föstudagur, nóvember 14, 2003

Ef ég líki mér við bíl með 5 gíra sem virkar þannig: Þegar ég er í fyrsta gír þá nenni ég eiginlega ekkert að læra (MH-style), í ödrum gír gef ég aðeins í, þriðji gír er fínn, þá er ég nokkuð dugleg, ég er ennþá duglegri í fjórða gír, í fimmta gír er stigið í botn, ég læri af fullum krafti, gleymi að þvo mér um hárið og sofa, það mætti segja að ég sé innan í fylki (e. matrix) þegar ég læri stærðfræði og viti ekki að "the real world" sé til "outside the matrix".

Núna er ég í fimmta gír, ég legg allt undir til að ná jólaprófunum. Ég er í svakalegum ham, "I am the one" sem ætlar að taka öll prófin. Það eina sem stendur í mínum vegi er einhver vírus, ég kýs að kalla hann "agent Smith". En ég ætla að lemja hann með priki og gera það sem ég kom til að gera. Ná!

Engin ummæli: