Fyrst kemur það sem gerðist fyrst, síðan það sem gerðist næst o.s.frv. til að útskýra röðina á eftirfarandi orðum í röð.
Á miðvikudagskvöldið fór ég á Njálu myndina. Ég skemmti mér óheyrilega vel í 20 mínútur, síðan þurfti ég að hlusta á Bjarna Ólafs. Sjá nánari umfjöllun um lengd myndar og Bjarna Ólafs hér. Þar sem allir íslenskir, karlkyns leikarar sem vettlingi geta valdið leika í myndinni hef ég voða lítið að segja um þá, þeir voru fínir svona eins og venjulega. Sjá nánari umfjöllun um leikaraval hér. Umfjöllun í myndum má finna hér.
Á föstudaginn héldum við kynningu á rekstrarfræðiverkefninu, sem gekk vonum framar. Síðan borðuðum við pizzu í boði Handtölva og slepptum því að mæta í dæmatíma í línu (yndislegur dagur).
Um kvöldið fór ég í stelpu-jógúrt-föndur-idol-partý. Stelpurnar voru skemmtilegar, jógúrt var ekki til á heimilinu, föndrið var æði þegar ég fattaði hvernig ætti að gera kúlu, idol er ekki alveg mitt thing, partý partý. Það var Tinna (ofurgella / dúlla til skiptist eftir því sem henni hentar) sem hélt gleðskapinn, sem verður árlegur viðburður héðan í frá. Heiðrún mótmælti föndurgerð og teiknaði heila. Þegar leið á kvöldið hittum við hinn helminginn af jógúrt, strákana og skelltum okkur á Hljómaball. Við dönsuðum eins og brjálæðingar við öll hröðu lögin og klöppuðum mikið til að þeir myndu fatta að við vildum meira svona, þeir föttuðu ekki...gömlu kallarnir. Svo klukkan 2 þá bara hætti allt og við vorum bara búin að vera á staðnum í rúman klukkutíma, Hinrik og Elfar reyndu að fá endurgreitt og annar æsti sig meira en hinn. Síðan fórum við í bæinn, ég og Svava Dóra misskildum greinilega eitthvað því við héldum að við ætluðum að hittst á Hverfisbarnum en svo bara mætti enginn annar!!!!! Það kom seinna í ljós að barnið hafði ekki komist inn. Ég og Svava skemmtum okkur svaðalega vel þangað til það fóru ógeðslegir gaurar að reyna við okkur. Á leiðinni í bílinn hittum við nokkra sæta Norðmenn, Svava var ekkert smá svekkt þegar ég sagðist þurfa fara heim því ég væri að byrja í prófum og þyrfti að læra á morgun (dag).
laugardagur, nóvember 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli