miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Ég fór í innflutningspartý á föstudagskvöldið hjá Jónatani. Hann fékk 3 eins kaktusa og salernisbursta að gjöf, gaman að því. Núna kemur sko parturinn sem kom mér á óvart. Kærastan hans Jónatans til tveggja mánaða var að keppa í Idol þetta sama kvöld og stelpan komst áfram (Ardís minnir mig að hún heitir). Þannig að partýið var í rauninni Idolpartý. Stebbi kom með fullan kassa af frauðplasti og þegar stúlkan kom loksins í partýið þá var frauðplasti hrúgað yfir hana (svona eins og hrísgrjónum er hrúgað yfir brúðhjón en bara ekki eins smekklegt) og fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna. Síðan tók við stíf drykkja (ekki hjá mér) því Jónatan hafði reddað nákvæmlega 96 bjórum fyrir gleðskapinn. Að sjá ískáp fullan af bjór... ég var í himnaríki í ca. 3 sekúndur áður en ég fattaði að ég mundi ekki drekka neitt af honum. Það var spilað á gítar og sungið með Idolundanúrslitafarann í fararbroddi. Þegar leið á kvöldið bættust fleiri og fleiri jógúrt í partýið og fleiri og fleiri ekki-jógúrt tóku að yfirgefa svæðið. Standardinn í lagavali lækkaði sífellt og þegar ég þekkti All my loving bara á textanum en ekki laglínunni því hún var orðin óþekkjanleg þá hélt ég að botninum væri náð. En nei eftir því sem leið meira á kvöldið runnu öll lögin saman í eitt lag og að lokum spilaði Hinni A, af því að það er "það eina sem hann kann". Hey, I´m telling it like it was. En eins og máltækið segir þar sem tvö eða fleiri jógúrt koma saman þar er gaman.

Héðinn er í bænum :-)

Engin ummæli: