Ég var að koma frá tannsa, hann þurfti að bora smá :( en bara af því að það var svartur punktur á einni tönninni, hann vildi taka hann áður en það kæmi alvöru skemmd. Þannig að tæknilega séð þá hef ég enn aldrei fengið skemmd. Síðan fékk ég að borga, uppáhaldið mitt, 8.500 krónur. Ég spurði hvort hann væri með stúdentaafslátt, hann varð frekar móðgaður og sagði "Þetta ER með afslætti, þetta á að kosta yfir tíuþúsund krónur!" Átti ég þá að vera ánægð með að spara tæpan 2.000 kall? Það var samt eitt skemmtilegt við tannlækninn. Hann sagði að á skalanum 1 til 10 fengju mínar tennur 10, því þær eru svo...góðar, jey (fróðir menn segja að það sé sveitó að hafa y í jey, mér bara finnst jei eitthvað svo pleh, if you know what I mean) !
Ó nei er að verða of sein í dæmatíma.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli