mánudagur, desember 29, 2003

Brjálaður snjór í allan dag, snilld er það. Bílar að festast á hverju götuhorni, björgunarsveitir að draga bíla upp úr spólförunum sínum. Ég elska svona daga. Ég klæddi mig upp í kraftgalla og fór út að leita að ævintýrum (eða vandræðum hvort sem kæmi fyrr). Ég hitti mann sem var fastur og sá fljótt að mínir litlu kraftar kæmu ekki að miklum notum við að hjálpa honum, ég fór samt og spjallaði við hann og var í svaka björgunarsveitafílingi þótt ég hafi í raun og veru ekki gert neitt. Botnlanginn sem ég bý í er ekki ruddur þannig að hann er formlega ófær fyrir aðra en jeppa sem 70% nágrannanna eiga þannig að við vorum meðal þeirra fáu sem héldu sig heimavið. Foreldrar mínir eru kennarar og því líka í fríi þannig að þetta kom ekki að sök.

Steini gaf mér jólagjöf í gær (takk Steini!) sem var ýkt flott.

Jólin hafa bara verið fín. Það kom fólk sem kallast ættingjar í kaffi í gær, ég hjálpaði mömmu að taka til veitingar. Það sem hér fer á eftir sýnir vel hvað aðskilur Jón og séra Jón á mínu heimili. Ég gekk inn í eldhús og mamma sagði þá við mig "Þura, þú segir ekki orð!!" Þá sé ég hvað hefur gerst, mamma hafði verið að setja rjóma í sprautu og jólagardínurnar voru allar útataðar í rjóma. Ég hló vel og lengi áður en ég minnti mömmu á hver örlög föður míns hefðu verið hefði það verið hann sem missti stjórn á rjómanum. And that´s all I have to say about that.

Engin ummæli: