sunnudagur, október 26, 2003
Ég horfði á Fylkið eða the Matrix í gærköldi, í dag horfði ég síðan á fleiri fylki og reiknaði fullt af drasli með þeim. Fylki er semsagt frekar leiðinlegt stærðfræðilegt fyrirbæri, svona fullt af röðum af tölum. Þegar maður horfir á Matrix þá eru endalausar runur af táknum á tölvuskjáunum hjá þeim sem jú líkjast fylkjum, en að RÚV skuli hafa þýtt nafnið the Matrix sem Fylkið þykir mér skondið. Sérstaklega þegar alltaf þegar einhver segir matrix í myndinni þá segja subtitlarnir draumaheimur eða eitthvað svoleiðis. Þetta var hneyksl helgarinnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli