Í dag þurfti ég að ljósrita. Ég mundi eftir því að ég átti ennþá gamalt ljósritunarkort úr MH þannig að ég ákvað að skella mér í heimsókn í gamla skólann minn. Á leiðinni komst ég í svaka nostalgíufíling, ég var farin að rifja upp gömlu góðu MH-stemninguna, hvernig það var að hanga í Norðurkjallara, láta busa troðast fyrir framan sig í troðningnum hjá matsölunni (eða eins og ég fílaði betur að troðast fyrir framan busa), dissa Einar Óskars í tímum og bara lifa og hrærast í MH. Ó the memories... Þegar ég kom að emmhá þá fékk ég vægt sjokk, það var slökkt, það var lokað og læst, það var allt dautt. Mér datt í hug að skólinn hefði dáið í fjarveru minni, að hann bara þrifist ekki án mín. Síðan komust jarðbundnari hugsanir að og ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri haustfrí sem og er. Skúffuð, ekki búin að ljósrita, örlítið tilbúnari til að takast á við vonbrigði í lífinu sneri ég heim á leið. Heimsókn á "æskuslóðir" verður að bíða betri dags.
Ég ætlaði að setja link á Einar Óskars en hann er ekki með heimasíðu, í staðin fann ég síðu Gunnars tölvukennara, ég komst að því að hann er auli.
mánudagur, október 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli