sunnudagur, nóvember 16, 2003

Í gærkvöldi var matarboð hjá Stellu frænku því að Haukur frændi og Jemer konan hans eru að fara til Malasíu í 3 mánuði með litla barnið sitt, hún er þaðan. Það komu allir með eitthvað að borða og allr komu með allt of mikið eins og venjulega en það var ógeðslega gott. Allt sem Maggi eldar er æði. Við fórum út til Rögnu frænku þar sem Barbí vinur hennar var að hanga í tölvunni. Það var mjög gaman, gaur sem hét Barbí á staðnum, Ragna og Héðinn að komast að því að þau eru með sömu áhugamál, ég og Ólöf að tala um Ástralíu. Síðan fórum við aftur inn, þá hafði hefðbundna skiptingin konur við borðstofuborðið og karlar við stofuborðið myndast. Mér finnst karlasamræðurnar oft miklu skemmtilegri, þeir tala oftar um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég settist fyrst á konuborðið, þær voru frekar rólegar og ég talaði bara við Lindu. Síðan hlammaði ég mér niður hjá körlunum, fílingurinn hjá þeim breyttist um leið og ég kom en þeir fullvisuðu mig um það að þeir hefðu ekki verið að tala um karboratora áður.

Engin ummæli: