föstudagur, október 31, 2003

Andra-skilningurinn
Mig dreymdi í nótt að Andri Egils væri pabbi Andra Ólafs og allir vissu þetta nema ég. Duh, það er þess vegna sem öllum finnst svona skrítið hvað það er lítill aldursmundur á þeim! og Þeir hanga einum og mikið saman miðað við að vera feðgar. Sögðu allir við mig. Síðan eltist Andri Egils svolítið og varð svona 29 og Andri Ólafs varð 15. Ég var farin að hugsa hvað ég væri vitlaus að hafa ekki fattað þetta fyrr, þetta var svo augljóst. Síðan fór ég að hugsa að ef annar væri pabbi hins þá yrði sá sem væri sonurinn að heita Andri Andra...

Engin ummæli: