Eftirminnilegt kvöld...
Aðfangadagur byrjaði nógu sakleysislega, ég vann 400 kall á happaþrennu, gerði smá last minute shopping, fór í pakkaleiðangur og hlustaði á jólalög með mömmu. Mamma hefur aldrei eldað heima á aðfangadagskvöld því við förum alltaf til ömmu. Ég er tvítug og hef aldrei borðað heima hjá mér á jólunum, ég trúi því varla. Ég og mamma fórum til ömmu um 5 leitið til að hjálpa henni að elda, Stella og þau afboðuðu sig vegna pestar og Haukur frændi og fjölskylda eru í Malasíu þannig að það var fámennt en góðmennt. Upp úr 6 komu fleiri gestir, ég sat inni í stofu og las LOTR því nærveru minnar var ekki óskað í eldhúsinu. Síðan kallaði mamma í mig "Þura mín hjálpaðu ömmu þinni að skipta um plástur á puttanum." Amma hafði skorið sig fyrr um daginn og lýsti sárinu sem örlitlum punkti á enda vísifingurs en þegar ég kom inn á bað var allur vaskurinn útataður í blóði og ég áttaði mig á því að þetta væri meira en lítill punktur og síðan sá ég stóran skurð þvert yfir fingurgóminn á ömmu minni. Amma er svo mikilll töffari að hún viðurkennir aldrei ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég sagði við ömmu að hún þyrfti að fara upp á slysó og láta sauma, fyrst þvertók hún fyrir það en eftir smá fortölur fékkst hún til að láta Óla frænda keyra sig. Við lofuðum að redda eldamennskunni og byrja að borða án hennar. Gallin var bara að hún hafði alltaf verið á staðnum til að segja fyrir verkum og elda sjálf þannig að núna vorum við eins og vængbrotinn fugl að reyna að fljúga. Þar að auki var mömmu illt í löppunum. Allt gekk þó að lokum og við borðuðum hefðbundna jólamáltíð og amma sat actually við borðið og borðaði (í fyrsta sinn). Henni fannst meira að segja bara gaman á spýtalanum því hún lenti á hjúkku sem hún hafði verið að vinna með fyrir 30 árum sem mundi eftir henni.
Þegar kvöldið var búið fórum við heim og opnuðum pakka og þvílíka pakka. Ég fékk alveg æðislegar gjafir. Ég ætla samt bara að segja frá einni og það er gjöfin frá Svanhvíti (takk Svanhvít!!!!!). Hún gaf mér litla heimatilbúna bók með myndum af mér frá því í MH sem er alveg æði, það eru myndir af "my fat period", listinn góði yfir alla staðina sem við fórum á í London, Bítlamyndir og svo mikið meira. Svanhvít á inni stórt knús og stóran ís og lítinn bjór. :-)
N.B. Þeir sem gáfu mér ekki gjöf eiga ekki að vera fúlir yfir þessar lofgjörð um Svanhvíti því ég gaf engar jólagjafir sjálf og bað sérstaklega um að mér yrðu ekki gefnar jólagjafir!
Eins og ég segi þetta var eftirminnilegt kvöld. Gleðileg jól!!!
fimmtudagur, desember 25, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli