum sínum, eyða deginum í að höstla á bókasafninu og borða fínt pasta í hádeginu.
Þetta er tálsýn, ég ber 10 kíló á bakinu á degi hverjum, borða þurrt brauð því að skammturinn af pasta kostar 450 krónur og er ekki inná fjárhagsáætlun, og á bókhlöðunni sést einu sinni ekki hvort strákar séu sætir eða ekki því þeir eru alltaf með nefið ofan í bókum. Auk þess er kalt á Íslandi að það er ekki hægt fyrir kuldaskræfur eins og mig að mæta bara á peysunni í skólann.
Svo eru það heimadæmin, sem:
(a) skila skal 4 sinnum í viku
(b) vera skulu erfiðari en svo að maður geti meira en 50% af þeim
(c) koma dag og nótt á netið, þannig að um leið og maður er búinn að skila eðlisfæðidæmunum í þessari viku eru eðlisfæðidæmin fyrir næstu viku komin á netið.
Fyrir utan skiladæmin eru ógrynni "venjulegra dæma", hundruðir blaðsíðna af lesefni sem þarf að vinna. Ég held að núna þegar 2 og 1/2 vika er liðin af skólanum sé búið að fara yfir meira efni en á 6 vikum í MH.
Niðurstaða:
Ég er að drukkna.
Velkomin í Háskóla Íslands!
Þetta er tálsýn, ég ber 10 kíló á bakinu á degi hverjum, borða þurrt brauð því að skammturinn af pasta kostar 450 krónur og er ekki inná fjárhagsáætlun, og á bókhlöðunni sést einu sinni ekki hvort strákar séu sætir eða ekki því þeir eru alltaf með nefið ofan í bókum. Auk þess er kalt á Íslandi að það er ekki hægt fyrir kuldaskræfur eins og mig að mæta bara á peysunni í skólann.
Svo eru það heimadæmin, sem:
(a) skila skal 4 sinnum í viku
(b) vera skulu erfiðari en svo að maður geti meira en 50% af þeim
(c) koma dag og nótt á netið, þannig að um leið og maður er búinn að skila eðlisfæðidæmunum í þessari viku eru eðlisfæðidæmin fyrir næstu viku komin á netið.
Fyrir utan skiladæmin eru ógrynni "venjulegra dæma", hundruðir blaðsíðna af lesefni sem þarf að vinna. Ég held að núna þegar 2 og 1/2 vika er liðin af skólanum sé búið að fara yfir meira efni en á 6 vikum í MH.
Niðurstaða:
Ég er að drukkna.
Velkomin í Háskóla Íslands!
föstudagur, ágúst 22, 2003
You are Michael. Cool, calm, and collected, you
enjoy high-brow living and explaining things to
people. They should watch out. You don't
raise your voice much, but when you do, it's
important enough to influence everyone around
you.
Which Godfather Character Are You?
brought to you by Quizilla
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
Fyrsta bloggið mitt...eða eitthvað
Það er gaman frá því að segja að um verslunarmannahelgina fóru nokkrir kátir krakkar (ég, Svanhvít og Steini) í útilegu við Helgavatn þar sem nánast öll ættin hans Inga var saman komin (hvort vatnið sé „helgt“ eða einhver Helgi nefndi það veit eg ei). Þar var sungið við bálkestinn, áfengi var haft við hönd og meira að segja farið á ball. Nokkrar myndir má sjá af glöðum börnum að leik. Annars er þetta blessaða myndaalbúm hjá yahoo ekkert mjög skemmtilegt en það er fríkeypis og verður að duga í bili.
Það er gaman frá því að segja að um verslunarmannahelgina fóru nokkrir kátir krakkar (ég, Svanhvít og Steini) í útilegu við Helgavatn þar sem nánast öll ættin hans Inga var saman komin (hvort vatnið sé „helgt“ eða einhver Helgi nefndi það veit eg ei). Þar var sungið við bálkestinn, áfengi var haft við hönd og meira að segja farið á ball. Nokkrar myndir má sjá af glöðum börnum að leik. Annars er þetta blessaða myndaalbúm hjá yahoo ekkert mjög skemmtilegt en það er fríkeypis og verður að duga í bili.
Sagan á bakvið aulabarn eftir Þuríði Helgadóttur esq.
Það var á tímum einokunar og einveldis á Íslandi, Noregur var vinsæll viðkomustaður frækinna íslenskra víkinga í þá daga og sól var í húsi krabba, þetta var semsagt í júlí 2003.
Ég og Stefán nokkur Haraldsson lögðum leið okkar til Noregs á svokallað swing-camp til að bæta danshæfni okkar. Okkur til mikillar undrunar enduðum við í norskum heimavistarskóla fjarri siðmenningu og hraðbönkum (sem gerði það að verkum að við gátum ekki verslað mat í 4 daga og lifðum á brauðskorpum og vatni). Í umræddum heimavistarskóla fór danskennsla fram í hinum ýmsu sölum og hét einn salurinn “aula scene“ sem er norska og merkir „skáhallandi salur“. Til glöggvunar má nefna að salurinn líktist stofu 29 í MH. Á hurðinni hékk síðan miði sem á stóð “aula barn“ sem þýddi væntanlega að þetta var barnasalurinn. Okkur Stebba, sem vorum einu Íslendingarnir á svæðinu, fannst þetta mjög skondið og við notuðum hvert tækifæri til að útskýra fyrir Norðmönnunum að þetta þýddi “idiot barn“ ef maður læsi þetta á íslensku. Norðmennirnir sem voru svo óheppnir að lenda í okkur sögðu “akkurat“ og hlógu síðan mikið.
Það var á tímum einokunar og einveldis á Íslandi, Noregur var vinsæll viðkomustaður frækinna íslenskra víkinga í þá daga og sól var í húsi krabba, þetta var semsagt í júlí 2003.
Ég og Stefán nokkur Haraldsson lögðum leið okkar til Noregs á svokallað swing-camp til að bæta danshæfni okkar. Okkur til mikillar undrunar enduðum við í norskum heimavistarskóla fjarri siðmenningu og hraðbönkum (sem gerði það að verkum að við gátum ekki verslað mat í 4 daga og lifðum á brauðskorpum og vatni). Í umræddum heimavistarskóla fór danskennsla fram í hinum ýmsu sölum og hét einn salurinn “aula scene“ sem er norska og merkir „skáhallandi salur“. Til glöggvunar má nefna að salurinn líktist stofu 29 í MH. Á hurðinni hékk síðan miði sem á stóð “aula barn“ sem þýddi væntanlega að þetta var barnasalurinn. Okkur Stebba, sem vorum einu Íslendingarnir á svæðinu, fannst þetta mjög skondið og við notuðum hvert tækifæri til að útskýra fyrir Norðmönnunum að þetta þýddi “idiot barn“ ef maður læsi þetta á íslensku. Norðmennirnir sem voru svo óheppnir að lenda í okkur sögðu “akkurat“ og hlógu síðan mikið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)