mánudagur, nóvember 17, 2003

Í gær fórum ég og Héðinn út saman, þetta var mjög rómantískt date. Það var dimmt og rigning og skítkalt úti í þokkabót um sjöleitið í gærkvöldi en við létum það ekki stoppa okkur að fara í Bláa lónið. Ég hef ekki farið þangað í 10 ár þannig að ég hafði aldrei séð allar geðveiku og geðveikt dýru breytingarnar sem búið er að gera. Maður þarf að labba frekar langan göngustíg gegnum hraunið áður en maður kemur inn, það er örugglega mjög flott þegar það er bjart og gott veður en í gær var stígurinn afar illa upplýstur þannig að fílingurinn var meira eins og í london dungeon heldur enn að vera í leiðinni í spa. Inn við komum og komumst að því að það kostar 12 hundruð krónur á haus í lónið, mikið fé var Þura farin að gráta en dró engu að síður upp Isic debitkortið sitt, þá sagði maðurinn henni að gráta ei meir því Isic korthafar fá 2 fyrir einn.

Ég varð glöð við þessar fréttir og við drifum okkur út í. Það var mjög notalegt, sumsstaðar var ískalt og á öðrum stöðum heitt og gott en vindurinn var mikill, það spillti fyrir. Ég klíndi leðju framan í mig og lét hana þorna, Héðinn sagði að ég væri ekkert sæt.

Þegar við fórum upp úr ákváðum við að borða í Keflavík og enduðum á Ránni sem er frekar fínn staður með frekar hóflegt verðlag. Við vorum einu aularnir sem ákváðu að borða í Keflavík á þessu sunnudagskvöldi og höfðum salinn fyrir okkur. Ég var ekki nógu fáguð að Héðins mati og fékk mér kjúkling og franskar, en þvílíkur kjúklingur og diskarnir voru svo flottir, þeir hölluðu að manni. Mér er venjulega sama um útlit diska en ég tók sérstaklega eftir þessum.

Þegar við vorum búin að borða og ég að drekka bjór keyrðum við heim ánægð en þó vonsvikin yfir því að vera ekki í fríi og á ferðalagi.

Engin ummæli: