Dagur 3
Dagurinn í dag er óneitanlega mun betri en síðustu 2 dagar hafa verið. Á fimmtudaginn fór ég í litla skurðaðgerð hjá ofurlækni. Mér hafði verið sagt að það ætti ekki að svæfa mig þannig að ég var ekkert alltof hress þegar ég mætti á svæðið og var tilkynnt að svæfð ég skildi vera. Þegar svæfingarlæknirinn (Valdi kaldi) sagði að ég gæti fundið til ef ég væri ekki svæfð þá leyst mér skyndilega miklu betur á svæfinguna. Síðan man ég ekki meira fyrr en ég vaknaði með eitthvað drasl uppí mér. Þá kom Valdi kaldi og lét mig drekka djús og náði í mömmu mína. Skurðlæknirinn sem hét Sigurður (ég fékk aldrei að vita gælunafnið hans) kom og sagði að þetta hefði ekki verið það sem við héldum að þetta væri og hann hefði sent sýni til ræktunnar, ég bíð spennt að vita hvað var að mér. Mamma keyrði mig svo heim þar sem ég las Harry Potter og tók verkjalyf. Gulu og grænu pillurnar voru bestar. Í gærmorgun höfðu áhrif verkjalyfjanna fjarað út, ó the pain, oh the pain of it all. En eftir aðra undrapillu þá var allt í fína.
Í dag er ég nógu hress til að læra, veit ekki hvort mér finnst það gott eður ei.
laugardagur, nóvember 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli