sunnudagur, desember 07, 2003

Blogger er eitthvað klikk, hann vildi ekki hleypa mér inn... en allt gekk að lokum.

Á laugardaginn fyrir viku auglýsti Eskimo Models eftir hópum, sem eru að leita eftir fjáröflun nota bene, á skrá og einhverjum snillingnum í jógúrt datt í hug að skrá hópinn. Fjórum dögum eftir skráningu fengum við okkar fyrsta verkefni, ég mætti ásamt fleirum í kalda bílageymslu í Kópavogi á föstudaginn og gerði ýmislegt sem ekki má segja frá. Já það er official, ég lék í minni fyrstu auglýsingu á föstudaginn. Frami og dýrð here I come! Annars var þetta aðallega bara kalt og ekkert merkilegt. Síðan fór ég í fjölskyldumatarboð með mömmu og pabba, þau geta ekki hugsað sér að fara án mín, því ég keyri alltaf. Ragna frænka var á svæðinu en Barbí hvergi sjáanlegur. Hápunktur kvöldsins var þegar Ragna fór að leika við Ask (hundinn sinn) og hinum frænkunum datt strax í hug Stebbi. Stella og Ásdís hittu hann í einn dag úti í Danmörku hjá Ásu frænku og finnst hann æði. Mamma hefur hitt hann heima og Ragna var í skóla með honum og allar sögðu þær hver upp í aðra "hann Stebbi er svo indæll" o.s.frv. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða ekki en þessi umræða spannst út frá heimilishundinum, nú verður hver að dæma fyrir sig.

Á laugardaginn var ég ansi öflug og lærði 120 blaðsíður í stærðfræðigreiningu, og Elín, það virkar að hafa calculus lokaðan hjá sér, vitneskjan smýgur inn á meðan!

Um kvöldið fór ég á Love Actually, sem ég hélt fyrst að væri svona væmin bresk vella. Það er svo rangt, þetta er æðisleg mynd. Svona mynd sem maður vill ekki að hætti. Hugh Grant var meira að segja mjög þolanlegur. Ég vil ekki segja mikið um myndina til að skemma ekki því að það verða allir að sjá þessa mynd. Hun er um ást, reyndar og það er eiginlega nóg lýsing. Myndin stendur algerlega undir nafni, hún fjallar um ást og maður labbar út og óskar þess að maður sé ástfanginn, ég er farin að babla núna. Punkturinn er, það eiga allir að fara með kærustu / kærasta sínum á þessa mynd og njóta.

Eitt en, það hangir skrítið fólk í Öskjuhlíðinni. Ég var þreytt á lærdómnum um þrjúleitið í gær og fór út og fékk mér ferskt loft. Ég labbaði í Öskjuhlíðina, þegar ég var á stígnum fyrir neðan trén samsíða fugvellinum heyrði ég hróp og köll, augljóslega Íslendingar á fyllerýi. Þegar ég kom nær sá ég nokkra menn í stuttbuxum í bjórþambskeppni og fólk í kringum að hvetja, síðan voru mennirnir sendir í kapp-skokk, fullir. Þeir héldu ekki jafnvægi á stígnum og skokkuðu beint á ská, mér leið ekkert of vel að vera vitni að þessu og flýtti mér í burtu.

Engin ummæli: