föstudagur, desember 12, 2003

Próf á morgun og í tölvunarfræði af öllum fögum, oj talandi um leiðinlegt fag. Ekki það að forritunin sjálf sé svo leiðinleg, heldur bara hvernig þetta er búið að vera kennt og það sem er ætlast til að maður kunni, það er alveg út í hróa. Ég verð víst að taka þessu eins og maður og læra fyrir þetta helv próf og fara í það á morgun. Þetta var ókeypis speki dagsins.

Pólitíska hornið
Ég verð að tala aðeins um pólitík. Þessar elskur sem eru á Alþingi eru að hækka lífeyrinn sinn. Þeir eru veruleikafirrtir, ein af ástæðunum sem þeir gáfu upp var að það væri svo vandræðilegt fyrir roskna þingmenn sem væru búnir að sitja lengi og væru að hætta á þingi að leita sér að annarri vinnu. Já endilega eyðum nokkrum milljónum í að spara einhverjum gömlum köllum nokkra mínútna vandræðaleika. Davíð sagði síðan að þetta væri aðeins um milljón kall á næsta ári, bíddu hverjir eru að hætta þá? Hann sjálfur, já og Olrich. Síðan settu stjórnarandstöðuflokkarnir alveg punktinn yfir i-ið í dag þegar þeir drógu stuðning sinn til baka um leið og fólk fór að mótmæla, en samt ekki allir, hvað varð um að taka afstöðu og standa við hana? Ráðherrarnir ætla að taka sér ca. 70% lífeyri á meðan venjulegur maður fær 40%, jú jú hljómar ekkert ósanngjarnt, þeir erfiða í nokkra mánuði á ári fyrir okkur hin, nema að 70% af 500 kalli er aðeins meira en 40% af 100 kalli, þá er það ekki lengur sanngjarnt. Er verið að biðja þjóðina um að gera uppreisn og drepa Davíð eða hvað?

Engin ummæli: