sunnudagur, október 19, 2003

Stóra-Læruhelgin er þessi helgi kölluð og er það nafn með rentu, síðustu sirka sex helgar hafa líka verið kallaðar Stóra-Læruhelgin, Læruhelgin mikla eða eitthvað þvíumlíkt, en því miður hafa þær aldrei staðið undir nafni. Þessa helgi hef ég lært mikið og lært stórt og og er býsna ánægð með sjálfa mig. Það er ekki allt búið ennþá, því ég hef ekki lokið neinu af þeim 4 verkefnum sem ég á að skila á næstu 2 dögum. Allt sniglast þetta áfram.

Fór í bíó um daginn með Svövu Dóru á mynd sem heitir Underworld, Svövu langaði að sjá hana og ég sagði bara ókey. Ég var mjög hissa þegar ég fattaði að myndin fjallaði um stríð á milli vampýra og varúlfa (af því að Svava Dóra hafði valið myndina) og svo var hún býsna ógeðsleg á köflum (myndin sko). In conclusion kom myndin virkilega á óvart að því leiti að það var plott, bjóst ekki við plotti þegar ég byrjaði að horfa.

Kynning á Línulegri algebru fyrir áhugasama
Línuleg algebra er fag sem allir fyrsta árs verkfræðinemar eru skikkaðir til að taka. Maður kaupir fína bók og byrjar að lesa. Fyrst virkar bókin eins og venjuleg stærðfræðibók en að nokkrum vikum liðnum fara allar reglurnar að líta út einhvern veginn svona:
If some fluffs are puffs and one subfluff is truff then all fluffs are muffs.
Nema í staðin fyrir skrítnu orði koma orð eins og "vector space" sem líta út fyrir að vera fræðileg. Þetta er ekki svo einfalt að muna og nota, en er svo gaman eins og Stubbarnir.

Engin ummæli: