laugardagur, nóvember 22, 2003

Það er ömurlegt að reyna að upplifa fimmtudagskvöld á föstudegi, einum sólahring of seint. Ég var að fletta Mogganum í mesta sakleysi í gærkvöldi um áttaleitið og sá þá undir "Að gerast" klausunni á blaðsíðu 56 að Ókind og Stafrænt megabæt væru að spila í Hinu húsinu í kvöld, ég hugsaði jey frábært, ég get hitt vini mína bara núna, ég er í geðveiku stuði fyrir það, og dreif mig af stað. Það var ekki fyrr en ég var komin á staðinn og kunni ekki secret handshakið (djóklaust) sem þurfti til að komast inn í Hitt húsið að ég fattaði að ég hefði verið að lesa fimmtudagsmoggann. Það þýddi að í kvöld átti við fimmtudagskvöldið. Ég var degi of sein! Vonbrigði dagsins, vikunnar, ársins, geng ekki svo langt að segja aldarinnar en ég var býsna sár. Ég hef, núna þegar ég er búin að jafna mig sólahring síðar, sætt mig við þessi mistök, ég varð bara svo spennt þegar ég las um tónleikana og mig langaði svo að fara að ég vildi ekki trúa því að ég hafði misst af þeim.

Engin ummæli: