Þorláksmessa í nokkrar mínútur í viðbót og síðan koma jól. Ég er einu sinni ekki búin að hafa tíma til að hlakka til. Ó vell, þau koma nú samt.
Á laugardaginn fór ég í síðasta prófið mitt eftir að hafa lært takmarkað fyrir það, aðallega nóttina áður. Ég brann inni á tíma goddamnit, en ég held alveg að ég nái. Síðan hitti ég Héðin, vei :-) Við fórum í búðir og hann hélt á veskinu mínu og horfði á mig máta föt lengi lengi og kvartaði ekki einu sinni. Ég endaði á því að hringja í mömmu og spurja hvort ég mætti kapa jólagjöfina frá henni til mín því ég væri búin að finna svo æðisleg föt. Hún sagði já og amen og ég fékk mér jakka og skó í stíl í Zöru sem mér finnst æðisleg búð. Síðan fór ég í útskriftarveislu til Svenna, til hamingju Svenni! Ég fór með svörtu stúdentahúfuna mína af því að mér finnst svo gaman að vera með uniform húfu. Það hefði verið betra hefði ég ekki verið eina manneskjan á svæðinu með húfu :-/ Um kvöldið tók ég Héðinn með mér í partý til Jakobs verkfræðinema sem er æði. Náungi sem heitir Svenni (ekki sami Svenni og áðan) var á staðnum og það má segja að hann hafi leitt furðulegar samræður allt kvöldið. Síðan verð ég að segja að Jón Einar er algjört æði.
Sunnudagurinn var ekki sunnudagur heldur Lord of the Rings dagur. Ég og Héðinn fórum á 10 tíma maraþonsýningu með Elínu og Atla og vinkonu Elínar og Stebba og vinum hans. Stebbi sagði við mig daginn eftir: "Vinkona vinkonu þinnar og vinkona mín þekktust." Sem var fínt því þá þekktust nánast allir. Það var æðislegt í bíó!!!! Það var algerlega þess virði að sitja á rassinum í heilan dag og horfa á ALLT ævintýrið um hringinn. Þriðja myndin er rosalega góð, það myndaðist líka svo skemmtileg stemning í salnum, þegar eitthvað svalt gerðist þá klöppuðu og kölluðu allir, aðallega þegar Gimli var fyndinn. Mér fannst skemma pínu fyrir að ég er búin að sjá special edition af númer eitt og fannst vanta margt mikilvægt í hana.
Í gærkvöldi fórum við í dans. Það var ekki dans en Héðin langaði að dansa þannig að það var dans. Það er hentugt að vera eina stelpan á svæðinu á móti 3 herrum, ég valdi lag, valdi herra og síðan dönsuðum við. Síðan langaði Héðin svo mikið að spila Viltu vinna milljón? að við spiluðum það. Sú spurning sem vakt mesta kátínu var: "Hvaða sjúkdómur berst með moskítóflugum?" Valmöguleikarninr voru: gigt, malaría, sjóveiki og tennisolnbogi. Þetta var reyndar bara 5.000 kr spurning þær voru ekki allar svona heimskulegar.
Ég setti nýtt kommentakerfi á síðuna, HaloScan í staðin fyrir SquawkBox. Þetta þýðir að öll gömlu kommentin eru horfin, ef þið væruð til í að skrifa þau öll aftur þá væri það rosa fínt.
miðvikudagur, desember 24, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli