Háskólalíf hljómar voða vel, hljómar eins og titill á væmnum/fyndnum/amerískum sjónvarpsþætti sem RÚV sýnir 24 þátta seríur af á þriðjudagskvöldum, þar sem stúdentar ganga um með eina stílabók í bakpokanum sínum, eyða deginum í að höstla á bókasafninu og borða fínt pasta í hádeginu.
Þetta er tálsýn, ég ber 10 kíló á bakinu á degi hverjum, borða þurrt brauð því að skammturinn af pasta kostar 450 krónur og er ekki inná fjárhagsáætlun, og á bókhlöðunni sést einu sinni ekki hvort strákar séu sætir eða ekki því þeir eru alltaf með nefið ofan í bókum. Auk þess er kalt á Íslandi að það er ekki hægt fyrir kuldaskræfur eins og mig að mæta bara á peysunni í skólann.
Svo eru það heimadæmin, sem:
(a) skila skal 4 sinnum í viku
(b) vera skulu erfiðari en svo að maður geti meira en 50% af þeim
(c) koma dag og nótt á netið, þannig að um leið og maður er búinn að skila eðlisfæðidæmunum í þessari viku eru eðlisfæðidæmin fyrir næstu viku komin á netið.
Fyrir utan skiladæmin eru ógrynni "venjulegra dæma", hundruðir blaðsíðna af lesefni sem þarf að vinna. Ég held að núna þegar 2 og 1/2 vika er liðin af skólanum sé búið að fara yfir meira efni en á 6 vikum í MH.
Niðurstaða:
Ég er að drukkna.
Velkomin í Háskóla Íslands!
laugardagur, september 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli