Eðlisfræðiprófið er búið og ekki hægt annað en gleðjast yfir því, mér líður eins og ég hafi fengið að opna jólapakka snemma. Þetta var samt drulluerfitt próf og mér finnst ekki líklegt að ég nái því, það væri samt svo mikið æði ef næði þessu prófi, en ef ég geri það ekki þá mun ég alveg díla við það (vá ég er komin í hring). Ég var ekkert stressuð fyrir prófið í gær, ég og Bob Dylan reiknuðum dæmi alveg til 2 í nótt og þá var eðlisfræðin bara næstum því skemmtileg.
Næst á dagskrá er rekstrarfræði í fyrramálið, þetta er svona próf sem maður má taka bókina og allar glósur með í þannig ég þarf bara rétt að kíkja á nokkur dæmi. Svo fengum við líka geðveikt góða einkunn fyrir 30% verkefnið sem ég var alltaf að væla yfir í nóvember, þannig að ég næ þessu pottþétt.
Fróðleikur dagsins: Í ár eru Stóru-brandajól. Það eru svona löng jól. Þetta lærir maður þegar maður fer í háskólann.
þriðjudagur, desember 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli