þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hversdagurinn, hvers er dagurinn?

Dagurinn í dag er fyrir margt merkilegur og magnaður.

Sem dæmi má nefna að flæðið minnkaði í einum mestu Skaftárhlaupum í manna minnum. Þetta hlaup er merkileg að því leiti að það byrjaði óvenju snöggt þannig að sprungur komu í jökulinn, en það fór ekki bara undir jökulinn eins og venjulega. Ég skilaði ritgerð, en það hef ég ekki gert síðan í menntaskóla. Hef skilað óteljandi* skýrslum og heimadæmum en engum ritgerðum. Jörðin var hvít í morgun, um miðjan dag var ágætis vorveður og í kvöld byrjaði aftur að snjóa. Sprengjutilræði var í ferðamannabænum Dahab í Egyptalandi í kvöld, í það minnsta 22 létust (sjá nánar á mbl.is). Líkur á því að fuglaflensa berist til Íslands eru hverfandi vegna þess að flestir farfuglarnir eru komnir eða á leiðinni (skv fréttum í sjónvarpi í kvöld). Í Nepal er það helst að frétta að konungurin ætlar að endurreisa þingið í landinu (sjá nánar á visir.is). Ég drakk 0,4 lítra af sprite á 7290 sekúndum. Þar með bætti ég fyrra met mitt um 173 sekúndur.

*Í alvöru ég gæti ekki talið hversu mörgum skýrslum og heimadæmum ég hef skilað þessi þrjú ár sem ég er búin að vera í háskólanum

mánudagur, apríl 17, 2006

Ég var að horfa á Reality Bites með Winonu Ryder. Þar segir hún á einum stað þegar hún er sem dýpst sokkin í sjálfsvorkun og volæði að hún hafi ætlað að verða eitthvað fyrir 23 ára aldur. Það þykir mér merkilegt, þótti 23 ekki ungt árið 1994 ?

Það lítur ekki út fyrir að ég nái að verða eitthvað áður en ég verð 23 ára, hef allavega bara 3 daga til stefnu. Jæja, best að fara að reyna...

mánudagur, apríl 10, 2006

Góður árangur? Það er umdeilanlegt.Ég get glatt lesendur með fréttum af drykkjuafrekum mínum. Á aðalfundi Vélarinnar síðastliðið föstudagskvöld fékk ég titlana drifskaftsdrottning (kórónan) og Topp Vísindamaður Vélarinnar 2005-2006 (bikarinn), það er ekki á hverjum degi sem maður er verðlaunaður fyrir drykkju, læti og drykkjulæti. Allt kvöldið var séð til þess að bikarinn væri alltaf fullur af gleði :)
(ef þið fóruð að hlæja yfir orðinu drifskaftsdrottning, þá segi ég já ég veit við erum nördar)

mánudagur, apríl 03, 2006

Vangaveltur ungrar og fróðleiksfúsrar stúlku
[Ath ég man ekki hvort ég hafi bloggað um nákvæmlega þetta áður eða bara ætlað að gera það, ef ég er að endurtaka hluti þá biðst ég afsökunnar.]

Áðan sat ég við skrifborðið mitt og var eitthvað að blaða í skipulagsbókinni minni, nótera það sem ég þarf að gera og muna að gera. Það er mikilvægt að muna ýmsa hluti. Síðan var mér litið á litlu svörtu bókina sem ég skrifa hluti í, t.d. skemmtilega frasa sem fólk segir. Það er gaman að muna svoleiðis. Þetta er afburða lélegur inngangur að því sem ég hef að segja. Ég ætla að birta hér lista sem ég skrifaði í lest á leiðinni frá London til Liverpool í ágústmánuði 2001. Með í för var Svanhvít , við vorum í sannkallaðri pílagrímsferð. Listann ætla ég að skrifa eins og hann kemur, athugasemdir um einstök atriði eru fyrir neðan (í næstu færslu af því að blogger er að vera leiðinlegur við mig).

Things to find out:
1) "Mind the gap" raddirnar í tubinu (maðurinn á Victoria)
2) Hvað verður umm pissið þegar maður pissar í lest? Er það látið leka á teinana?
3) Hvað þýðir TIPPING ?
4) Hvaða eldsneyti er notað á lestar?
5) Hvað þýðir "the meek"
6) How does one boil a frog?
Athugasemdir:
1) Við vorum búnar að vera nokkra daga í London og höfðum afskaplega gaman af því að ferðast um með túbinu og heyra röddina segja "mind the gap" og okkur langaði að vita hvort þetta væri alvöru manneskja á hverri lestarstöð eða spóla. Á sumum stöðvunum var gap-ið milli lestar og lestarpalls ansi mikið (næstum 1/2 metri). Ég man líka að okkur þótti kallinn á Victoria stöðinni einstaklega skemmtilegur, hann var augljóslega alvöru því hann sagði aukaorð inn á milli, t.d. Mind the gap, mind the gap please, mind the gap! og einu sinni sagði hann Mind the gap you silly boy!!!
2) Ég hef greinilega farið á klósettið í lestinni og farið að spá. Hef ekki komist að hvað er gert.
3) Man ekkert hvernig þessi pæling kom til, kannski Svanhvít muni það.
4) Hef ekk græna og veit ekki afhverju ég var að spá í því.
5) Á www.answers.com fæst um orðið meek: 1.humble in spirit or manner 2.very docile og 3.evidencing little spirit or courage. Finnst hinir auðmjúku ágæt þýðing á því sem ég var að spá í. Á síðunni stendur líka að orðið komi úr Middle English og hafi þar verið meke, sem aftur hefur skandinavískan uppruna og ku vera tengt norska orðinu mjukr (með bylgju ofan á u-inu) sem við getum öll tengt við íslenskt orð. Þá veit ég það loksins eftir 5 ára bið...!
6) Reikna með að það sé ekki ósvipað því og að sjóða hvað annað. Man samt ekki hvers vegna þessi pæling kom fram.

Þetta varð rosa löng pæling upp blaðsnepil, góðan blaðsnepil mind you (and the gap).
Lasin... og búin að vera það undanfarna viku, fattaði það reyndar ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið þegar ég kom heim úr skólanum búin að skila mest öllu fyrir vikuna.

Týnd... hvar er ég?

Líklega bara með óráði eftir hamagang undanfarinna daga/vikna/mánaða og núverandi slappleika.