fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Sagan á bakvið aulabarn eftir Þuríði Helgadóttur esq.

Það var á tímum einokunar og einveldis á Íslandi, Noregur var vinsæll viðkomustaður frækinna íslenskra víkinga í þá daga og sól var í húsi krabba, þetta var semsagt í júlí 2003.

Ég og Stefán nokkur Haraldsson lögðum leið okkar til Noregs á svokallað swing-camp til að bæta danshæfni okkar. Okkur til mikillar undrunar enduðum við í norskum heimavistarskóla fjarri siðmenningu og hraðbönkum (sem gerði það að verkum að við gátum ekki verslað mat í 4 daga og lifðum á brauðskorpum og vatni). Í umræddum heimavistarskóla fór danskennsla fram í hinum ýmsu sölum og hét einn salurinn “aula scene“ sem er norska og merkir „skáhallandi salur“. Til glöggvunar má nefna að salurinn líktist stofu 29 í MH. Á hurðinni hékk síðan miði sem á stóð “aula barn“ sem þýddi væntanlega að þetta var barnasalurinn. Okkur Stebba, sem vorum einu Íslendingarnir á svæðinu, fannst þetta mjög skondið og við notuðum hvert tækifæri til að útskýra fyrir Norðmönnunum að þetta þýddi “idiot barn“ ef maður læsi þetta á íslensku. Norðmennirnir sem voru svo óheppnir að lenda í okkur sögðu “akkurat“ og hlógu síðan mikið.

Engin ummæli: