mánudagur, desember 01, 2003

Ég tala ekki orð í spænsku en þegar ég fór óvart inn á þessa síðu þá hló ég. Það er mynd af gaur, síðan held ég að standi fyrir ofan myndina Hver er þessi gaur? Fyrir neðan ímynda ég mér að standi Mér finnst hann flottur :*. Ég veit það ekki, þetta er bara fyndið.

Steini sendi mér sms í gær "Þura, það er viðtal við þig í Tímariti Morgunblaðsins á bls. 27." Ég var ekki alveg að fatta, en kíkti svo í blaðið og á blaðsíðu 27 var viðtal við konu sem var í Hlíðaskóla, á eðlisfræðibraut í MH og er vélaverkfræðingur. Hún lærði meira að segja í Bandaríkjunum, ég ætla að læra í Bandaríkjunum! Þessi kona virtist vera early edition af mér, síðan fór ég að lesa meira og þá sagðist hún hafa áhuga á gönguferðum um Hornstrandir, þar hætti resemblensið snarlega.

Ég hitti Elínu á kaffi París í dag (Gísli Marteinn var líka þar tíhí), hún vill alveg heimsækja mig í húsið mitt og spila tennis í bakgarðinum þegar við verðum stórar.

Engin ummæli: