miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Ég er á kafi. Það var að fara í gang rekstrarfræði-hóp-verkefni, sem er alveg hræðilegt, agalegt því það þýðir að ég verð að fara að læra í rekstrarfræði. Þetta fag hefur alltaf setið á hakanum (engin skilaverkefni, engar kvaðir) og tíminn notaður í að lesa dulmál, úbs ég meinti eðlisfræði, ég ruglast alltaf. Núna verð ég að troða nokkrum auka klukkutímum inn í daginn minn, man já hálsmen. Annars er verkefnið í sjálfu sér áhugavert: kanna hagkvæmni handtölva í verslunum, fyrir Handpoint á Íslandi.

Héðinn kemur á mánudaginn í vikufrí frá brjáluðum portúgölum, yfirkokkum og snjóstormum. Það verður fínt. Ég er búin að ákveða að við ætlum að borða pizzu saman. Við getum víst ekki farið á Greifann, hann er á Akureyri. En ef við værum á leiðinni mundi ég fá mér númer 17 mínus ananas plús franskar. Matur... nú er ég farin að slefa.

Engin ummæli: