þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hæfileiki sem ég held að flestir búi yfir: að fresta því sem mann langar ekki að gera eins lengi og maður getur.
Hæfileiki sem ég er að leggja rækt við núna: sjá hæfileikann að ofan.

Ég er að gera skýrslu, svona alvöru, um tilraun sem ég gerði í byrjun semptember og er algjörlega búin að gleyma núna. Þetta á allt að vera svaka fræðilegt, allar jöfnur númeraðar og læti. Ég er búin að vita af þessu í 3 mánuði, fékk dagsetningu skila fyrir 1 mánuði og byrjaði fyrir 1 klukkustund. Þó ekki fyrr en ég hafði lokið að lesa Harry Potter, borðað popp, lesið Vikuna frá 2001, skrópað í tölvutíma og leitað vandlega að skrúfblýantinum sem ég týndi í síðasta mánuði. Hæfileiki eða galli?

Engin ummæli: