föstudagur, október 31, 2003

Andra-skilningurinn
Mig dreymdi í nótt að Andri Egils væri pabbi Andra Ólafs og allir vissu þetta nema ég. Duh, það er þess vegna sem öllum finnst svona skrítið hvað það er lítill aldursmundur á þeim! og Þeir hanga einum og mikið saman miðað við að vera feðgar. Sögðu allir við mig. Síðan eltist Andri Egils svolítið og varð svona 29 og Andri Ólafs varð 15. Ég var farin að hugsa hvað ég væri vitlaus að hafa ekki fattað þetta fyrr, þetta var svo augljóst. Síðan fór ég að hugsa að ef annar væri pabbi hins þá yrði sá sem væri sonurinn að heita Andri Andra...

miðvikudagur, október 29, 2003

Stærðfræðipróf í dag, ekki gott.
Tölvunarfræðiverkefni, ekki gott.
Eðlisfræði, ávallt vond.

Módelteikning í dag, góð.
Rakst á Karól og stelpuna sem ég man ekki hvað heitir á leiðinni í teiknitímann. Þær sögðu að þær hefðu séð módelið, þæ voru alveg tíhí, ýkt spenntar. Og já það var sætur mexikani, en hann var með bumbu, það skemmdi soldið fyrir.

þriðjudagur, október 28, 2003

Gerði tilraun til að gera eðlisfræðivinnubók með helv stráknum sem ég var pínd til að vinna með.
Spurning dagsins: Ég á mjög erfitt með að vinna með þessum strák af því að:
a) Hann er auli
b) Ég er frek og leiðinleg og verð að stjórna
c) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem virðist vera hræddur við mann
d) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem svarar öllum spurningum manns með "ég veit það ekki" eða " jú ætli það ekki"
e) Það er erfitt að vinna með einhverjum sem þorir ekki að koma með hugmynd af ótta að ég bíti af honum hausinn
f) All of the above

Eðlisfræðivinnubókin sligast áfram og hvorugt okkar verður gáfaðra af því að vinna hana með þessum hætti. Ég brá á það lúalega ráð að láta hann gera seinni hlutann og segjast ætla að gera fyrri hlutann sjálf, þar með losnaði ég við að eyða meiri tíma í að toga setningar upp úr honum. Síðan var ég inni á bókasafni í dag að læra stærðfræði, þá kom hann og stóð heillengi tvístígandi 1 meter frá borðinu mínu og beið eftir að ég tæki eftir honum. Hann gat ekki gefið til kynna að hann vildi tala við mig. Ég þoli ekki svon.

Svör a), c), d), e) og f) eru rétt, b) er að sjálfsögðu bara bull og vitleysa!

mánudagur, október 27, 2003

Af hverju dettur mér alltaf í hug að fara á netið þegar ég hef sem mest að gera? Ef það var einhverntíman vont þá er það verra núna, það er mikið að gera í öllu. Ég er mörkum þess að brotna, las Harry Potter í dag, ég kveið svo mikið fyrir því að fara að læra að ég gat ekki hætt.

sunnudagur, október 26, 2003

Ég horfði á Fylkið eða the Matrix í gærköldi, í dag horfði ég síðan á fleiri fylki og reiknaði fullt af drasli með þeim. Fylki er semsagt frekar leiðinlegt stærðfræðilegt fyrirbæri, svona fullt af röðum af tölum. Þegar maður horfir á Matrix þá eru endalausar runur af táknum á tölvuskjáunum hjá þeim sem jú líkjast fylkjum, en að RÚV skuli hafa þýtt nafnið the Matrix sem Fylkið þykir mér skondið. Sérstaklega þegar alltaf þegar einhver segir matrix í myndinni þá segja subtitlarnir draumaheimur eða eitthvað svoleiðis. Þetta var hneyksl helgarinnar.

fimmtudagur, október 23, 2003

Elín, ég fann partý-quote-blað frá því í gamla daga! Það er gult og krumpað og er límt inn í quotebókina mína. Blaðið er dagsett 21. apríl '01 og þar stendur:

e-r: Ingi er konungur nördanna einsog
Svanhvít: einsog Skari er konungur híenanna (samkvæmt mínu minni var hlegið hér)

(bollan er of sterk:)
Elín: ég er ekki að fá mér meira af því að þetta er gott heldur að skera er vívíví... you can quote me on that.

Kristín Vala: Þú skilur mig bara eftir skíthællinn þinn. (við Braga)
~HLÁTUR~
(með Kristínar Völu dúllu-vælu-rödd)


Og búið... en ekki alveg búið, þar sem ég fann tilvitnanabókina mína þá ætla ég að láta nokkra gullmolafrá Kristínu Völu fylgja með:

Kristín Vala (á þessum tíma var allt sem Kristín Vala sagði talið bráðfyndið og mikið af því skrifað niður)
24.03.01
Við Braga
"Ég byrjaði með þér af því að þú ert svo sætur... og svo mikill perri!"

"My booty´s exclusive!"
"Don´t touch my man, he´s exclusive!"

09.04.01
Við Braga
"Slap my booty baby!"

"They´re gonna be doin' some love bitchin´!"

While I´m at it, einn Einar Óskars kvótur:

19. nóv ´01
"Að kaupa landa af einhverjum manni útí bæ er alveg eins mikil áhætta og að stökkva inn í ljónabúr, maður veit aldrei hvaða ljón ræðst á mann."

Mér fannst þetta mjög heimskulega sagt á sínum tíma. En þá er minningarnar búnar í bili.
Gáta: Hvað þarf marga verkfræðinga til að byrja slide show? (svar neðst)

Ég fór í alvöru á netið bara til að prenta út glósur, ég ætlaði ekki að fara hanga á netinu, nei því ég vaknaði snemma sérstaklega til að fara að læra. Ókey ég er ekki búin að prenta glósurnar, ég fór fyrst á skemmtilegu síðurnar.

Ég er á námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og ég fór í tíma í gær. Módel gærdagsins var karlmaður. Mér finnst miklu skemmtilegar að teikna karl heldur en konu, hann lítur allt öðru vísi út en kona (í alvöru Þura!) og maður sér miklu fleiri vöðva sem er svo gaman. Hverjum hefði dottið það í hug að ég gæti staðið og horft á nakinn karlmann í þrjá tíma og hugsað bara um hvað upphandleggurinn væri langur miðað við lærið og hver hallinn á viðbeininu væri. Það var eins og það skipti engu máli að hann væri nakinn, við hefðum alveg eins getað verið að teikna kaffikönnu, sem mér finnst mjög furðlegt en gott.

Svar: Tvo (sá það með eigin augum í gær)

þriðjudagur, október 21, 2003

Sat í matsölunni í Háskólabíói að kópera heimadæmi (shame on me), fullt af fólki að læra og borða allt í kring. Kom ekki "matsölukonan" með svona líka tilkynningu. Hún sagði að þeir sem væru BARA að læra væru vinsamlegast beðnir um að fara eitthvert annað til að þeir sem væru að borða (paying customers) fengju sæti. Ég var ekki sátt, ég viðurkenni að það að borða er ein af grunnþörfum mannsins og kemur þar af leiðandi á undan að mennta sig í forgangsröðinni. En þetta er háskóli, svokölluð menntastofnun. Hvar eigum við þá að vera þegar við erum að gera dæmi saman (eða kópera)? Aðstaðan í VR-II er ömurleg, það eru bara 4 borð til að læra við úti á gangi í byggingunni (núna eru þau reyndar í almennilegri hæð). Ég tók próf í Odda um daginn og mér fannst aðstaðan þar æðisleg miðað við það sem við þurfum að búa við. Skandall fyrir Háskóla Ísland og þar með landið allt.

