mánudagur, desember 29, 2008

Gamlársblogg

Kæru vinir og ættingar og aðrir lesendur,

Jólavikan hér á Íslandi er búin að vera mjög skemmtileg og ég náði að hitta marga skemmtilega vini og ættingja (og hugsanlega aðra lesendur?), en því miður ekki alla sem ég vildi hafa hitt.

Ég vil hér með koma á framfæri mínum bestu jóla- og nýárs kveðjum til lesenda nær og fjær!

Núna held ég aftur út í óvissuna... dumm dumm dummmm

Kannski er við hæfi að skrifa annál í stíl Bridget Jones:

Tölfræði ársins 2008:
Masters gráður kláraðar: 1
Kærastar náðir í: 1
Fjöldi landa ferðast til: 6
Bjórar drukknir: XXX (sú tala þarfnast töluvert mikillar analyseringar)
Krónur tapaðar vegna gjaldþrots lands: XXXXXX (þori ekki að birta áætlaða upphæð)
Vinnur fengnar: 0

Adeus!

mánudagur, desember 22, 2008

Tommy Reilly

Ég fylgist spennt með, Unsigned act, gríðarlega spennandi breskum raunveruleikaþætti. Þátturinn snýst um láta hljómsveitir og tónlistarmenn keppa um plötusamning. Eitt act dettur út í hverjum þætti með orðunum "you remain... unsigned" (versus þeir sem eru ekki reknir heim fá "you remain... on tour"). Að mínu mati ber höfuð og herðar yfir aðra keppendur 19 ára bólugrafinn drengur frá Glasgow, Tommy Reilly. Hann hefur viku eftir viku verið fáránlega góður. Og um daginn fékk hann Alex James úr Blur sem ég er 95% viss um að ég sá í National Portrait Gallery nokkrum dögum seinna til að tárast með þessu dásamlega coveri á Killers laginu Mr Brightside.

...og urlið að vídjóinu virkar ekki hjá mér, en það er hér.

laugardagur, desember 13, 2008

Án titils

Endurlífgunartilraunir ganga ekki vel. Ég held ég þurfi svei mér þá að úrskurða sjúkling látinn!

Annars er það að frétta að ég verð á klakanum 21. til 30. des, ein.

Ah, ég hlakka til það verður gott að koma heim :)

Við fengum BT vision í síðustu viku. Þannig að núna höfum við 56 sjónvarpsstöðvar í staðin fyrir 4 áður. Við getum tekið upp sjónvarpsefni, háð þeim (góðu) takmörkunum að aðeins er hægt að taka upp tvennt í einu. Að auki erum við með "sjónvarp eftir pöntun" (tv on demand) þ.e. getum horft á þætti og kvikmyndir sem BT hefur ákveðið að heimila okkur aðgang að. Þetta er semsagt algjör töfra kassi! Daginn sem töfrakassinn kom tók ég eftir því að heil sería af Friends var undir "síðasta tækifæri til að sjá" valmöguleikanum, og svo dramatísk var tímasetningin að ég hafði til miðnættis þann dag til að horfa á seríuna. Það var ekkert annað að gera en að setjast niður og byrja að horfa... og horfa og horfa....