þriðjudagur, október 21, 2003
Sat í matsölunni í Háskólabíói að kópera heimadæmi (shame on me), fullt af fólki að læra og borða allt í kring. Kom ekki "matsölukonan" með svona líka tilkynningu. Hún sagði að þeir sem væru BARA að læra væru vinsamlegast beðnir um að fara eitthvert annað til að þeir sem væru að borða (paying customers) fengju sæti. Ég var ekki sátt, ég viðurkenni að það að borða er ein af grunnþörfum mannsins og kemur þar af leiðandi á undan að mennta sig í forgangsröðinni. En þetta er háskóli, svokölluð menntastofnun. Hvar eigum við þá að vera þegar við erum að gera dæmi saman (eða kópera)? Aðstaðan í VR-II er ömurleg, það eru bara 4 borð til að læra við úti á gangi í byggingunni (núna eru þau reyndar í almennilegri hæð). Ég tók próf í Odda um daginn og mér fannst aðstaðan þar æðisleg miðað við það sem við þurfum að búa við. Skandall fyrir Háskóla Ísland og þar með landið allt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli