þriðjudagur, desember 09, 2003

Tveir dagar í próf. Ég get ekki einbeitt mér. Í morgun vaknaði ég klukkan 8 og til þess að fresta því að læra straujaði ég nokkrar flíkur og koddaver, tók til í nærfataskúffunni minni, gerði við einn bol, henti nokkrum ónýtum bolum, ákvað í hverju ég ætla að fara á nýjársfagnað kod, las leikfangablaðið (vel), borðaði popp, fékk mér þrisvar hádegismat (maður á ekki að læra á fastandi maga) og var illt í maganum af of miklu áti (maður þarf ekki að læra þegar manni er illt). Því miður felur engin af þessum atöfnum í sér að finna útgildi með tvídiffrunaraðferðinni. Það væri nokkuð magnað ef að maður þyrfti alltaf að heilda eitt heildi eða finna rúmmál keilu þegar maður opnar ísskápinn eða setur í þvottavélina, þá væri ég bæði betur undirbúin fyrir stærðfræðiprófið og mjórri (og ætti miklu hreinni föt?).

Annars er ég á leiðinni á einhverja sýningu í skólanum hans pabba og síðan að kaupa miða á LOTR ef Regnboganum þóknast að hafa kassann opinn þegar ég mæti á svæðið. Og þar á eftir, getið hvað, já að heilda og deilda.

Engin ummæli: