fimmtudagur, desember 11, 2003

Eitt búið, fjögur eftir. Í morgun tók ég mitt fyrsta alvörupróf (miðannarpróf eru bara prump) í alvöru skóla (mh var bara plat). Það var stærðfræðigreining, þegar ég fór að sofa í gærkvöldi búin að reikna öll gömul próf sem ég fann komst í að þeirri niðurstöðu að ég væri ógeðslega góð í stærðfræði og að ég myndi rústa þessu prófi, sem ég og er, og sem ég og gerði. Prófið var mjög sanngjarnt og ég var mjög sátt þegar ég gekk út, ég býst við að fá einkunn einhversstaðar á bilinu náð og 8, sem væri outstanding ef ég væri í Hogwarths. Ég viðurkenni að ég er ekki eins góð í stafsetningu.

Núna þarf ég að byrja að læra fyrir næsta próf sem er á laugardaginn, er samt að spá í að fresta því aðeins því ég vil ekki eyðileggja góða skapið alveg strax. Vinir mínir eru í prófum eða að vinna þannig að ég ætla hanga með hinum vinum mínum, Joey, Rachel, Chandler og þeim.

Engin ummæli: