Í dag byrjaði ég í námskeiði í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Það var ekki alveg það sem ég bjóst við, við vorum strax látin byrja að teikna allsbera konu án þess að fá nokkra leiðsögn, en síðan labbaði kennarinn á milli og gagnrýndi. Í 10 manna hóp þóttu mér ekki miklar líkur á að ég þekkti einhvern en viti menn, Georg Douglas jarðfræðikennari í MH var mættur að teikna beru konuna. Mér brá smá en ekkert miðað við hvað honum brá og varð vandræðalegur. Síðan jafnaði hann sig og við spjölluðum saman í pásunni, ég sagði honum frá hræðilegum eðlisfræðidæmatímum hjá Dr. Vésteini Rúna, hann hló bara og samþykkti allt.
Þessi vika einkennist af miklu miklu miklu stressi, á mánudaginn gat ég ekki stærðfræðigreiningarheimadæmin, í gær gat ég ekki java verkefnið og í dag gat ég ekki eðlisfræðiheimadæmin. Ég vona bara að á morgun geti ég. "Þura, the Little Calculating Machine That Could"
Ég er í yndislegu námskeiði sem heitir Starfssvið verkfræðinga. Þar mætir maður einu sinni í viku og hlustar á verkfræðinga úr hinum ýmsu geirum. Í síðustu viku kom virkjanaverkfræðingur, hann sagði okkur frá því þegar hann fór á deit með amerískri gellu og sagði henni viða hvað hann ynni, gellan sagði bara: "You´re a damn engineer, I thought you were a lawyer." Sem var fyndið þegar hann sagði það. aula... (ég er komin með sama húmor og Dr. Vésteinn a.k.a. Dr. No-Good-Son-Of-A-Teacher, rats)
Í dag í fyrrnefndu námskeiði komu tveir ungir, hvítir, ofur-sjálfsöruggir karlmenn úr viðskiptalífinu. Það var egó yfir hættumörkum í salnum, maður beið bara eftir gellum með bjór og vínber. Þeir höfðu eiginlega ekkert að segja og voru frekar leiðinlegir en annars ágætir.
Ég er aftur byrjuð að mæta í dans... fallin með 4,4
miðvikudagur, október 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli