Ég er að verða brjáluð, ég er búin að vera að vinna helvítis rekstrarfræðiverkefnið alla fokking helgina, við höfum allar upplýsingar sem við þurfum, það er ekki vandamálið lengur. Vandamálið er að samhæfa uppsetningu á skýrslunni sem er hægara sagt en gert. Það er ekki oft á æviskeiðinu sem maður getur sagt, ég hlakka svo til að fara að læra fyrir próf, en núna er eitt þessara mómenta. Ég get ekki beðið að klára að skila þessum leiðinlegu verkefnum svo ég geti farið að læra af viti!!!
Eftir skóla, eftir vinnu, eftir djamm, eftir Bítlana, eftir Beethoven, eftir Schumacher, eftir þessa auglýsingu. Þetta er besta auglýsingin í sjónvarpinu í dag að mínu mati, verið er að auglýsa malt. Þetta er svo mikið diss á kókauglýsingarnar sem öllum fannst svo kúl í sumar, fyrir fjölskylduna, fyrir ættarmótið, fyrir sex, eftir sex, fyrir KR-inga, fyrir Valsara, fyrir Dabba, fyrir Sollu, fyrir gos, eftir gos, á meðan myndir af kókflöskum í allskonar ástandi voru birtar. Í maltauglýsingunni er maltflaskan bara á skjánum, hún breytist ekki neitt eins og kókflöskurnar í kókauglýsingunni, hún bara er. Mér finnst þetta einmitt lýsa malti vel, það stendur alltaf fyrir sínu, sama hve marga hringi jörðin fer, malt er malt og það veitir ákveðið öryggi, á tímum hryðjuverka og bankamannavandamála. ÉG HEITI ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR OG ÉG TRÚI Á MALT.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli