fimmtudagur, mars 31, 2005

[Þura returns]
Komin á klakann. Fyndið, enginn kom að sækja mig á Keflavíkurflugvöll en ég var sótt á flugvöllinn í Madrid og á Kastrup (tvisvar). Hér með þakka ég Svanhvíti formlega fyrir stórgóða viku, hefði mátt vera lengri þó, skal sem fyrst endurtekin, sennilega í öðrum bæ á öðru tungumáli.

[Gáta]
Hvaða flík er lýst svona (Svanhvít bannað að segja):

The brand stvle leisurely and carefree and rate and serving as and really my true qualities.

Getiði nú!

mánudagur, mars 28, 2005

Internet stadur í Alcalá de H. rétt hjá Madrid Spáni. Helstu fréttir eru thaer ad ég var raend, ekkert grín veskinu mínu var stolid og í thví voru kortin mín, allir peningar, sími, digital myndavél og ýmsir persónulegir hlutir eins og Svanhvít sagdi vid loggumanninn. Núna geng ég um med ekkert veski, thad er eins og Svanhvít eigi eiginkonu, ég tharf ad bidja hana um pening ef mig langar ad kaupa eitthvad.

Annars er heví gaman, og Spánverjarnir eru heví saetir ;)

miðvikudagur, mars 23, 2005

Er eg mesti auli i heimi eda hvad! Nuna sit eg a kastrup flugvelli og er ad blogga.Thad er ekki komid neitt gate a flugid mitt til Madrid og eg er buin ad fara a barinn, mer datt ekkert betra i hug ad gera...

A barnum missti eg reyndar allt alit a sjalfri mer, eg bad um bjor og gellan spurdi "Lille, mellem eller stor?" og eg vildi storan, tha benti hun a risa RISA stort glas og eg sagdi "okey mellem" Hef ekki skammast min svona mikid i tja nokkra daga... Drakk 0,5 litra millistoran bjor...

Svanhvit segir ad vid seum ad fara a e-d ku klux klan djamm i kvold...Thetta blogg kostadi mig 3,25 DKK a min. Bid ad heilsa ykkur!

laugardagur, mars 19, 2005

[Standard djamm]
Drekka of mikið
Taka í vörina
Vera alltof full
Æla fyrir framan fullt af fólki sem þekkir mig (ekki öðruvísi)
Halda síðan áfram

Þetta var standardinn, ég náði fullu húsi stiga í gærkvöldi (í fyrsta sinn). Hver fyrir sig má fylla í eyðurnar. Hins vegar er þetta ekki góður standard, hugmyndir að nýjum óskast.

[er hann að djóka eða?]
Hér birtist setning sem einn kennara minna í háskólanum sendi bekknum í Emaili. Ath óritskoðað:

Tveir nýir hópar hafa skráð sig til leiks
Það eru hóparnir
Jónsson með Marel
og Hot Chicks sem eru æstar í Slippinn í Reykjavík


Bendi ég sérstaklega á neðstu línuna til hneykslunar.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Hvað er það að gleyma að mæta í dæmatíma af því að maður var að búa til gogg og leika með hann?

Kennarinn les alltaf upp og veit hvað allir heita, frétti að í dag hefði hann ekki verið léttur á brún þegar hann las "Þuríður".

Goggar eru skemmtilegir.

mánudagur, mars 14, 2005

[sunnudagsmorgnar í Víðihlíð í Víðihlíð]
Ég vil byrja á að þakka Andra Ólafssyni fyrir umræður um ákveðið lag síðastliðið þriðjudagskvöld, lagið er ennþá fast inni í hausnum á mér.

Næsta sunnudag verð ég stödd í Kaupinhafn, og á miðvikudeginum þar á eftir í Madrid, og fimmtudaginn í vikunni þar á eftir í Reykjavík, kannski ég skelli mér til Prag í leiðinni... eða er Moskva málið...

Ég er búin að tilkynna Svanhvíti að ég ætli mér ekki að upplifa Spán edrú, eða er soldið gróft að vera fullur á föstudaginn langa í kaþólsku landi...? Eða er Spánn ekki annars kaþólskt land... Fáfróða stelpa...

laugardagur, mars 12, 2005

Lesendum til ánægju og yndisauka hef ég ákveðið að skrifa örsögu, reyndar er hún dagsönn:

Á fimmtudaginn henti ég appelsínu út um gluggann í VR.

ENDIR

mánudagur, mars 07, 2005

[Árshátíð]
Ég veit ég skemmti mér vel. Ég veit líka að ég man ekkert voðalega mikið.
Við lögðum af stað uppúr 1, ég og pörin, hvað er það með mig að hanga alltaf með pörum? Sagan endurtekur sig greinilega. Fyrsti bjór var drukkinn á leiðinni, það var góður bjór. Við tékkuðum okkur inn á Hótel Selfoss og síðan var planið að fara út að leika og drekka meira, klukkan var samt heldur margt þannig að úr varð að við vorum inni að leika og drekka bjór. Ég var líka undir mikilli pressu frá Gunna að vera líta vel út, það kom til þannig:

[forsagan]
Nokkrum dögum fyrir árshátíð vorum ég, Gunni, Sella og Erna að keyra, við stelpurnar vorum að plana að taka okkur til saman, mála okkur og laga hárið. Allt í einu heyrðist frá Gunna "Það er samt eiginlega bara Þura sem þarf eitthvað að taka sig til!" Við urðum allar steinhissa og ég leit strax í afturspegilinn og hugsaði "Hvað sér hann svona mikið að mér!?!" Eftir smástund föttuðum við að hann var meina að ég væri sú eina sem væri á lausu og hefði þess vegna meiri þörf fyrir að vera fín heldur en hinar. Eftir þetta áfall var ég þó dead set á að líta vel út.

Það er ekki mitt að dæma hvernig til tókst en Gunni sagði allavega að ég hefði staðist prófið.

[maturinn]
Maturinn byrjaði um 7 held ég og ég held ég hafi aldrei borðað jafnlítið á árshátíð. Humarsúpan slapp, bragðaðist meira eins og rjómi með humar- og piparbragði. Aðalrétturinn var ógeð, lambakjötið var þurrt og bragðlaust, kartöfludótið bragðaðist eins og æla og hitt kartöfludótið bragðast eins og æla ef ég æli aftur seinna um kvöldið. Tryggvi sagði að þetta væri bara bull í mér og tók að sér að klára matinn minn, síðan samþykkti hann að kjötið mitt væri ógeð þannig að ég fór og fékk nýtt. Þvílikt magn af kjöti sem ég fékk í það skiptið og mér fannst það ennþá vont, úr varð að allir sessunautar mínir fengu ábót. Ísinn var hinsvegar góður, ég borðaði tvo skammta.

[þegar Þura missti endanlega allt kúl]
Á einhverjum tímapunkti í matnum fékk Tryggvi sér í vörina og allt í lagi með það, en á sama tímapunkti neitaði ég ekki þegar hann bauð mér með sér, ekki allt í lagi með það. Næstu borð í kringum fengu semsagt að fylgjast með með mér gera misheppnaða tilraun til að taka í vörina, við erum að tala um að allt fór út um allt. Ég hljóp inn á klósett með servéttu fyrir munninum og fór síðan upp á herbergi að tannbursta mig. Fína stelpan var ekki svo fín lengur...

[skemmtiatriðin]
Allar skorirnar voru með dans-skemmtiatriði. Verð að segja að atriði byggingarinnar hafi borið af, þau gerðu myndband sem var að stæla mynbandið þar sem allar gellurnar eru í leikfimi í efnislitlum og níðþröngum búningum, tótallí brillíant...

[drykkjan]
Eftir matinn var byrjað á sterka áfenginu, eftir það á ég ekki skýrar minnigar af atburðum. Mér að óvörum en til mikillar ánægju hellti ég ekki yfir neinn, varð ekki það ofurölvi en ofurölvi samt, gerði engan skandal þótt einhver hafi verið að segja að ég hafi horfið með einhverjum strák, það er ekki satt. Eini strákurinn sem ég hvarf eitthvað með var Jón Einar en hann telst ekki með (sorrí Jón!) Kvöldið var fljótt að líða í partýum í hinum ýmsu herbergjum og að kíkja aðeins á ballið. Takk fyrir kvöldið allir! :)

Stjörnugjöf: 4 af 5 mögulegum

Klikkaði á að mæta í morgunmatinn, klikka ekki á því aftur.

[dagurinn eftir]
KFC á Selfossi, loksins, mig var búið að dreyma þessa ferð á KFC í margar vikur. Borðaði sirka einn sjötta af því sem ég pantaði, brunað í bæinn og sund. Ætlaði síðan þvílíkt að mæta í partý daginn eftir en rúmið mitt kallaði svo mikið á mig Þura kondu að lúlla, Þura lúlla núna!!!!! svo að ég lúllaði bara í staðin fyrir að fara í partý. Partýhaldari vinsamlegast beðinn að velja hentugri tíma næst.

föstudagur, mars 04, 2005

[Mjög svo uncoherent þvaður]
Í gær sullaði ég niður kaffi fjórum sinnum, svona án alls gríns. Um síðustu helgi hellti ég niður bjór yfir fjóra stráka. Í dag vona ég að ég sé búin með niðurhellingarkvótann minn því að í kvöld er árshátíð. Samt er í búin að biðja þó nokkra afsökunar fyrirfram ef ég skildi hella meira niður í kvöld.

Hef verið að velta því fyrir mér hvort einhverjir haldi í alvörunni að ég sé stundum full í skólanum. Ég viðurkenni alveg að ég tala mikið um áfengi.

Dæmi 1:
Einhver segir: Æ mér er svo illt í hausnum! eða Æ ég gleymdi varmafræðibókinni minni heima!
Þá segi ég venjulega: Og veistu hvað læknar það?
Eðlileg viðbrögð eru: Nei hvað??
Og þá er mitt svar: BJÓR!!!!!!!!!!

En núna er fólk farið að vita að mín lækning við öllum heimsins vandamálum er bjór þannig að flestir eru búnir að læra að segja bara strax bjór, jafnvel áður en ég segi nokkuð.

Dæmi 2: Þegar einhver heyrir ekki alveg hvað ég sagði og spyr: Hvað sagði Þura? þá er algengt að einhver annar segi: Æi hún var örugglega bara að tala um áfengi! þó að umræðuefnið hafi kannski verið say skiptilyklar.

Dæmi 3: Sex verkfræðinemar eru að læra saman, köllum þá nema 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Einhver segir eitthvað fyndið, þá gerist vanalega eftirfarandi: nemar 1 og 2 veltast um af hlátri, skvetta kaffi útum allt og verða mjög ó-penir, nemar 3 og 4 hlægja eins og live studio audience hlær í Friends, nemi 5 glottir út í annað og nemi 6 horfir forviða á ofsafengin viðbrögð nema 1 og 2 og brosir pent. Held það þurfi ekki að taka það fram að ég er númer 1 og síðan ætla ég ekkert að taka fram hverjir hinir eru.

Lokaorð: Ég hef aldrei verið full í skólanum, ætti kannski að reyna að vera stilltari til að einhver trúi mér.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Ái stanslaus hausverkur! Ég bara er með hausverk sem vill ekki fara sama hvað ég geri, hef reyndar ekki prófað að taka verkjalyf...

Það er alltof mikið að gera... get ekki svona mikið...