Gáta: Hvað þarf marga verkfræðinga til að byrja slide show? (svar neðst)
Ég fór í alvöru á netið bara til að prenta út glósur, ég ætlaði ekki að fara hanga á netinu, nei því ég vaknaði snemma sérstaklega til að fara að læra. Ókey ég er ekki búin að prenta glósurnar, ég fór fyrst á skemmtilegu síðurnar.
Ég er á námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og ég fór í tíma í gær. Módel gærdagsins var karlmaður. Mér finnst miklu skemmtilegar að teikna karl heldur en konu, hann lítur allt öðru vísi út en kona (í alvöru Þura!) og maður sér miklu fleiri vöðva sem er svo gaman. Hverjum hefði dottið það í hug að ég gæti staðið og horft á nakinn karlmann í þrjá tíma og hugsað bara um hvað upphandleggurinn væri langur miðað við lærið og hver hallinn á viðbeininu væri. Það var eins og það skipti engu máli að hann væri nakinn, við hefðum alveg eins getað verið að teikna kaffikönnu, sem mér finnst mjög furðlegt en gott.
Svar: Tvo (sá það með eigin augum í gær)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli