Konan og Hamsturinn ~sönn saga~
Það var fyrir ekki svo löngu síðan að það voru kona og maður. Þau voru hjón. Einn daginn situr konan á stól í stofunni og les bók, ekki fylgir sögu þessari hvaða bók en máli skiptir að konan var berfætt. Maður hennar læðist að henni þar sem hún situr og kitlar hana undir ilinni. Konunni bregður og hún sprettur á fætur. Sekúndubroti síðar öskrar hún af öllum lífs og sálarkröftum. Þannig er mál með vexti að hjónin áttu engin börn, en þau áttu hamstur og konan hafði stigið beint á dýrið. Hamsturinn var alveg kraminn, það voru slettur úti um allt. Konan hafði kramið hamsturinn til dauða og þremur vikum seinna gat hún ekki ennþá stigið í fótinn sem steig á hamsturinn. Hún fann í hverju skrefi sem hún tók, loðinn, kraminn líkama gæludýrs síns. Á endanum leitaði hún til sálfræðings. Endir
Og þetta lesendur góðir er sönn saga.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli