Ég er búin að komast að því afhverju stafirnir mínir stækkuðu í nótt, það braust ekki púki inn í tölvuna mína heldur stækkaði blogger sjálfur, það kom fyrir fleiri. En ég er búin að ráða niðurlögum vandans, ég lagaði minnkunar potion sem ég lét stafina drekka, ha ha ha. Kannski minnka stafirnir mínir þá endalaust mikið þegar blogger lagar stækkunina, það væri nú skemmtilegt. Semsagt mín eina skemmtun er tölva þessa dagana. Núna eru bara 3 próf eftir og ég ætla að taka á því í viku í viðbót.
Tölvunarfræðiprófið var slæmt, ég stórefast um að ég hafi náð að gera helming rétt. Ég sat í þrjá tíma og forritaði á blað, þegar ég var búin rétt leit ég yfir prófið og taldi atriðin sem ég var pottþétt á að væru rétt, þau voru svona 25 af hundrað. Ég vona bara að ég hafi slysast til að gera önnur 25 atriði rétt.
Fleiri myndir hef ég sett í netalbúm fyrir sem flesta að skoða, í þetta skiptið eru það Bítlarnir sem eru myndefni. Með þeim eru einhverjir únglíngar að dimmitera og tvær stelpur með hvítar húfur. Síðan linkaði ég líka inn á myndirnar frá Noregi af því að ferðasagan er með og hún er soldið skemmtileg.
laugardagur, desember 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli