laugardagur, október 18, 2003

Ég hitti gaur í dag uppí skóla sem mér var skipað (bókstaflega) að gera eðlisfræðiskýrslu með. Svona gekk það fyrir sig:
Ég: Ertu eitthvað búinn að líta á þetta?
Hann: Ha, nei eiginlega ekki. [sem þýðir: Nei ég er ekkert búin að pæla í hvernig við eigum að gera þetta, ég er einu sinni ekki búinn að kíkja á niðurstöðurnar.]
Ég: Ó...ókey. [Ég brosti pent, en mig langaði að öskra á hann.]
Ég: Sko... [Og ég útskýrði fyrir honum hvað ég hafði eitt 4 KLUKKUSTUNDUM á laugardagsmorgni í að gera.]

Maður á ekki að dæma fólk svona hart, hann hefur örugglega haft sínar ástæður fyrir að vera algjörlega óundirbúinn, ég meina kannski er hann með gerfifót, hver veit. Eða gerfiauga.

Ég tók mitt fyrsta próf í í gær, það var miðannarpróf í tölvunarfræði. Maður átti að skrifa í þessa líka fínu prófbók sem var með merki háskólans, þetta var upplifun. Ég er að reyna að líta á björtu hliðarnar því að mér gekk ömurlega.

Stóra læruhelgin mín er alveg að meikaða, ég vaknaði snemma í morgun og fór að læra. Ég er eins og gefur að skilja ákaflega stolt. Ég pankieraði algjörlega um daginn, ég sá próftöfluna (verk raun) mína, hún er svakaleg. Síðan uppgötvaði ég að það eru aðeins tæpar 8 vikur í að próf hefjist. Það er alltof stuttur tími, ég skelf og nötra við tilhugsunina.

Engin ummæli: