sunnudagur, nóvember 16, 2003

Ég fór á fund út verkefninu sem ég er að vinna í rekstrarfræði í gær. Einn gaur sem var í mínum hóp sagðist hafa "unnið í 5 búðum" og "hann vissi alveg hvernig vörumóttaka færi fram" og "það væri ekkert hægt að nota handtölvur í vörumóttöku, hann sæi allavega ekki hvernig". Verkefnið snýst um að kanna hve mikill tími sparast þegar maður notar handtölvu við hin ýmsu störf í búðum og það er augljóst að það sparast mikill tími. En það er ekki málið, ég ætla ekki að skrifa í skýrsluna, "Sko, þarna hrokafulli gaurinn í hópnum hefur unnið í fullt af búðum og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hann segir að það sé ekki hægt að nota handtölvu við vörumóttöku og þess vegna slepptum við að kanna þann lið." Ég var svo reið að ég átti erfitt með að hemja mig.

Engin ummæli: