fimmtudagur, desember 18, 2003

Það var jóla-eitthvað í vinnunni hans pabba í kvöld þannig að ég keyrði hann og sótti, það fékk síðan maður far með okkur heim. Þeir voru búnir að drekka soldinn bjór og maðurinn segir eitthvað um að ég sé hugguleg, síðan spyr hann hvort ég sé fjölskyldumanneskja. Ég svaraði "Ég er dóttir hans!" og bendi á pabba. Maðurinn varð frekar hissa, það er kannski ekkert skrýtið því það er ekki algengt að maður á pabba aldri eigi svona unga dóttur. Eða kannski er ég bara hissa yfir að hafa verið spurð hvort ég væri fjölskyldumanneskja. Ég, börn????

Ég fór í Smáralindina í dag sérstaklega til að kaupa nýjan bol fyrir jólin. Venjulega fer ég í búðir án þess að ætla að kaupa neitt og finn alveg fullt sem mig langar í, í dag fann ég ekki neitt. Búhú Smáralind! Karlmenn í kvenfatabúðum eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit, þeir vita svo alls ekki hvað þeir eiga að gera eða hvert þeir eiga að horfa, það er svo vandræðalegt að það er æðislegt. Í þau fáu skipti sem Héðinn kemur með mér í kvenfatabúð, hann víkur ekki frá mér, hann bókstaflega heldur sig í lágmark 1 metra fjarlægð frá mér. Mér finnst það frekar skrítið, því ég get ekki verslað með einhvern horfandi yfir öxlina á mér. Betra er þegar búðin selur líka karlaföt, þá er hann horfinn.

(Mamma og pabbi eru að horfa á Ali G og ekki alveg að fatta, það er fyndið að horfa á þau horfa á hann.)

Það er eitt próf eftir *dæs* og ég er ekki byrjuð að læra fyrir það og ég nenni ekki að læra fyrir það og mig langar að vera komin í jólafrí eins og sumir (og fleiri sumir). Jólafrí komdu!!!

(Núna er pabbi búinn að fatta að þetta sé djók en mamma er ennþá clueless tíhí)

Mamma var í aðgerð í gær þannig að ég er yfirkokkur á heimilinu, það er ógeðslega gaman og ég er ógeðslega góð að elda. Í gær hafði ég pulsur og kartöflur, bæði sem þarf að sjóða með afar flóknum aðferðum og ég brenndi hvorugt! :) Ég hafði líka grænmeti með, hefði getað verið borið fram á holtinu. Í kvöld bauð ég upp á le ken du tucky f´ried, að hætti meistarans. Í dag fór ég í Nóatún og keypti ungnautahakk fyrir enn aðra glæsimáltíðina sem ég ætla að framreiða á morgun. Það var soldið fyndið, það er maður í kod sem lítur út fyrir að vera slátrari og síðan komst ég að því að hann er slátrari, og hann afgreiddi mig (hann lítur sko út eins og slátrari í teiknimyndum og þessvegna var það fyndið).

(Mamma og pabbi eru ennþá að horfa, þau eru svo fyndin)

Ég er búin að fá eitt jólakort, takk Hekla og Nils! :) Ekki að ég sendi jólakort sjálf.

Engin ummæli: