Ég fór í dans á mánudaginn, það var æðislegt, ég var búin að gleyma hvað það er geðveikt gaman að dansa. Ég er reyndar búin að tapa því litla þoli sem ég hafði og sleppti því alveg hröðustu lögunum (sem var ekki mikið spilað af hvort eð er því það komu 3 nýjir). Engu að síður rann svitinn og ég er ekki frá því að daginn eftir hafi ég ekki verið jafn móð af því að hafa labbað upp á 3. hæð í VR-II til að fara á bókasafnið. Þegar dansinn var búinn þá löbbuðum við Héðinn Laugarveginn í rigningunni, klukkan var að verða tólf og mig verkjaði í lappirnar en gönguferðin var mjög fín. Morguninn eftir flaug Héðinn til Egilsstaða. Ég var leið alveg þangað til ég mundi hvað ég þurfti að læra mikið, þá gleymdi ég leiðunni, bretti upp ermar og fór að læra.
Síðan hafa undanfarnir dagar verið keimlíkir. Þura læra, Þura læra. Ég vaknaði meira að segja í morgun sérstaklega til að mæta í tölvunarfræðifyrirlestur, en ætli þetta sé ekki 2. fyrirlesturinn sem ég mæti í í þessu fagi í 2 mánuði. Þó að kennarinn líti alveg eins út og tali alveg eins og kennarinn í South Park, Mr. Garrison, hann segir sko alltaf "ummmkay" á eftir hverri setningu. Það eina sem skilur þá að er að kennarinn í South Park er alltaf með handbrúðu... og sú staðreynd að hann er teiknimyndafígúra. Já það sem ég vildi sagt hafa, þó kennarinn líti út eins og kennarinn í South Park þá er hann ekki nógu fyndinn þegar hann er bara að einn að kenna, ef hann væri með brúðu þá væri þetta allt annað mál.
Ef að brúða mundi kenna mér tölvunarfræði þá held ég að kunnátta mín mundi aukast töluvert, gæti verið syngjandi belja.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli