mánudagur, október 06, 2003

Mér líður ekki mjög vel í dag, var að komast að því að það var ekki svp sniðugt að hafa sleppt tölvufyrirlestrinum í morgun. Síðast þegar ég mætti í svoleiðis svaf ég vært í eina klukkustund og heyrði þar af leiðandi ekki orð af því sem fór fram, núna var ég hinsvegar að fá verkefni sem mér finnst ekkert einfalt. Æ æ ó ó, hnúturinn í maganum varð stærri við þessar fréttir.

Annars er líka skemmtilegt búið að gerast, ég fór í partý til Svenna á laugardaginn. Það var gaman meðan á stóð. Það var ekki svo gaman morguninn eftir þegar ég vaknaði, reyndar var svo leiðinlegt að ég sneri mér á hina hliðina og fór aftur að sofa og svaf til 4, sem aftur leiddi til þess að eðlisfræðiskýrslan mín varð ekki svo glæsileg. Ég tók þá ákvörðun þegar skólinn byrjaði að innbyrða áfengi minnst einu sinni í viku, á laugardaginn kláraði ég skammtinn fyrir næstu 2-3 vikurnar. Ég endaði í síðasta sæti í Soul Calibur drykkjukeppninni eftir að Elín blússaði glæsilega fram úr öllum (nema Jenna) og lenti í 2. sæti. Síðasta sætið var samt fínt, svona eftirá að hyggja þá langar mig ekki að vita í hvernig ástandi hefði verið hefði ég unnið oftar. Kvöldið endaði á því að Atli og Steini löbbuðu upp laugarveginn með mér (þeir eru svo mikil krútt) og við sungum saman Yellow Submarine, er hægt að biðja um betri endi svona yfirleitt?

Núna er kominn tími til að calculeita. Góðar stundir

Engin ummæli: