mánudagur, júní 29, 2009

Einn dagur eftir

Bara einn.

Úti er of heitt. Það er bara of heitt. Það er ekki loftkæling í vinnunni, því jú þetta er England. Svo núna, í hitabylgjunni, þeirri fyrstu síðan 2003 skilst mér, er of heitt. Á morgun á að vera jafnheitt, og hinn og hinn aðeins heitara og meiri sól.

Bara einn dagur eftir á skrifstofunni. Og svo íslensk gola!

föstudagur, júní 26, 2009

Ad blogga i vinnunni

Nuna a eg adeins orfaa daga eftir i timabundnu vinnunni minni hja onefndri economics consultancy i London. Verkefnid sem er var adallega radin i klaradist fyrir ca 2 vikum og sidan tha hef eg verid ad gera hitt og thetta, eins og lesa um rafmangsframleidslu i Noregi og fleira skemmtilegt (flokid og erfitt rettara sagt). Eg er buin ad laera mjog mikid af thvi ad vinna herna. Helsta lexian er liklega su ad eg tharf ekki ad panikka tho eg skilji ekki allt sem utskyrt er fyrir mer um economic modelling med thykkum fronskum hreim. Serstaklega thar sem eg hef aldrei laert (eda unnid vid) econometrics. Eg baeti thvi vid 'life lessons' listann minn. Ekki panikka. Tekk. Eg er ad spa i ad fa mer bol sem stendur a 'Don't panic', tha get eg, ef eg lendi i svipadri adstodu i framtidinni afsakad mig og farid klosettid og road mig nidur med thvi ad horfa i spegilinn, en tha thyrfti letrid a bolnum ad vera speglad.*

Eftir viku verd eg a leidinni til Islands i 2 vikna fri, hurra jibbikola hvad eg hlakka til. Eg vona ad thad verdi gott vedur. Her er buid ad vera dasamlegt vedur, nema i dag eiga ad koma 'thundery showers'. Thad er ekki byrjad ad rigna og eg hef ekki ordid vor vid thrumur og eldingar, eg vona bara ad eg lendi ekki i rigningu a leidinni heim ur vinnunni.

Yfir og ut

*Til ad tekka hvort letrid a bolnum thyrfti ekki orugglega ad vera speglad for eg inn a klosett med blad sem stendur a 'Tariff documents' og las af bladinu i speglinum, og juju thar stod 'trabpukcip'.**

**Ok, vidurkenni ad thessi brandari var heldur langsottur, en eg verd svaka anaegd med thann sem fattar.

fimmtudagur, júní 18, 2009

Tungumálaörðugleikar

Stundum lendum við Diogo í vandræðum með að finna orð þegar við erum að tala saman. Þá meina ég vegna tungumálaörðugleika. Það kemur nefnilega stundum fyrir að hvorugt okkar veit (eða man) orð yfir eitthvað sem við erum að tala um á ensku.

Ég man íslenska orðið.
Hann man portúgalska orðið.

Ég skil ekki portúgalska orðið.
Hann skilur ekki íslenska orðið.

Samskiptum er ábótavant.

Dæmi um orð sem hafa orðið til vandræða: buxnaskálm

Hvers konar orð er pant leg eiginlega!?!

fimmtudagur, júní 11, 2009

Tube verkfall

Í dag er annar dagurinn sem bílstjórar og annað starfsfólks tube-sins eru í verkfalli. Sem kemur sér ansi illa fyrir mig og hinar 3.5 milljónirnar (síðast þegar ég las mér til) sem nota tube-ið daglega. Í gærmorgun prufaði ég að bíða eftir strætó í korter, en að þeim tíma liðnum voru ennþá sömu bílarnir í röð fyrir utan stoppustöðina og engan strætisvagn að sjá. Ég ákvað þá að labba þessa rétt rúmlega 5 kílómetra sem google maps segja mér að séu í vinnuna. Reyndar var það ekkert mál, nema ég var ekki í nógu góðum skóm. Í dag ætla ég aftur að labba, nema ég ætla að vera skynsamlegar klædd (m.a. í hvítu og bleiku íþróttaskónum mínum, sem hafa víst verið notaðir áður).

Almenningur hefur litla samúð með starfsfólki tube-sins og fæstir styðja þetta verkfall. Þegar aðrir eru að missa vinnuna eða fá launalækkun fer þetta vel-launaða, fríðinda-mikla fólk í verkfall, öss.