mánudagur, október 20, 2003

Í dag þurfti ég að ljósrita. Ég mundi eftir því að ég átti ennþá gamalt ljósritunarkort úr MH þannig að ég ákvað að skella mér í heimsókn í gamla skólann minn. Á leiðinni komst ég í svaka nostalgíufíling, ég var farin að rifja upp gömlu góðu MH-stemninguna, hvernig það var að hanga í Norðurkjallara, láta busa troðast fyrir framan sig í troðningnum hjá matsölunni (eða eins og ég fílaði betur að troðast fyrir framan busa), dissa Einar Óskars í tímum og bara lifa og hrærast í MH. Ó the memories... Þegar ég kom að emmhá þá fékk ég vægt sjokk, það var slökkt, það var lokað og læst, það var allt dautt. Mér datt í hug að skólinn hefði dáið í fjarveru minni, að hann bara þrifist ekki án mín. Síðan komust jarðbundnari hugsanir að og ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri haustfrí sem og er. Skúffuð, ekki búin að ljósrita, örlítið tilbúnari til að takast á við vonbrigði í lífinu sneri ég heim á leið. Heimsókn á "æskuslóðir" verður að bíða betri dags.

Ég ætlaði að setja link á Einar Óskars en hann er ekki með heimasíðu, í staðin fann ég síðu Gunnars tölvukennara, ég komst að því að hann er auli.

sunnudagur, október 19, 2003

Stóra-Læruhelgin er þessi helgi kölluð og er það nafn með rentu, síðustu sirka sex helgar hafa líka verið kallaðar Stóra-Læruhelgin, Læruhelgin mikla eða eitthvað þvíumlíkt, en því miður hafa þær aldrei staðið undir nafni. Þessa helgi hef ég lært mikið og lært stórt og og er býsna ánægð með sjálfa mig. Það er ekki allt búið ennþá, því ég hef ekki lokið neinu af þeim 4 verkefnum sem ég á að skila á næstu 2 dögum. Allt sniglast þetta áfram.

Fór í bíó um daginn með Svövu Dóru á mynd sem heitir Underworld, Svövu langaði að sjá hana og ég sagði bara ókey. Ég var mjög hissa þegar ég fattaði að myndin fjallaði um stríð á milli vampýra og varúlfa (af því að Svava Dóra hafði valið myndina) og svo var hún býsna ógeðsleg á köflum (myndin sko). In conclusion kom myndin virkilega á óvart að því leiti að það var plott, bjóst ekki við plotti þegar ég byrjaði að horfa.

Kynning á Línulegri algebru fyrir áhugasama
Línuleg algebra er fag sem allir fyrsta árs verkfræðinemar eru skikkaðir til að taka. Maður kaupir fína bók og byrjar að lesa. Fyrst virkar bókin eins og venjuleg stærðfræðibók en að nokkrum vikum liðnum fara allar reglurnar að líta út einhvern veginn svona:
If some fluffs are puffs and one subfluff is truff then all fluffs are muffs.
Nema í staðin fyrir skrítnu orði koma orð eins og "vector space" sem líta út fyrir að vera fræðileg. Þetta er ekki svo einfalt að muna og nota, en er svo gaman eins og Stubbarnir.

laugardagur, október 18, 2003

Ég hitti gaur í dag uppí skóla sem mér var skipað (bókstaflega) að gera eðlisfræðiskýrslu með. Svona gekk það fyrir sig:
Ég: Ertu eitthvað búinn að líta á þetta?
Hann: Ha, nei eiginlega ekki. [sem þýðir: Nei ég er ekkert búin að pæla í hvernig við eigum að gera þetta, ég er einu sinni ekki búinn að kíkja á niðurstöðurnar.]
Ég: Ó...ókey. [Ég brosti pent, en mig langaði að öskra á hann.]
Ég: Sko... [Og ég útskýrði fyrir honum hvað ég hafði eitt 4 KLUKKUSTUNDUM á laugardagsmorgni í að gera.]

Maður á ekki að dæma fólk svona hart, hann hefur örugglega haft sínar ástæður fyrir að vera algjörlega óundirbúinn, ég meina kannski er hann með gerfifót, hver veit. Eða gerfiauga.

Ég tók mitt fyrsta próf í í gær, það var miðannarpróf í tölvunarfræði. Maður átti að skrifa í þessa líka fínu prófbók sem var með merki háskólans, þetta var upplifun. Ég er að reyna að líta á björtu hliðarnar því að mér gekk ömurlega.

Stóra læruhelgin mín er alveg að meikaða, ég vaknaði snemma í morgun og fór að læra. Ég er eins og gefur að skilja ákaflega stolt. Ég pankieraði algjörlega um daginn, ég sá próftöfluna (verk raun) mína, hún er svakaleg. Síðan uppgötvaði ég að það eru aðeins tæpar 8 vikur í að próf hefjist. Það er alltof stuttur tími, ég skelf og nötra við tilhugsunina.

sunnudagur, október 12, 2003

Ég bætti inn linkum á nokkra danskrakka, þau eru undir fyrirsögninni "Jógúrtliðið" og ef einhverjum skyldi ekki finnast það kúl þá er sá hinn sami bara asni.
Að tilefni nýstofnaðs bloggs Svanhvítar hef ég ákveðið að óska henni til hamingju með því að gera eina stafsetningarvillu í hverju skrifuðu orði í dag sunnudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast blogglausrar Svanhvítar er bent á söfnunarbauka Hjálpræðishersins:

Annad blögg sen égg vat ad uppgöta nílega e blöggsið henar Ögu. Ék havði einnmitt heirt aþ ðað vari skemtilegt sém ða óg ér. É gest up þeta e altof erfit, ad gerra stafsetnigavillu i hveru órði.

Aulabarn...

laugardagur, október 11, 2003

Ég tók strætó í skólann í gær, í fyrsta sinn á ævinni. Einkabílstjórinn minn var staðinn að því að hnuppla víni (Rosalin Chateau ´68) úr vínkjallaranum og faðir minn rak hann á staðnum með skömm. Þegar hún frétti af brottrekstri elskhuga síns fékk portúgalska eldabuskan lost og pabbi þurfti að ná í einkalækninn sinn og hafði þess vegna engann tíma til að gera ráðstafarnir um ferð mína í skólann... Það var glampandi sólskin og alveg dásamlegt veður þegar ég steig upp í strætó og mér fannst strætóferðin bara mjög indæl, ég spjallaði við skrítinn kall og horfði út um gluggann. Reyndar er langt síðan það hefur verið svona gaman að fara í skólann, ég ætla við tækifæri að prófa þennan ferðmáta aftur.

Í gær var heilsan loksins orðin nógu góð til að ég treysti mér í skólann, ég eyddi dögunum 4 þar á undan í að liggja í asnalegri stellingu, vælandi. Mæli ekki með því. Héðinn er í bænum, einmitt þegar ég er veik, hann kvartar ekki, hann nær bara í vatnsglas fyrir mig.

mánudagur, október 06, 2003

Mér líður ekki mjög vel í dag, var að komast að því að það var ekki svp sniðugt að hafa sleppt tölvufyrirlestrinum í morgun. Síðast þegar ég mætti í svoleiðis svaf ég vært í eina klukkustund og heyrði þar af leiðandi ekki orð af því sem fór fram, núna var ég hinsvegar að fá verkefni sem mér finnst ekkert einfalt. Æ æ ó ó, hnúturinn í maganum varð stærri við þessar fréttir.

Annars er líka skemmtilegt búið að gerast, ég fór í partý til Svenna á laugardaginn. Það var gaman meðan á stóð. Það var ekki svo gaman morguninn eftir þegar ég vaknaði, reyndar var svo leiðinlegt að ég sneri mér á hina hliðina og fór aftur að sofa og svaf til 4, sem aftur leiddi til þess að eðlisfræðiskýrslan mín varð ekki svo glæsileg. Ég tók þá ákvörðun þegar skólinn byrjaði að innbyrða áfengi minnst einu sinni í viku, á laugardaginn kláraði ég skammtinn fyrir næstu 2-3 vikurnar. Ég endaði í síðasta sæti í Soul Calibur drykkjukeppninni eftir að Elín blússaði glæsilega fram úr öllum (nema Jenna) og lenti í 2. sæti. Síðasta sætið var samt fínt, svona eftirá að hyggja þá langar mig ekki að vita í hvernig ástandi hefði verið hefði ég unnið oftar. Kvöldið endaði á því að Atli og Steini löbbuðu upp laugarveginn með mér (þeir eru svo mikil krútt) og við sungum saman Yellow Submarine, er hægt að biðja um betri endi svona yfirleitt?

Núna er kominn tími til að calculeita. Góðar stundir

fimmtudagur, október 02, 2003

Núna um helgina hafði ég hugsað mér að kíkja til Hveragerðis og dansa nokkur spor í góðum félagsskap, en þá þarf Svenni að halda partý (ef að Soul Calibur og áfengi telst partý) og mig langar líka þangað. Hvað á ég að gera, ég er búin að plana að fara í þennan dans alveg frá því í júní og núna þá bara veit ég ekki neitt. Drykkja vs. dans, það væri allteins hægt að lemja mig strax í hausinn (af því að mér finnst líklegt að það gerist sama hvorn staðinn ég vel).

miðvikudagur, október 01, 2003

Héðinn kemur á mánudaginn :) :) :)
Í dag byrjaði ég í námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Það var ekki alveg það sem ég bjóst við, við vorum strax látin byrja að teikna allsbera konu án þess að fá nokkra leiðsögn, en síðan labbaði kennarinn á milli og gagnrýndi. Í 10 manna hóp þóttu mér ekki miklar líkur á að ég þekkti einhvern en viti menn, Georg Douglas jarðfræðikennari í MH var mættur að teikna beru konuna. Mér brá smá en ekkert miðað við hvað honum brá og varð vandræðalegur. Síðan jafnaði hann sig og við spjölluðum saman í pásunni, ég sagði honum frá hræðilegum eðlisfræðidæmatímum hjá Dr. Vésteini Rúna, hann hló bara og samþykkti allt.

Þessi vika einkennist af miklu miklu miklu stressi, á mánudaginn gat ég ekki stærðfræðigreiningarheimadæmin, í gær gat ég ekki java verkefnið og í dag gat ég ekki eðlisfræðiheimadæmin. Ég vona bara að á morgun geti ég. "Þura, the Little Calculating Machine That Could"

Ég er í yndislegu námskeiði sem heitir Starfssvið verkfræðinga. Þar mætir maður einu sinni í viku og hlustar á verkfræðinga úr hinum ýmsu geirum. Í síðustu viku kom virkjanaverkfræðingur, hann sagði okkur frá því þegar hann fór á deit með amerískri gellu og sagði henni viða hvað hann ynni, gellan sagði bara: "You´re a damn engineer, I thought you were a lawyer." Sem var fyndið þegar hann sagði það. aula... (ég er komin með sama húmor og Dr. Vésteinn a.k.a. Dr. No-Good-Son-Of-A-Teacher, rats)

Í dag í fyrrnefndu námskeiði komu tveir ungir, hvítir, ofur-sjálfsöruggir karlmenn úr viðskiptalífinu. Það var egó yfir hættumörkum í salnum, maður beið bara eftir gellum með bjór og vínber. Þeir höfðu eiginlega ekkert að segja og voru frekar leiðinlegir en annars ágætir.

Ég er aftur byrjuð að mæta í dans... fallin með 4,4