Ég var að lenda í Gallup könnun um Símann, það er fátt skemmtilegra á föstudagskvöldi heldur en að svara spurningum um fjarskiptafyrirtæki þegar maður á að vera að læra fyrir próf. Í byrjun spurði gellan hversu vel ég þekkti nokkur fjarskiptafyrirtæki, Símann, OgVodafone og hvað þetta drasl heitir. Ég fattaði of seint að ég hefði átt að þykjast þekkja ekki neitt því allar spurningarnar sem komu á eftir byrjuðu á "Þú sagðist þekkja BT gsm, OgVodafone...bla bla bla bla, þannig að næstu spurningar verða um þau fyrirtæki!" Síðan svaraði ég spurningum eins og "Hversu satt er eftirfarani um þig: Að láta aðra halda að þú eigir mikið af peningum?" Ef ég svaraði "uhh bara ekkert svo" þá fór gellan að telja upp "Algjörlega ósammála, verulega ósammála, lítilega ósammála..." og taldi upp allan listann þangað til ég greip fram í. Þá skipti ég um tækni og fór að svara "Verulega ósammála" o.s.frv. En þá voru bara komnir nýjir valkostir "Sko, núna áttu að svara það mjög ósammála, frekar ósammála...." Þrátt fyrir allan valkostaruglinginn voru já/nei spurningarnar leiðinlegastar, ég hætti að hlusta og sagði bara "nei, nei, nei..." eins og A Hard Day´s Night platan mín. Nema þar er endurtekna setningn "Should have known better with að girl like you, should have..." að mig minnir.
Ég eldaði í kvöld, eða gerði tilraun til þess, þangað til mamma hætti að treysta mér og ýtti mér í burtu og kláraði að elda sjálf. Ég var samt látin blanda dósa-tómötonum og dósa-sveppunum saman í blandaranum. Þegar mamma gerir það kemur svona fallega rauð sósa, núna kom kúkabrún sósa. Pabbi þefaði líka mikið af matnum og lét mig fá mér fyrst áður en hann hætti á það að fá sér sjálfur.
föstudagur, desember 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli