laugardagur, október 11, 2003

Ég tók strætó í skólann í gær, í fyrsta sinn á ævinni. Einkabílstjórinn minn var staðinn að því að hnuppla víni (Rosalin Chateau ´68) úr vínkjallaranum og faðir minn rak hann á staðnum með skömm. Þegar hún frétti af brottrekstri elskhuga síns fékk portúgalska eldabuskan lost og pabbi þurfti að ná í einkalækninn sinn og hafði þess vegna engann tíma til að gera ráðstafarnir um ferð mína í skólann... Það var glampandi sólskin og alveg dásamlegt veður þegar ég steig upp í strætó og mér fannst strætóferðin bara mjög indæl, ég spjallaði við skrítinn kall og horfði út um gluggann. Reyndar er langt síðan það hefur verið svona gaman að fara í skólann, ég ætla við tækifæri að prófa þennan ferðmáta aftur.

Í gær var heilsan loksins orðin nógu góð til að ég treysti mér í skólann, ég eyddi dögunum 4 þar á undan í að liggja í asnalegri stellingu, vælandi. Mæli ekki með því. Héðinn er í bænum, einmitt þegar ég er veik, hann kvartar ekki, hann nær bara í vatnsglas fyrir mig.

Engin ummæli: