Þá veit ég það, það les ENGINN þessa síðu (sjá neðar). Viskukornið sem ég ætla að taka með mér til ársins 2006 er að það borgar sig að segja Tindastóll þegar spurt er um körfuknattleikslið í Trivial. Já og líka drekka minna.
Árið 2005 var ágætis ár. Það var bæði styttra og áhugaverðara heldur en árið 2004, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð. Árið 2005 var ár tapaðra hluta, minnisleysis af völdum óhóflegrar neyslu áfengis og seinasti þriðjungur þess einkenndist af mikilli útslítandi vinnu.
Árið byrjaði á hefðbundinn hátt með hæfilegum hlutföllum af skóla og skemmtunum. Um páskana skrapp ég til Danmerkur og Spánar til að heimsækja Svanhvíti. Sú heimsókn stendur upp úr á árinu nema kvöldið þegar ég var rænd. Sumarið var það fyrsta í mörg ár sem ég fór ekkert til útlanda en til að bæta það upp fór ég í sex útilegur hverja annarri betri og labbaði laugarveginn með góðu fólki sem var alveg frábært. Þetta var gott sumar. Í haust og vetur var of mikið að gera hjá mér í skólanum þannig að lítið fór fyrir öðru en lærdómi. Nóvember er í móðu.
Er dáldið kvíðin fyrir næsta ári. Sjáum hvað setur.
Gleðilegt nýtt ár :)
fimmtudagur, desember 29, 2005
Ég og maðurinn minn erum búin að eiga margar góðar stundir saman um jólin og hafa það rosa gott. Hann er svo hlýr og tillitssamur, ég vissi ekki að svona menn væru til, hann kemur mér virkilega á óvart. Hann kemur mér líka oft á óvart, það er engin lognmolla í kringum hann. Ég fíla líka rosa vel frekar ófágað útlit hans, tepruskapur þekkist ekki á þeim bæ. Það er svo þægilegt og skemmtilegt að vera í kringum hann. Stundum finnst mér líka bara gott að vita að hann er nálægt þótt við séum að fást við mismunandi hluti... Sagði ég maðurinn minn, ég meinti auðvitað bíllinn minn!
Núna er ég loksins búin að redda jólagjöfinni í ár. Hún er frá mér til allra sem annars hefðu fengið frekar lélega gjöf frá mér. Í ár styrki ég Hjálparstarf kirkjunnar við að finna hreint vatn fyrir fólk í Mósambík, Malaví og Úganda. Ég er hvort sem er hundléleg að kaupa gjafir, þetta er miklu betra svona.
Næst er það bloggleikurinn:
Póstaðu í kommentin og ...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur/drykkur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr/frægu manneskju þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
Núna er ég loksins búin að redda jólagjöfinni í ár. Hún er frá mér til allra sem annars hefðu fengið frekar lélega gjöf frá mér. Í ár styrki ég Hjálparstarf kirkjunnar við að finna hreint vatn fyrir fólk í Mósambík, Malaví og Úganda. Ég er hvort sem er hundléleg að kaupa gjafir, þetta er miklu betra svona.
Næst er það bloggleikurinn:
Póstaðu í kommentin og ...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur/drykkur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr/frægu manneskju þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
þriðjudagur, desember 27, 2005
föstudagur, desember 23, 2005
Já ástarlíf mitt er eins og klippt út úr O.C.
Síðustu daga hef ég verið afar upptekin við að gera ekki neitt. Prófatörnin tók óvenju mikið á, sérstaklega af því að kennsla kláraðist ekki fyrr en þremur dögum fyrir fyrsta próf. Til að gefa lesendum smá innsýn í prófalesturinn tók ég saman stuttan lista:
Nr. 1 Vélarstofan í VR klukkan 23.30 á laugardagskvöldi, nokkrir verkfræðinemar sitja og læra og raula með "we don´t need no education..."
Nr. 2 Hversu viðeigandi er það að mest spilaði diskurinn í prófunum var the Wall?
Nr. 3 Eitt kvöldið komumst við að því hvernig væri best að velja kúrsa fyrir næstu önn, maður finnur bara þversummu námskeiðanúmera og velur það námskeið sem hefur hæstu þversummu.
Nr. 4 Þegar þekking er ekki til staðar tekur maður próf á gleðinni einni saman.
Nr. 5 Einn, einn, sex, fjórir, tveir.
Nr. 6 Klukkan er eftir átta.... TÍMI FYRIR BJÓR!
Nr. 7 Hei krakkar hvernig hljómar að hafa prófið 80% krossa og dregið niður fyrir röng svör????
Hafið þið séð mig meira edrú á einhverju próflokadjammi?
Síðustu daga hef ég verið afar upptekin við að gera ekki neitt. Prófatörnin tók óvenju mikið á, sérstaklega af því að kennsla kláraðist ekki fyrr en þremur dögum fyrir fyrsta próf. Til að gefa lesendum smá innsýn í prófalesturinn tók ég saman stuttan lista:
Nr. 1 Vélarstofan í VR klukkan 23.30 á laugardagskvöldi, nokkrir verkfræðinemar sitja og læra og raula með "we don´t need no education..."
Nr. 2 Hversu viðeigandi er það að mest spilaði diskurinn í prófunum var the Wall?
Nr. 3 Eitt kvöldið komumst við að því hvernig væri best að velja kúrsa fyrir næstu önn, maður finnur bara þversummu námskeiðanúmera og velur það námskeið sem hefur hæstu þversummu.
Nr. 4 Þegar þekking er ekki til staðar tekur maður próf á gleðinni einni saman.
Nr. 5 Einn, einn, sex, fjórir, tveir.
Nr. 6 Klukkan er eftir átta.... TÍMI FYRIR BJÓR!
Nr. 7 Hei krakkar hvernig hljómar að hafa prófið 80% krossa og dregið niður fyrir röng svör????
Hafið þið séð mig meira edrú á einhverju próflokadjammi?
I think not.
mánudagur, desember 19, 2005
Vísbending um að ég hafi geðveikt mikla sjálfsstjórn:
Ég veit að það er komin einkunn úr prófinu sem ég var í á fimmtudaginn en ég ætla ekki að líta á hana fyrr en ég er búin í prófum.... sem er á hádegi á morgun.
Vísbending um að ég hafi geðveikt litla sjálfsstjórn:
Ég er að blogga.
Ályktun út frá vísindalega reiknuðum niðurstöðum:
Ég hef sjálfsstjórn í meðallagi.
Borið saman við fræðilega lausn sést að stöðuga skekkjan er töluvert mikil (þ.e. ég hef frekar litla sjálfsstjórn í raunveruleikanum).
(Farin aftur í straumfræðina... það er vökvi eða loft í öllum dæmunum)
Ég veit að það er komin einkunn úr prófinu sem ég var í á fimmtudaginn en ég ætla ekki að líta á hana fyrr en ég er búin í prófum.... sem er á hádegi á morgun.
Vísbending um að ég hafi geðveikt litla sjálfsstjórn:
Ég er að blogga.
Ályktun út frá vísindalega reiknuðum niðurstöðum:
Ég hef sjálfsstjórn í meðallagi.
Borið saman við fræðilega lausn sést að stöðuga skekkjan er töluvert mikil (þ.e. ég hef frekar litla sjálfsstjórn í raunveruleikanum).
(Farin aftur í straumfræðina... það er vökvi eða loft í öllum dæmunum)
fimmtudagur, desember 15, 2005
þriðjudagur, desember 13, 2005
Það er ótrúlega lúmskt hvernig prófin ræna mann allri orku. Ég fór í próf í gær og ég var alveg hress þegar ég labbaði út á hádegi en seinna um daginn varð ég ótrúlega þreytt. Í allan dag var ég ennþá ótrúlega þreytt, sem er ekki gott því það eru próf eftir sem ég þarf að læra fyrir. z z z z z zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
mánudagur, desember 12, 2005
þriðjudagur, desember 06, 2005
föstudagur, desember 02, 2005
föstudagur, nóvember 25, 2005
Ég var að læra á miðvikudagskvöldið, ég lærði og lærði og lærði. Ég sat í tölvuverinu í VR-II og skrifaði skýrslu. Þegar ég var að lesa yfir tók ég eftir því að ég hafði skrifað sömu setninguna aftur og aftur á víð og dreif um skýrluna, ALL WORK AND NO PLAY MAKES JACK A DULL BOY. Mér varð bylt við. Um leið uppgvötaði ég að klukkan var þrjú um nótt og ég var ein eftir í byggingunni. Ég ákvað að drífa mig heim, fara að sofa, gleyma þessu. Öryggisvörðurinn hafði slökkt ljósið á ganginum, mér var ekki sama. Ég loggaði mig út úr tölvunni, fór út úr tölvustofunni, slökkti og lokaði á eftir mér. Þar sem ég stóð ein á dimmum ganginum fór um mig kaldur hrollur, ég þurfti að labba framhjá stofu 257. Ég gekk af stað þungum ákveðnum skrefum, ég mátti ekki láta óttann ná tökum á mér. Ég gekk framhjá fjölda dyra, taugarnar þandar, það eina sem ég heyrði var mitt eigið fótatak. Þegar ég nálgaðist stofu 257 sá ég daufa ljósrönd við þröskuldinn á þeirri stofu. Ég jók ósjálfrátt hraðann, ég vildi ekki vita hvað ég var hrædd við. Þegar ég var komin framhjá leit ég ekki við. Ég hraðaði mér inni í mína stofu greip bíllyklana og flýtti mér út. Þegar ég opnaði útihurðina blasti ekki við mér sú gangstétt sem ég bjóst við, heldur þéttvaxið limgerði. Í fjarska geltu hundar reiðilega, ég vissi að þetta voru endalokin.*
*Byggt á sönnum atburðum.
*Byggt á sönnum atburðum.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Öl var það heillin,
ókei, veit ég á ekki að vera að blogga þegar ég er uppi í skóla að gera tölvuvædda hönnun, það er klárlega ekki bestun á mínum tíma. Ef ég er að blogga hérna núna gæti ég alveg eins verið heima hjá mér að blogga þar. En ef ég væri heima hjá mér að blogga, þá gæti ég alveg eins sleppt því að blogga og horft á sjónvarpið fyrst ég er ekki að læra neitt hvort sem er (ef það kallast læra að horfa á tvo ventla færast fram og til baka aftur og aftur). Ef ég væri heima að horfa á sjónvarpið gæti ég alveg eins verið að gera eitthvað skemmtilegt, eins og fara í bíó eða kaffihús eða pool eða það sem mikilvægast er drukkið bjór. Semsagt, hver sekúnda sem ég eyði í að skrifa þetta blogg er sekúndu eytt af bjórdrykkjutíma lífs míns....
ókei, veit ég á ekki að vera að blogga þegar ég er uppi í skóla að gera tölvuvædda hönnun, það er klárlega ekki bestun á mínum tíma. Ef ég er að blogga hérna núna gæti ég alveg eins verið heima hjá mér að blogga þar. En ef ég væri heima hjá mér að blogga, þá gæti ég alveg eins sleppt því að blogga og horft á sjónvarpið fyrst ég er ekki að læra neitt hvort sem er (ef það kallast læra að horfa á tvo ventla færast fram og til baka aftur og aftur). Ef ég væri heima að horfa á sjónvarpið gæti ég alveg eins verið að gera eitthvað skemmtilegt, eins og fara í bíó eða kaffihús eða pool eða það sem mikilvægast er drukkið bjór. Semsagt, hver sekúnda sem ég eyði í að skrifa þetta blogg er sekúndu eytt af bjórdrykkjutíma lífs míns....
laugardagur, nóvember 19, 2005
Núna væri ég alveg til í að hafa eitthvað ótrúlega áhugavert að segja. Til dæmis segja frá einhverju sniðugu sem ég hef gert eða heyrt undanfarið, tala um bíómynd eða sjónvarpsþátt sem ég hef horft á nýlega eða gott lag. Blaðra um einhvern góðan mat eða drykk (bjór) eða vegsama bílinn minn. Jafnvel mundi ég alveg sætta mig við að segja frá einhverju sniðugu sem einhver annar hefur sagt mér eða finna upp eitthvað sniðugt til að segja. Meira að segja væri ég til í að tala um golfstrauminn.
EN
Ég hef hvorki gert neitt af þessum hlutum sem ég var að pæla í né get ég látið mér detta eitthvað klassískt efni í hug til að skrifa um.
SVO AÐ
Við skulum sjá hvað ég endist í margar línur í viðbót að tala um nákvæmlega ekki neitt..................................
ÓKEI ENGA LÍNU Í VIÐBÓT
Það eina sem mögulega kemur í hugann eru línur úr síðasta þrekvirki "...núvirði í því tilviki þegar fjármögnun er óþekkt..." en ég legg það ekki á fleiri en Lilju.
LÁTTU NÚ GOTT HEITA ÞURA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ YFIR LÍNUNA
Ég held að Ofur-Þura sé að taka yfir síðuna mína. Hún er nú þegar farin að grípa frammí fyrir mér.
HEI #!+?%
EN
Ég hef hvorki gert neitt af þessum hlutum sem ég var að pæla í né get ég látið mér detta eitthvað klassískt efni í hug til að skrifa um.
SVO AÐ
Við skulum sjá hvað ég endist í margar línur í viðbót að tala um nákvæmlega ekki neitt..................................
ÓKEI ENGA LÍNU Í VIÐBÓT
Það eina sem mögulega kemur í hugann eru línur úr síðasta þrekvirki "...núvirði í því tilviki þegar fjármögnun er óþekkt..." en ég legg það ekki á fleiri en Lilju.
LÁTTU NÚ GOTT HEITA ÞURA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ YFIR LÍNUNA
Ég held að Ofur-Þura sé að taka yfir síðuna mína. Hún er nú þegar farin að grípa frammí fyrir mér.
HEI #!+?%
laugardagur, nóvember 12, 2005
Ég vissi ekki að þörungar borðuðu kúk!
Ég varði deginum í að dæma í hönnunarkeppni grunnskóla sem haldin var í Marel. Þetta heitir á útlensku First Lego League og gengur út á það að gera bíl úr legókubbum og mótorum sem getur leyst ákveðnar þrautir, ásamt því að gera rannsóknarverkefni. Ég var í hópnum sem dæmdi rannsóknarverkefnin í allan dag, fyrst hélt ég að það mundi verða einhæft en um leið og kynningarnar byrjuðu reyndist þetta vera mjög skemmtilegt.
Næsti laugardagur verður líka tileinkaður kynningum, nema þá verð ég hinu megin við borðið.
Tilgangurinn með þessum skrifum er farinn fyrir ofan garð og neðan. Hvernig er annars gott að vera milli garða?
Ég varði deginum í að dæma í hönnunarkeppni grunnskóla sem haldin var í Marel. Þetta heitir á útlensku First Lego League og gengur út á það að gera bíl úr legókubbum og mótorum sem getur leyst ákveðnar þrautir, ásamt því að gera rannsóknarverkefni. Ég var í hópnum sem dæmdi rannsóknarverkefnin í allan dag, fyrst hélt ég að það mundi verða einhæft en um leið og kynningarnar byrjuðu reyndist þetta vera mjög skemmtilegt.
Næsti laugardagur verður líka tileinkaður kynningum, nema þá verð ég hinu megin við borðið.
Tilgangurinn með þessum skrifum er farinn fyrir ofan garð og neðan. Hvernig er annars gott að vera milli garða?
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
föstudagur, nóvember 04, 2005
föstudagur, október 28, 2005
mánudagur, október 24, 2005
Orð dagsins eru tvö:
valve = Any of various devices that regulate the flow of gases, liquids, or loose materials through piping or through apertures by opening, closing, or obstructing ports or passageways.
throttle = A valve that regulates the flow of a fluid, such as the valve in an internal-combustion engine that controls the amount of vaporized fuel entering the cylinders.
throttle valve = a valve that regulates the supply of fuel to the engine
(tekið af http://www.answers.com)
Það gætu verið til þeir sem segja: gefur orðasamsetningin orð dagsins ekki til kynna nýtt orð á hverjum degi? Við þessa segi ég: sumir dagar eiga ekki orð.
valve = Any of various devices that regulate the flow of gases, liquids, or loose materials through piping or through apertures by opening, closing, or obstructing ports or passageways.
throttle = A valve that regulates the flow of a fluid, such as the valve in an internal-combustion engine that controls the amount of vaporized fuel entering the cylinders.
throttle valve = a valve that regulates the supply of fuel to the engine
(tekið af http://www.answers.com)
Það gætu verið til þeir sem segja: gefur orðasamsetningin orð dagsins ekki til kynna nýtt orð á hverjum degi? Við þessa segi ég: sumir dagar eiga ekki orð.
föstudagur, október 21, 2005
A short course in Advanced Strength of Materials
Gefin er súla. Súla tekur aðeins áslægt álag. Súla annað hvort kiknar eða efnið í henni gefst upp þegar álag er sett á hana. Venjulega eru súlur studdar um veikan ás svo þær þoli meira álag.
Súlan er ég. Ég var studd um veikan ás. Álagið varð samt of mikið þannig að ég kiknaði.
Í gær klukkan fjögur sá ég ekki fram á að geta klárað neitt af því sem ég þurfti að klára fyrir daginn í dag, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrst. Ég fór heim, lagðist undir sæng og sofnaði. Svaf vært í 3 tíma, þegar ég vaknaði voru vandamálin reyndar ekki búin að leysa sig sjálf en ég var sterkari, þoldi meira álag.
Næst kemur líkingin "Ef ég væri Elba Rado"
Gefin er súla. Súla tekur aðeins áslægt álag. Súla annað hvort kiknar eða efnið í henni gefst upp þegar álag er sett á hana. Venjulega eru súlur studdar um veikan ás svo þær þoli meira álag.
Súlan er ég. Ég var studd um veikan ás. Álagið varð samt of mikið þannig að ég kiknaði.
Í gær klukkan fjögur sá ég ekki fram á að geta klárað neitt af því sem ég þurfti að klára fyrir daginn í dag, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrst. Ég fór heim, lagðist undir sæng og sofnaði. Svaf vært í 3 tíma, þegar ég vaknaði voru vandamálin reyndar ekki búin að leysa sig sjálf en ég var sterkari, þoldi meira álag.
Næst kemur líkingin "Ef ég væri Elba Rado"
miðvikudagur, október 19, 2005
straum, skýrsla, sjálfvirk, hönnun, lokaverkefni, dæmatími, reikna, láta hlægja að sér, skrópa, sofa, ekki sofa, enginn bjór, próf, geta ekki, geta... drukkna.
Reyndar hef ég einar góðar fréttir:
Próftafla improved edition:
12. des
15. des
19. des
20. des
Always look on the bright side of life, dudum dudum dudududududum...
Reyndar hef ég einar góðar fréttir:
Próftafla improved edition:
12. des
15. des
19. des
20. des
Always look on the bright side of life, dudum dudum dudududududum...
sunnudagur, október 16, 2005
föstudagur, október 14, 2005
þriðjudagur, október 11, 2005
laugardagur, október 08, 2005
Hvar er, hvar er, hvar er, hvar er bjórinn minn, Hvar er bjórinn minn, Hvar er bjórinn minn, Hvar er, hvar er, hvar er, hvar er bjórinn minn, HVAR ER BJÓRINN MINN!?!
Var sungið aftur og aftur og aftur, skilaboðin voru kristaltær.
(Í gær var haustferð Vélarinnar)
Ég er farin að hafa áhyggjur af orðspori mínu. Klukkan 11 í gærmorgun þegar fyrsti bjór var opnaður sagði Gunni "Þetta er nú reyndar bjór númer 2 hjá Þuru!" sem var ekki satt, ég byrjaði ekki á undan hinum, en það trúðu því samt allir. Skömm að þessu.
Var sungið aftur og aftur og aftur, skilaboðin voru kristaltær.
(Í gær var haustferð Vélarinnar)
Ég er farin að hafa áhyggjur af orðspori mínu. Klukkan 11 í gærmorgun þegar fyrsti bjór var opnaður sagði Gunni "Þetta er nú reyndar bjór númer 2 hjá Þuru!" sem var ekki satt, ég byrjaði ekki á undan hinum, en það trúðu því samt allir. Skömm að þessu.
miðvikudagur, október 05, 2005
Vill einhver gjöra svo vel að segja tímanum að líða aðeins hægar! Þetta gengur einfaldlega ekki svona.
Í dag sá ég stóran hund.
Ég vona að ég sjái líka stóran hund á morgun...
Ég sá engan stóran hund í gær, en þá sá ég lítinn hund, sem er svona sirka 1/4 stór hundur.
Þannig að ef ég sé stóran hund á morgun og einn lítinn hund á dag næstu þrjá daga á eftir þá jafngildir það því að sjá stóran hund þrjá daga í röð... og það getur ekki verið annað en gott!
Í dag sá ég stóran hund.
Ég vona að ég sjái líka stóran hund á morgun...
Ég sá engan stóran hund í gær, en þá sá ég lítinn hund, sem er svona sirka 1/4 stór hundur.
Þannig að ef ég sé stóran hund á morgun og einn lítinn hund á dag næstu þrjá daga á eftir þá jafngildir það því að sjá stóran hund þrjá daga í röð... og það getur ekki verið annað en gott!
sunnudagur, október 02, 2005
5 staðreyndir um mig:
5. Þegar ég verð stór ætla ég að minnsta kosti að gera eitt af eftirtöldu (vonandi allt):
(a) Fara út í geiminn
(b) Eignast verk eftir Picasso
(c) Hitta Billy Corgan
(d) Skjóta ísbjörn
*For the record þá bjó ég þennan lista ekki til fyrir þetta blogg, hann byrjaði að semja sig sjálfur ca. ‘97
*Það má færa rök fyrir því að ég framkvæmi atriði (a) reglulega.
4. Eftirlætisdýrin mín eru köngulær og býflugur, ég er voða lítið fyrir hunda og ketti o.s.frv nema e.t.v. á póstkortum. Kötturinn hennar Ernu er samt ágætur.
3. Ég get sofið með augun hálf-opin.
2. Ég er fylgjandi hvalveiðum, því hvað eru hvalir annað en ofvaxnar beljur sjávarins? Ég borða nautakjöt... og málið er dautt.
1. Ég trúi á fyrri líf (og seinni líf). Ég held að við höfum öll (eða flest) fæðst áður, einhvers staðar annars staðar og það er einhver tilgangur með veru okkar á þessari jörð. Þessa skoðun mína ætla ég ekki að rökstyðja frekar að svo stöddu.
Ég klukka Elínu, Brynju, Rakel, Sveinbjörn og Önnu Rúnu gefið að þau hafi ekki verið klukkuð áður og gefið að þau lesi þetta.
5. Þegar ég verð stór ætla ég að minnsta kosti að gera eitt af eftirtöldu (vonandi allt):
(a) Fara út í geiminn
(b) Eignast verk eftir Picasso
(c) Hitta Billy Corgan
(d) Skjóta ísbjörn
*For the record þá bjó ég þennan lista ekki til fyrir þetta blogg, hann byrjaði að semja sig sjálfur ca. ‘97
*Það má færa rök fyrir því að ég framkvæmi atriði (a) reglulega.
4. Eftirlætisdýrin mín eru köngulær og býflugur, ég er voða lítið fyrir hunda og ketti o.s.frv nema e.t.v. á póstkortum. Kötturinn hennar Ernu er samt ágætur.
3. Ég get sofið með augun hálf-opin.
2. Ég er fylgjandi hvalveiðum, því hvað eru hvalir annað en ofvaxnar beljur sjávarins? Ég borða nautakjöt... og málið er dautt.
1. Ég trúi á fyrri líf (og seinni líf). Ég held að við höfum öll (eða flest) fæðst áður, einhvers staðar annars staðar og það er einhver tilgangur með veru okkar á þessari jörð. Þessa skoðun mína ætla ég ekki að rökstyðja frekar að svo stöddu.
Ég klukka Elínu, Brynju, Rakel, Sveinbjörn og Önnu Rúnu gefið að þau hafi ekki verið klukkuð áður og gefið að þau lesi þetta.
sunnudagur, september 25, 2005
Ath. (Áður en staðreyndirnar 5 um mig koma.)
Stelpa sem lét mig fá jakka og veski til að geyma á Pravda á föstudagskvöldið, dótið er á Ara í Ögri. Hvernig það gerðist veit ég ekki.
Fyrir aðra, þá segir Erna að atburðarásin hafi verið eftirfarandi:
Við (verkfræðidrykkjufólkið) vorum á Pravda, síðan fórum við á Ara, þá sagði ég allt í einu: Krakkar, hver á þennan jakka og veski? og sýndi jakka og veski sem ég hélt á. Enginn kannaðist við dótið og ég vissi ekki hvar eða hvenær ég hefði fengið það í hendurnar. Þau komust síðan að þeirri niðurstöðu að einhver hefði látið mig geyma það á Pravda og ég hefði bara labbað með það út. Farið var með jakkann og veskið á barinn á Ara. Ég get ekki svarað fyrir mig því ég man ekki eftir þessum parti kvöldsins (þetta var um svipað leyti og ég sendi sms-ið "Ég veit ekki hvar ég er").
Stelpa sem lét mig fá jakka og veski til að geyma á Pravda á föstudagskvöldið, dótið er á Ara í Ögri. Hvernig það gerðist veit ég ekki.
Fyrir aðra, þá segir Erna að atburðarásin hafi verið eftirfarandi:
Við (verkfræðidrykkjufólkið) vorum á Pravda, síðan fórum við á Ara, þá sagði ég allt í einu: Krakkar, hver á þennan jakka og veski? og sýndi jakka og veski sem ég hélt á. Enginn kannaðist við dótið og ég vissi ekki hvar eða hvenær ég hefði fengið það í hendurnar. Þau komust síðan að þeirri niðurstöðu að einhver hefði látið mig geyma það á Pravda og ég hefði bara labbað með það út. Farið var með jakkann og veskið á barinn á Ara. Ég get ekki svarað fyrir mig því ég man ekki eftir þessum parti kvöldsins (þetta var um svipað leyti og ég sendi sms-ið "Ég veit ekki hvar ég er").
laugardagur, september 24, 2005
Það vantar titil á bloggið mitt. Það er búið að vera án titils í allt sumar.
Ég virðist hafa verið klukkuð. Mis-lesist vinsamlegast ekki "Ég virðist vera klikkuð." Það er pottþétt betra að vera klukkaður í klukk-leik bloggsamfélagsins en t.d. vera X-aður af Jamie Kennedy. Staðreyndirnar 5 koma næst, en staðreyndin er sú að ég er...
Ég virðist hafa verið klukkuð. Mis-lesist vinsamlegast ekki "Ég virðist vera klikkuð." Það er pottþétt betra að vera klukkaður í klukk-leik bloggsamfélagsins en t.d. vera X-aður af Jamie Kennedy. Staðreyndirnar 5 koma næst, en staðreyndin er sú að ég er...
sunnudagur, september 18, 2005
Hvað skal blogga um?
Erna stakk upp á bloggi um hversu yndislegt það er að vera í skólanum. Ég mundi nú ekki lýsa veru í skólanum sem yndislegri, en ég ætti eiginlega að gera það þar sem ég eyði um 37,5% til 81,25% af vökutíma mínum í skólanum (helgar meðtaldar).
Það sem er yndislegt, það er að hafa kaffivél í skólanum. Ef við notum Laplace á það þá fáum við út að kaffi er gott.
Meira sem er yndislegt, Bítlarnir í skólanum og utan hans. Bara alltaf.
Ég held að vinstra heila hvelið sé gjörsamlega búið að taka yfir það hægra... eða var það öfugt... Heilahvelin eru allavega ekki tvö lengur.
Erna stakk upp á bloggi um hversu yndislegt það er að vera í skólanum. Ég mundi nú ekki lýsa veru í skólanum sem yndislegri, en ég ætti eiginlega að gera það þar sem ég eyði um 37,5% til 81,25% af vökutíma mínum í skólanum (helgar meðtaldar).
Það sem er yndislegt, það er að hafa kaffivél í skólanum. Ef við notum Laplace á það þá fáum við út að kaffi er gott.
Meira sem er yndislegt, Bítlarnir í skólanum og utan hans. Bara alltaf.
Ég held að vinstra heila hvelið sé gjörsamlega búið að taka yfir það hægra... eða var það öfugt... Heilahvelin eru allavega ekki tvö lengur.
fimmtudagur, september 15, 2005
miðvikudagur, september 14, 2005
mánudagur, september 12, 2005
laugardagur, september 10, 2005
Örsaga eftir Lúmó
Ef maður eyðir lífi sínu í að hlusta á grasið vaxa, er maður þá að missa af einhverju? hugsaði stelpan. Ef já, af hverju er maður þá að missa? Hún klóraði sér í hausnum íhugul á svip. Ætli það sé yfir höfuð einhver tilgangur með þessu öllu? Hún var ekki viss hver hennar eigin skoðun var. Stelpan tók sopa af ísköldum bjór og komst síðan að niðurstöðu fyrir sjálfa sig. Maður missir að minnsta kosti ekki af grasinu að vaxa ef maður hlustar á það.
Nafn höfundar er dulnefni.
Ef maður eyðir lífi sínu í að hlusta á grasið vaxa, er maður þá að missa af einhverju? hugsaði stelpan. Ef já, af hverju er maður þá að missa? Hún klóraði sér í hausnum íhugul á svip. Ætli það sé yfir höfuð einhver tilgangur með þessu öllu? Hún var ekki viss hver hennar eigin skoðun var. Stelpan tók sopa af ísköldum bjór og komst síðan að niðurstöðu fyrir sjálfa sig. Maður missir að minnsta kosti ekki af grasinu að vaxa ef maður hlustar á það.
Nafn höfundar er dulnefni.
þriðjudagur, september 06, 2005
Jæja þá er ég nokkurn vegin búin að jafna mig eftir föstudagskvöldið (sjá síðustu færslu) og lífið heldur áfram. Nema núna í vetrartempói. Vetrartempó er þannig, að á þriðjudagsmorgni fæ ég mér kaffi gleymi ólátum helgarinnar, og það næsta sem ég veit er að það er kominn fimmtudagur og ég er búin að skrá mig í vísó.
Myndin er fyrir Svanhvíti, mína góðu vinkonu, sem er búin að vera til staðar öll þessi ár.
Myndin er fyrir Svanhvíti, mína góðu vinkonu, sem er búin að vera til staðar öll þessi ár.
laugardagur, september 03, 2005
Þegar einstaklingur vaknar klukkan hálf 9 á laugardagsmorgni og það fyrsta sem hann hugsar er klukkan hvað byrjar vísó! þá er kominn tími til að taka drykkjuvenjur viðkomandi til endurskoðunar.
Fljótt rann upp fyrir mér að vísindaferðin hafði verið kvöldinu áður... og ég var ennþá drukkin.
Síðan fór ég að rifja upp atburðarás kvöldsins. En þar lenti ég í töluverðum erfiðleikum, eyðurnar sem ég gat ekki fyllt inn í voru ófáar.
Sumt er augljóst. Ég vaknaði útsofin fyrir 9 þannig að ég hlýt að hafa farið snemma heim. Ég man ekki hvað ég gerði seinni hluta kvöldsins þannig að klárlega drakk ég marga bjóra og tók mörg skot.
Eftir hádegi hringdi ég í Ernu og hún gat sagt mér fullt sem gerðist.
Niðurstaðan er sú sama og venjulega: drekka minna næst ;) (líklegt?)
Fljótt rann upp fyrir mér að vísindaferðin hafði verið kvöldinu áður... og ég var ennþá drukkin.
Síðan fór ég að rifja upp atburðarás kvöldsins. En þar lenti ég í töluverðum erfiðleikum, eyðurnar sem ég gat ekki fyllt inn í voru ófáar.
Sumt er augljóst. Ég vaknaði útsofin fyrir 9 þannig að ég hlýt að hafa farið snemma heim. Ég man ekki hvað ég gerði seinni hluta kvöldsins þannig að klárlega drakk ég marga bjóra og tók mörg skot.
Eftir hádegi hringdi ég í Ernu og hún gat sagt mér fullt sem gerðist.
Niðurstaðan er sú sama og venjulega: drekka minna næst ;) (líklegt?)
mánudagur, ágúst 29, 2005
Þá er bjór-sumarsins-umræðunni lokið. Næst er það matur sumarsins.
Ég verð að hrósa sjálfri mér aðeins því matargerðarhæfleikar mínir jukust smávegis í sumar, þ.e. fóru úr mínus í soldið minni mínus. Ég er sjálfkjörin Master Of Grilled Bananas, því að ég grillaði nokkrum sinnum (fyrir mismunandi fólk) ljúffenga banana. Þeir sem halda því fram að það að grilla banana sé ekki nógu mikil matargerð til að teljast með eru asnar.
Nokkrum sinnum grillaði ég / steikti hamborgara sem ég var frekar ánægð með (svo ég telji örugglega upp alveg öll matar-afrek mín).
Grillað lambalæri er kreizí gott, sérstaklega þegar það er grillað á útigrilli í útilegu og borðað með stæl! Ómissandi í útileguna eru Gunnar´s kleinuhringir, maður fer ekki í útilegu án þess að kippa poka af Gunnar´s með. Kleinuhringirnir bragðast ekki verr þegar þeir eru komnir í mask eða hafa lent í aðeins of miklu sólbaði. Grænt pringles er alltaf viðeigandi; í útilegum, með bjór, með sjónvarpsglápi.
Já, þetta var það helsta.
Annars er það að frétta að skólinn byrjaði í dag. Mætti í tvö námskeið í morgun og leist bara fantavel á bæði. Ekki fannt iðnaðarverkfræðistelpunum Sjálfvirk stýrikerfi virka spennandi en mér fannst það vera frekar intressant, spyrjum að leikslokum.
Ég verð að hrósa sjálfri mér aðeins því matargerðarhæfleikar mínir jukust smávegis í sumar, þ.e. fóru úr mínus í soldið minni mínus. Ég er sjálfkjörin Master Of Grilled Bananas, því að ég grillaði nokkrum sinnum (fyrir mismunandi fólk) ljúffenga banana. Þeir sem halda því fram að það að grilla banana sé ekki nógu mikil matargerð til að teljast með eru asnar.
Nokkrum sinnum grillaði ég / steikti hamborgara sem ég var frekar ánægð með (svo ég telji örugglega upp alveg öll matar-afrek mín).
Grillað lambalæri er kreizí gott, sérstaklega þegar það er grillað á útigrilli í útilegu og borðað með stæl! Ómissandi í útileguna eru Gunnar´s kleinuhringir, maður fer ekki í útilegu án þess að kippa poka af Gunnar´s með. Kleinuhringirnir bragðast ekki verr þegar þeir eru komnir í mask eða hafa lent í aðeins of miklu sólbaði. Grænt pringles er alltaf viðeigandi; í útilegum, með bjór, með sjónvarpsglápi.
Já, þetta var það helsta.
Annars er það að frétta að skólinn byrjaði í dag. Mætti í tvö námskeið í morgun og leist bara fantavel á bæði. Ekki fannt iðnaðarverkfræðistelpunum Sjálfvirk stýrikerfi virka spennandi en mér fannst það vera frekar intressant, spyrjum að leikslokum.
föstudagur, ágúst 26, 2005
Hugleiðingar
Mikill skortur hefur verið á bjór-umræðu á þessu bloggi í sumar. Aðallega vegna mikillar gagnrýni lesenda á bjór-umræðunni. Lesendum fannst bjór-umræðan ýmist leiðinleg eða skemmtileg, asnaleg eða hallærisleg, of mikil eða alltof mikil; svo ég ákvað að taka mark á lesendum og hætta / draga töluvert úr blaðri um bjór.
Núna, þremur mánuðum seinna, er kominn tími á smá bjór-come-back þar eð tími vísindaferða og annars ókeypis bjór er handan við hornið.
Mikill skortur hefur verið á bjór-umræðu á þessu bloggi í sumar. Aðallega vegna mikillar gagnrýni lesenda á bjór-umræðunni. Lesendum fannst bjór-umræðan ýmist leiðinleg eða skemmtileg, asnaleg eða hallærisleg, of mikil eða alltof mikil; svo ég ákvað að taka mark á lesendum og hætta / draga töluvert úr blaðri um bjór.
Núna, þremur mánuðum seinna, er kominn tími á smá bjór-come-back þar eð tími vísindaferða og annars ókeypis bjór er handan við hornið.
Þetta sumar hefur verið THULE sumar hjá mér að tvennu leyti; thule er búinn að vera uppáhaldsbjórinn minn í sumar og ég er ekkert búin að fara til útlanda í sumar þ.e. sitja sem fastast heima í sæmd minni. Ég er viss um að Gunnar á Hlíðarenda drakk síns-tíma-thule þegar hann sat heima í sæmd sinni. Tvær ástæður eru fyrir því að ég er búin að drekka mikinn thule; hann er góður og þegar maður hefur afrekað eitthvað og á skilið bjór þá getur maður sagt "þessi á skilið thule" og bent á sjálfan sig. Á þessu sést hve afskaplega vel auglýsingar virka á mig, enda finnst mér góðar auglýsingar vera mjög skemmtilegar.
Premium hefur verið annar vinsælasti bjórinn hjá mér í sumar. 7% sterkari en thule og bruggaður úr íslensku byggi, mjög góður bjór. Í auglýsingunni er þeim tilmælum beint til neytanda að drekka bjórinn hægar því það tæki lengri tíma að brugga hann heldur en annan bjór, ég er oft voða mikið í því að drekka bjór hratt og þetta er bara mjög góður bjór til að drekka hratt.
Aðrar bjórtegundir sumarsins 2005 eru Víking gylltur og Stella Artois, mjög góðir bjórar.
Premium hefur verið annar vinsælasti bjórinn hjá mér í sumar. 7% sterkari en thule og bruggaður úr íslensku byggi, mjög góður bjór. Í auglýsingunni er þeim tilmælum beint til neytanda að drekka bjórinn hægar því það tæki lengri tíma að brugga hann heldur en annan bjór, ég er oft voða mikið í því að drekka bjór hratt og þetta er bara mjög góður bjór til að drekka hratt.
Aðrar bjórtegundir sumarsins 2005 eru Víking gylltur og Stella Artois, mjög góðir bjórar.
mánudagur, ágúst 22, 2005
In the town where I was born...
Ég var búin að plana að fara á standandi fyllerí á menningarnótt. Það lýsir sér þannig að ég mæti niður í bæ með tösku fulla af áfengi og drekk... á meðan ég stend og e.t.v. rölti um. Seinni hluti plansins gekk mjög vel þ.e.a.s. fylleríið, en ég svindlaði soldið á fyrri hlutanum með því að drekka töluvert sitjandi. En þá var ég líka á menningarviðburðum sem kröfðust þess að maður sæti. Svanhvít var með í þessu plani og tók hún því mjög vel, ölvun og ólæti voru niðri í bæ fram undir morgun.
Ég var búin að plana að fara á standandi fyllerí á menningarnótt. Það lýsir sér þannig að ég mæti niður í bæ með tösku fulla af áfengi og drekk... á meðan ég stend og e.t.v. rölti um. Seinni hluti plansins gekk mjög vel þ.e.a.s. fylleríið, en ég svindlaði soldið á fyrri hlutanum með því að drekka töluvert sitjandi. En þá var ég líka á menningarviðburðum sem kröfðust þess að maður sæti. Svanhvít var með í þessu plani og tók hún því mjög vel, ölvun og ólæti voru niðri í bæ fram undir morgun.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
[Óþarflega langur texti um sjónvarpsþætti sem sýnir glögglega að ég hef of mikinn tíma aflögu]
Eitt af því sem mér finnst frábært við sumarið er að á sumrin get ég fylgst með ýmsu sjónvarpsefni að vild. Á veturna gengur það eiginlega ekki vegna anna. Sem dæmi má nefna að á síðustu vorönn ætlaði ég þvílíkt að fylgjast með America´s Next Top Model en það gekk ekki betur en svo að ég sá fyrstu tvo þættina, einn þátt í miðjunni og seinustu tvo, plús "hvað eru þær að gera núna" þáttinn. Ætli það sé um 50% persónulegt áhorf, lélegt.
Í sumar er ég búin að vera gjörsamlega forfallinn LOST fíkill, nokkuð háð Desperate Housewives og meira að segja náði One Tree Hill að draga mig niður í hyldýpi sitt. Nota bene, ég er að horfa á Lost á hraða snigilsins (betur þekktur sem rúv) og er mjög ánægð með það fyrirkomulag.
[Desperate Housewives]
Fyrstu nokkrir þættirnir af uppgefnu eiginkonunum (eins og pabbi kýs að kalla þá þrátt fyrir mótmæli meira femínista-þenkjandi hluthafa) voru heví góðir, líka búnir að fá svona fína gagnrýni, en síðan hefur leiðin bara legið niður á við. Ég stóð í þeirri meiningu að þetta ættu að vera þættir í sama klassa og Friends, ER og Fraiser; GÓÐIR og ekki alltof fáránlegir, klisjukenndir eða fyrirsjáanlegir. Í staðin duttu þeir fljótlega niður um klassa, og núna flokka ég þá með One Tree Hill, the O.C. og Law and Order (Criminal Intent)* sem eru yndislega skemmtilegir afþreyingarþættir en ekki GÓÐIR. Hvernig getur þáttur verið góður þegar hann passar við svona lýsingu:
Heimili Bree er fullkomið en hún hittir samt reglulega góðvin sinn lyfjasalann sem virðist vera eitthvað sjúkur á geði vegna ástar sinnar á henni og gefur hjartveikum manni hennar, sem fékk hjartaáfall meðan hann stundaði S&M kynlíf með hverfishórunni, ekki réttar hjartveikitöflur. Sonurinn sem reykir of mikið hass keyrði á konu, mömmu Carlosar sem var að enda við að ná ljósmynd af Gabrielle og elskhuga hennar sem er 18 ára garðyrkjumaður þeirra hjóna en núna er Gabrielle ólétt eftir annan hvorn þeirra því Carlos sem er á leið í fangelsi fiktaði við pilluna hennar.... og svo framvegis.
[Lost]
Ég fíla Lost, það er bara ekkert flóknara, læt alltaf taka þá upp ef ég er ekki heima. Þættirnir eru öðruvísi en flestir þættir sem maður á að venjast (eða sem ég hef vanist). Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að það skuli eiga að koma ný sería. Það væri svo kúl ef að þessi sería mundi enda almennilega (þ.e. fólkið komast af eyjunni eða deyja) og síðan bara búið. Alveg eins og það var bara gerð ein sería af My So Called Life, ein góð sería. Synd að það þurfi að blóðmjólka allar beljurnar. Með fleiri seríum er óhjákvæmilegt að söguþráðurinn þynnist og verði klisjukenndur og hugsanlegt að þættirnir hrapi um gæðaflokk.
[One Tree Hill]
Vá, bara vá! Ég náði bara að horfa á fjóra eða fimm þætti áður en serían kláraðist, en vá. Ástæðan fyrir því að ég datt inn í tree hill til að byrja með var einfaldlega sú að stelpurnar í vinnunni dýrkuðu þessa þætti og töluðu alltaf daginn eftir um hápunkta (já það eru margir hápunktar) hvers þáttar. Munið að ég var í unglingavinnunni í sumar, þessar stelpur eru 14 og 15 ára gamlar, semsagt mörgum árum yngri en ég. Ef ég mundi reyna að lýsa One Tree Hill eins og ég lýsti Aðþrengdu eiginkonunum yrði textinn líklega í sama stíl, nema bara þessir þættir eru ekkert að reyna að vera klassa ofar en þeir eru. Og hve vel þeim tekst að vera klisjukenndir, fáránlegir og fyrirsjáanlegir, I love it!
Þá er aðeins eitt eftir: I rest my case, ég meina case closed.
*Enn og aftur ítreka ég ást mína á Law and order: criminal intent
Eitt af því sem mér finnst frábært við sumarið er að á sumrin get ég fylgst með ýmsu sjónvarpsefni að vild. Á veturna gengur það eiginlega ekki vegna anna. Sem dæmi má nefna að á síðustu vorönn ætlaði ég þvílíkt að fylgjast með America´s Next Top Model en það gekk ekki betur en svo að ég sá fyrstu tvo þættina, einn þátt í miðjunni og seinustu tvo, plús "hvað eru þær að gera núna" þáttinn. Ætli það sé um 50% persónulegt áhorf, lélegt.
Í sumar er ég búin að vera gjörsamlega forfallinn LOST fíkill, nokkuð háð Desperate Housewives og meira að segja náði One Tree Hill að draga mig niður í hyldýpi sitt. Nota bene, ég er að horfa á Lost á hraða snigilsins (betur þekktur sem rúv) og er mjög ánægð með það fyrirkomulag.
[Desperate Housewives]
Fyrstu nokkrir þættirnir af uppgefnu eiginkonunum (eins og pabbi kýs að kalla þá þrátt fyrir mótmæli meira femínista-þenkjandi hluthafa) voru heví góðir, líka búnir að fá svona fína gagnrýni, en síðan hefur leiðin bara legið niður á við. Ég stóð í þeirri meiningu að þetta ættu að vera þættir í sama klassa og Friends, ER og Fraiser; GÓÐIR og ekki alltof fáránlegir, klisjukenndir eða fyrirsjáanlegir. Í staðin duttu þeir fljótlega niður um klassa, og núna flokka ég þá með One Tree Hill, the O.C. og Law and Order (Criminal Intent)* sem eru yndislega skemmtilegir afþreyingarþættir en ekki GÓÐIR. Hvernig getur þáttur verið góður þegar hann passar við svona lýsingu:
Heimili Bree er fullkomið en hún hittir samt reglulega góðvin sinn lyfjasalann sem virðist vera eitthvað sjúkur á geði vegna ástar sinnar á henni og gefur hjartveikum manni hennar, sem fékk hjartaáfall meðan hann stundaði S&M kynlíf með hverfishórunni, ekki réttar hjartveikitöflur. Sonurinn sem reykir of mikið hass keyrði á konu, mömmu Carlosar sem var að enda við að ná ljósmynd af Gabrielle og elskhuga hennar sem er 18 ára garðyrkjumaður þeirra hjóna en núna er Gabrielle ólétt eftir annan hvorn þeirra því Carlos sem er á leið í fangelsi fiktaði við pilluna hennar.... og svo framvegis.
[Lost]
Ég fíla Lost, það er bara ekkert flóknara, læt alltaf taka þá upp ef ég er ekki heima. Þættirnir eru öðruvísi en flestir þættir sem maður á að venjast (eða sem ég hef vanist). Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að það skuli eiga að koma ný sería. Það væri svo kúl ef að þessi sería mundi enda almennilega (þ.e. fólkið komast af eyjunni eða deyja) og síðan bara búið. Alveg eins og það var bara gerð ein sería af My So Called Life, ein góð sería. Synd að það þurfi að blóðmjólka allar beljurnar. Með fleiri seríum er óhjákvæmilegt að söguþráðurinn þynnist og verði klisjukenndur og hugsanlegt að þættirnir hrapi um gæðaflokk.
[One Tree Hill]
Vá, bara vá! Ég náði bara að horfa á fjóra eða fimm þætti áður en serían kláraðist, en vá. Ástæðan fyrir því að ég datt inn í tree hill til að byrja með var einfaldlega sú að stelpurnar í vinnunni dýrkuðu þessa þætti og töluðu alltaf daginn eftir um hápunkta (já það eru margir hápunktar) hvers þáttar. Munið að ég var í unglingavinnunni í sumar, þessar stelpur eru 14 og 15 ára gamlar, semsagt mörgum árum yngri en ég. Ef ég mundi reyna að lýsa One Tree Hill eins og ég lýsti Aðþrengdu eiginkonunum yrði textinn líklega í sama stíl, nema bara þessir þættir eru ekkert að reyna að vera klassa ofar en þeir eru. Og hve vel þeim tekst að vera klisjukenndir, fáránlegir og fyrirsjáanlegir, I love it!
Þá er aðeins eitt eftir: I rest my case, ég meina case closed.
*Enn og aftur ítreka ég ást mína á Law and order: criminal intent
sunnudagur, ágúst 14, 2005
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Lífið er ferðalag
Í dag var ég túristi í Reykjavík. Ég byrjaði daginn á ristaðri beyglu og kaffibolla eins og vera ber þegar maður er á ferðalagi. Síðan skellti ég mér í hvalaskoðun. Ég og hundarð og fimm útlendingar flutum saman um sundin og reyndum eins og við gátum að sjá sem flestar hrefnur og sem mest af hverri hrefnu. Sjórinn var standandi (í meiningunni syndandi) hrefnupartý og báturinn þurfti að nauðhemla nokkrum sinnum og taka ófáar krappar beygjur til að varast árekstur við þessi fallegu, spöku en jafnframt illa lyktandi dýr. Glöð get ég sagt frá því að þessi hvalaskoðunarferð lækkaði ekki hlutfallið mitt. Þá er ég að tala um hlutfallið hvalir per hvalaskoðunarferð. Hlutfallið tegundir per hvalskoðunarferð hrapaði hinsvegar niður úr öllu valdi, úr 4 í 1.
Myndina að neðan tók ég í síðustu hvalaskoðunarferð sem ég fór í, á Húsavík í fyrra. Ef vel er að gáð sést steypireið blása.
Eftir sjóferðina fór ég á kaffihús og hækkaði súrar umræður per kaffibolla hlutfallið mitt um sirka 0.7.
Sannlega var þetta góður dagur... hlutfallslega séð.
Þegar ég var að borga kaffið og sukk-meðlætið, því maður sukkar jú þegar maður er að leika túrista í Reykjavík, var mér á orði að mér liði eins og ferðlangi, því ég var ekki viljandi í túristaleik. Þá sagði kaffiafgreiðslukonan um leið "Lífið er ferðalag" og brosti vingjarnlega, en mér fannst hún líka glotta nett, kannski heyrði hún aðeins of mikið af umræðum dagsins. Það eina sem ég gat sagt var "já" áður en ég labbaði út og hló dátt.
Í dag var ég túristi í Reykjavík. Ég byrjaði daginn á ristaðri beyglu og kaffibolla eins og vera ber þegar maður er á ferðalagi. Síðan skellti ég mér í hvalaskoðun. Ég og hundarð og fimm útlendingar flutum saman um sundin og reyndum eins og við gátum að sjá sem flestar hrefnur og sem mest af hverri hrefnu. Sjórinn var standandi (í meiningunni syndandi) hrefnupartý og báturinn þurfti að nauðhemla nokkrum sinnum og taka ófáar krappar beygjur til að varast árekstur við þessi fallegu, spöku en jafnframt illa lyktandi dýr. Glöð get ég sagt frá því að þessi hvalaskoðunarferð lækkaði ekki hlutfallið mitt. Þá er ég að tala um hlutfallið hvalir per hvalaskoðunarferð. Hlutfallið tegundir per hvalskoðunarferð hrapaði hinsvegar niður úr öllu valdi, úr 4 í 1.
Myndina að neðan tók ég í síðustu hvalaskoðunarferð sem ég fór í, á Húsavík í fyrra. Ef vel er að gáð sést steypireið blása.
Eftir sjóferðina fór ég á kaffihús og hækkaði súrar umræður per kaffibolla hlutfallið mitt um sirka 0.7.
Sannlega var þetta góður dagur... hlutfallslega séð.
Þegar ég var að borga kaffið og sukk-meðlætið, því maður sukkar jú þegar maður er að leika túrista í Reykjavík, var mér á orði að mér liði eins og ferðlangi, því ég var ekki viljandi í túristaleik. Þá sagði kaffiafgreiðslukonan um leið "Lífið er ferðalag" og brosti vingjarnlega, en mér fannst hún líka glotta nett, kannski heyrði hún aðeins of mikið af umræðum dagsins. Það eina sem ég gat sagt var "já" áður en ég labbaði út og hló dátt.
laugardagur, ágúst 06, 2005
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Mikilvægustu vökvar lífsins (í þessari röð):
Bjór
Bensín
Sterkt áfengi
Helgin var heví góð eins og sést á listanum að ofan :)
Góðir hlutir á föstu formi:
Kýr
Fjós
Sól
Gott fólk
Ekki má gleyma því sem er á gasformi, alveg eðal lofttegundir:
Drykkja
Sólbað
Hangs
Tveir seinni listarnir eru til að rökstyðja enn frekar gæði helgarinnar.
Bjór
Bensín
Sterkt áfengi
Helgin var heví góð eins og sést á listanum að ofan :)
Góðir hlutir á föstu formi:
Kýr
Fjós
Sól
Gott fólk
Ekki má gleyma því sem er á gasformi, alveg eðal lofttegundir:
Drykkja
Sólbað
Hangs
Tveir seinni listarnir eru til að rökstyðja enn frekar gæði helgarinnar.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Síðustu vikur hef ég soldið verið í fíling að krúsa á flottasta bílnum í bænum. Með rúðuna skrúfaða alveg niður og handlegginn út, looking cool... ef einhver skilur það orðalag.
Ég fer yfir á gulu ljósi, eins og hver annar, nema bara eftir því sem looking cool stuðullinn hækkar þá verður gula ljósið sem ég fer yfir á sífellt rauðleitara. Undanfarið hefur gula ljósið stundum bara verið alveg rautt, já það er erfitt að vera svona looking cool alltaf.
Ennþá er ég ekki búin að lenda á bláu ljósi eða verra, en skal hér með taka mig á og keyra eins og maður.
(ps allir sem fá Sellu til að segja looking cool um helgina fá hundraðkall)
Ég fer yfir á gulu ljósi, eins og hver annar, nema bara eftir því sem looking cool stuðullinn hækkar þá verður gula ljósið sem ég fer yfir á sífellt rauðleitara. Undanfarið hefur gula ljósið stundum bara verið alveg rautt, já það er erfitt að vera svona looking cool alltaf.
Ennþá er ég ekki búin að lenda á bláu ljósi eða verra, en skal hér með taka mig á og keyra eins og maður.
(ps allir sem fá Sellu til að segja looking cool um helgina fá hundraðkall)
mánudagur, júlí 25, 2005
Ég gæti bloggað á hverjum degi um heimskulegar fréttir. Í dag er það fréttin um nýja leiðakerfi Strætó bs. Fréttamaðurinn sagði um farþega strætó:
"Fólk veit ekki hvaða strætó það á að taka eða hvert það er að fara."
Er fólk að kenna Strætó um að það viti ekki hvert það er að fara! Halló!
Ég og faðir minn vorum allavega sammála um að það væri ekki hægt að skilja þessa setningu neitt öðruvísi.
"Fólk veit ekki hvaða strætó það á að taka eða hvert það er að fara."
Er fólk að kenna Strætó um að það viti ekki hvert það er að fara! Halló!
Ég og faðir minn vorum allavega sammála um að það væri ekki hægt að skilja þessa setningu neitt öðruvísi.
sunnudagur, júlí 24, 2005
Ef ég ýki stórlega þá get ég sagt að ég hafi sofið fleiri nætur í tjaldi í sumar heldur en í rúmi. Þá er ég að reyna að leggja áherslu á þann fjölda útilega sem ég hef farið í í sumar (N.B. að drepast í skurði í Reykjavík telst ekki sem útilega).
Um helgina var stuðið á Grundó, þar var djammað í 14 - 22 klukkutíma samfleytt (fer eftir hvern maður spyr). Það er sérstaklega skemmtilegt að mæta á svona hátíð í litlum bæ, hvert hverfi á sinn lit og allir skreyta húsin sín, bílana sína, börnin sín, rúllubaggana sína og sjálfa sig í sínum lit (við vorum í bláa hverfinu) og í gærkvöldi komu allir litirnir saman og hvert lita-hverfi var með skemmtiatriði. Síðan var drukkið geðveikt mikið og partý út um allt. Auðvitað var rosalegur rígur milli litanna, gulir voru alveg "Hei grænir kunniði ekki að dansa!" (skemmtiatriði gulra var fjölda-dans), síðan voru rauðir eitthvað lengi á leiðinni og einhver sagði "Venjulega keyra rauðir þessa vegalengd ha haha". Mesti rígurinn var þó á milli bæja, línan "Eruðið frá Ólafsvík!" var alveg mesta dissið.
Um helgina var stuðið á Grundó, þar var djammað í 14 - 22 klukkutíma samfleytt (fer eftir hvern maður spyr). Það er sérstaklega skemmtilegt að mæta á svona hátíð í litlum bæ, hvert hverfi á sinn lit og allir skreyta húsin sín, bílana sína, börnin sín, rúllubaggana sína og sjálfa sig í sínum lit (við vorum í bláa hverfinu) og í gærkvöldi komu allir litirnir saman og hvert lita-hverfi var með skemmtiatriði. Síðan var drukkið geðveikt mikið og partý út um allt. Auðvitað var rosalegur rígur milli litanna, gulir voru alveg "Hei grænir kunniði ekki að dansa!" (skemmtiatriði gulra var fjölda-dans), síðan voru rauðir eitthvað lengi á leiðinni og einhver sagði "Venjulega keyra rauðir þessa vegalengd ha haha". Mesti rígurinn var þó á milli bæja, línan "Eruðið frá Ólafsvík!" var alveg mesta dissið.
föstudagur, júlí 22, 2005
Sumar og sól og vatn
Fúff, lenti næstum í vatnsslag í vinnunni í dag (já ég er í vinnu). Við vorum í fótbolta á fótboltavelli í hverfinu þegar næstum allir bæjarbílarnir komu. Þegar þau sáu að við vorum í fótbolta fóru þau í vatnsstríð í staðin (og það rifjaðist upp fyrir mér hve ljúft það er að vera í bæjarvinnunni). Skyndilega stóðu í kringum mig fullt af 18-19 ára strákum með flöskur og föt full af vatni, ég var aldeilis ekki á því að blotna fyrir framan "mín börn" og í hvítum bol í þokkabót. Sem betur fer kannaðist ég við einn flokkstjórann og hann bjargaði mér.
Þori eiginlega ekki að segja fleiri dásemdar sögur úr vinnunni.
Hasta la vista beibí!
Fúff, lenti næstum í vatnsslag í vinnunni í dag (já ég er í vinnu). Við vorum í fótbolta á fótboltavelli í hverfinu þegar næstum allir bæjarbílarnir komu. Þegar þau sáu að við vorum í fótbolta fóru þau í vatnsstríð í staðin (og það rifjaðist upp fyrir mér hve ljúft það er að vera í bæjarvinnunni). Skyndilega stóðu í kringum mig fullt af 18-19 ára strákum með flöskur og föt full af vatni, ég var aldeilis ekki á því að blotna fyrir framan "mín börn" og í hvítum bol í þokkabót. Sem betur fer kannaðist ég við einn flokkstjórann og hann bjargaði mér.
Þori eiginlega ekki að segja fleiri dásemdar sögur úr vinnunni.
Hasta la vista beibí!
mánudagur, júlí 18, 2005
Laukar, bragðarefur, grillaðar pUlsur með hvítlaukssósu og sinnepi, lúxussamlokur, klikkaðir hamborgarar, bugles, snakk í eftirrétt, gæða-gin, steinar, Gunnars kleinuhringir (don't leave home without), kreizí grillaðir bananar með frjálsri aðferð, grillaðar samlokur, hrúgur af nammi, haugar af nammi, Bjarni Ólafs, skyr punktur is, flatkökur með hangiáleggi, svali, kókómjólk, Þorgeir... nei Þorkell, bjór.
þriðjudagur, júlí 12, 2005
mánudagur, júlí 11, 2005
[um ekkert]
Mér finnst ég vera endalaust hugmyndalaus þessa dagana, ég veit ekkert hvað ég á að blogga um. Hugmyndir væru vel þegnar/þeignar/þiggnar. Ég kann ekki að skrifa lengur, kann ekki að skrifa þiggja/þyggja í einhverri tíð/falli, veit einu sinni ekki hvort það er upsilon í því eða ekki, veit allavega að það er ekki upsilon í því.
Hvað varð um allar þúsundmilljón blogghugmyndirnar, voru þær allar í heilasellunum sem drápust í of mikilli drykkju? Finnst það líklegt.
[meira ekkert]
Til að hafa eitthvað meira, þá verður að hafa eitthvað í byrjun þannig að meira ekkert er ekki möguleiki.
P.s. Núna þori ég eiginlega ekki að blogga um bjór, vegna mikils disss á bjórbloggin.
Mér finnst ég vera endalaust hugmyndalaus þessa dagana, ég veit ekkert hvað ég á að blogga um. Hugmyndir væru vel þegnar/þeignar/þiggnar. Ég kann ekki að skrifa lengur, kann ekki að skrifa þiggja/þyggja í einhverri tíð/falli, veit einu sinni ekki hvort það er upsilon í því eða ekki, veit allavega að það er ekki upsilon í því.
Hvað varð um allar þúsundmilljón blogghugmyndirnar, voru þær allar í heilasellunum sem drápust í of mikilli drykkju? Finnst það líklegt.
[meira ekkert]
Til að hafa eitthvað meira, þá verður að hafa eitthvað í byrjun þannig að meira ekkert er ekki möguleiki.
P.s. Núna þori ég eiginlega ekki að blogga um bjór, vegna mikils disss á bjórbloggin.
föstudagur, júlí 08, 2005
Cause I´m always there, I woun´t let you out of my sight
[Þeir sem hafa ekki séð Svamp Sveinsson og Batman Begins ættu ekki að lesa lengra, en ath fjórði liðurinn fjallar um Strandverði]
Í dag rigndi mikið, ég vinn úti. Saman gerir þetta aðstæður mjög óhagstæðar fyrir mig. Ég vorkenni mér samt ekki neitt, ástæðurnar fyrir því eru þrjár. Ég ræð hvenær kaffitíminn er, ég ræð hve langur kaffitíminn er, ég ræð hversu margir kaffitímar eru teknir. Í dag var það snemma, langur og margir.
Hefur David Hasselhoff náð botninum? Ég fór í bíó í gær á Svamp Sveinsson, veit varla hvað hann heitir á ensku því það var íslenskt tal. Svampur Sveinsson er teiknimynd fyrir börn um svamp sem langar að verða framkvæmdastjóri á skyndibitastað en lendir í því að bjarga heiminum (sínum) með vandræðalega vini sínum Pétri krossfiski. Myndin náði hámarki með ákveðnu atriði sem nú verður lýst. Eftir að Svampur og Pétur eru búnir að ná kórónu konungsins úr Skeljaborg til að bjarga Klemma eiganda skyndibitastaðarins sem áður var minnst á frá dauða þurfa þeir að flýta sér heim. Til allrar óhamingju (og með brandara um vindpoka hehe) sjá þeir fram á að komast ekki nógu fljótt heim. O ó, hvað er nú til ráða? Engar áhyggjur, hver kemur hlaupandi eftir ströndinni í rauðum stuttbuxum tilbúinn að redda málunum annar en David Hasselhoff sjálfur! Síðan koma nokkur atriði þar sem loðinn kálfur Hasselhoffs er notaður sem bakgrunnur. Skyndilega fór myndin frá því að vera bara fín í að vera æði.
Fyrst ég er byrjuð að tala um bíómyndir. Ég átti alltaf eftir að tjá mig um nýju Batman myndina. Til að hafa það örugglega á hreinu þá er enginn Batman nema Michael Keaton og enginn Batman-leikstjóri nema Tim Burton. En, auðvitað varð ég að sjá nýju myndina. Ég var alveg frekar sátt fyrir utan svona hundrað atriði sem fóru virkilega í taugarnar á mér. Aðallega tvö atriði samt: 1. Eins og allir vita þá voru foreldrar Bruce Wayne skotnir til bana í dimmu húsasundi af Jókernum, ekki að einhverjum öðrum gaur sem er síðan drepinn. Þetta fór virkilega í taugarnar á mér. 2. Það var alveg óþarfi að taka það fram að Bruce Wayne væri bara venjulegur maður sem hefði verið þjálfaður til þess að vera geðveikt góður að berjast og útskýra nákvæmlega hvaðan allt kúl Batman-dótið hans kom. Mér fannst efinn skemmtilegur eins og hann var til staðar í fyrstu tveimur myndunum; er Batman að hluta leðurblaka eða er hann bara maður? Hvernig á núna útskýra atriðið í fyrstu myndinni þegar Vicky vaknar í rúmi Wayne og sér hann hanga á hvolfi? Það er víst ekki hægt að ætlast til að allir kunni utan af og elski fyrstu tvær myndirnar *dæs*
Það er sosum ekkert að segja um Strandverði, nema kannski að ég hætti að horfa þegar Stephanie kom aftur sem hundur eftir að hún dó.
miðvikudagur, júlí 06, 2005
sunnudagur, júlí 03, 2005
Það er kominn júlí! Jei!
Hvers vegna ætti það að vera fagnaðarefni? Jú sjáið til þá er bjór-blogg-banninu (bbb) lokið og ég má aftur blogga um bjór. :) Núna geri ég ráð fyrir að lesendur fagni ákaft og ef nokkrir eru saman komnir þá væri vel við hæfi að gera bylgju. Reyndar tókst bbb ekki alveg sem skildi, ég missti mig aðeins eftir Laugarvegsgönguna og steingleymdi banninu, það eina sem ég hef mér til varnar er að öll erum við mannleg.
Hluta af mér (litlum hluta) langar núna að rifja upp alla þá góðu bjóra sem ég drakk í júní og dreifa gleðinni því bjór er drykkur guðanna eins allir ættu að vera með á hreinu, EN
Þeir sem náðu að lesa alla leiðina hingað fá prik auk þess að geta tekið kæti sína á ný því næsti hluti þessa bloggs er ekki eingöngu um bjór.
Um helgina var útilega Félags verkfræðinema á Skógum og að sjálfsögðu var dúndurmæting. Ég fór í bíl með Ernu og Stebba (hvað annað en að ég hangi endalaust með para-vinum mínum), þegar við komum á svæðið ákváðum við að tjalda í miðjunni sem var heví fínt, fljótlega fylltist allt pláss í kring. Smá rigning um kvöldið en fullt af bjór og ég grillaði klikkað góða hamborgara (í alvöru, það var engin kaldhæðni í þessum orðum), eiginlega grillaði samt Gunni hamborgarana fyrir mig...
Ég var búin að lofa Ernu og Stebba sól og góðu veðri á laugardeginum og ég stóð við það, tek fulla ábyrgð á blíðunni. Fórum í sund og keyptum pizzu (smá plebba-útilegu-stemning í gangi). Vorum með öflugt lið á Skógaleikunum, nafnið Sellan var samþykkt einróma (læt ekki uppi hvers rómur það var). Sellan rústaði pokahlaupinu, klikkaði aðeins í spítulabbinu, kenndi slakri dómgæslu um tap í bundin-saman-með-bundið-fyrir-augun-að-leita-að-bjór-og-drekka-hann leiknum, sigraði einnig þamba-bjór-og rekja-bolta leikinn þótt minn bolti hafi ekki viljað fara í rétta átt. Við vorum held ég bara sátt við þennan árangur, Skógarleikarnir heppnuðust bara vel miðað við hvað það tóku allt of margir þátt.
Hápunktur kvöldsins var brekkusöngur undir stjórn Gunna og Danna, gríðarlega skemmtilegt að mínu mati, hápunkti næturinnar verður ekki lýst.
Ég drakk margar skemmtilegar blöndur af áfengi og blandi um helgina, helst ber að nefna vískí í kaffi, vodki og tómatsafi og cosmopolitan í kókflösku. Stebbi hélt uppi þeim ágæta sið að tala um gólfefni einu sinni yfir helgina, ég borðaði óhóflega mikið, drakk óhóf-hóflega. Í morgun kom stormur eins og stormviðvörunin hafði varað við, ég þvæ hendur mínar af því máli. Svona fór um sjóferð þá... Í hnotskurn: það var gaman :)
Hvers vegna ætti það að vera fagnaðarefni? Jú sjáið til þá er bjór-blogg-banninu (bbb) lokið og ég má aftur blogga um bjór. :) Núna geri ég ráð fyrir að lesendur fagni ákaft og ef nokkrir eru saman komnir þá væri vel við hæfi að gera bylgju. Reyndar tókst bbb ekki alveg sem skildi, ég missti mig aðeins eftir Laugarvegsgönguna og steingleymdi banninu, það eina sem ég hef mér til varnar er að öll erum við mannleg.
Hluta af mér (litlum hluta) langar núna að rifja upp alla þá góðu bjóra sem ég drakk í júní og dreifa gleðinni því bjór er drykkur guðanna eins allir ættu að vera með á hreinu, EN
Þeir sem náðu að lesa alla leiðina hingað fá prik auk þess að geta tekið kæti sína á ný því næsti hluti þessa bloggs er ekki eingöngu um bjór.
Um helgina var útilega Félags verkfræðinema á Skógum og að sjálfsögðu var dúndurmæting. Ég fór í bíl með Ernu og Stebba (hvað annað en að ég hangi endalaust með para-vinum mínum), þegar við komum á svæðið ákváðum við að tjalda í miðjunni sem var heví fínt, fljótlega fylltist allt pláss í kring. Smá rigning um kvöldið en fullt af bjór og ég grillaði klikkað góða hamborgara (í alvöru, það var engin kaldhæðni í þessum orðum), eiginlega grillaði samt Gunni hamborgarana fyrir mig...
Ég var búin að lofa Ernu og Stebba sól og góðu veðri á laugardeginum og ég stóð við það, tek fulla ábyrgð á blíðunni. Fórum í sund og keyptum pizzu (smá plebba-útilegu-stemning í gangi). Vorum með öflugt lið á Skógaleikunum, nafnið Sellan var samþykkt einróma (læt ekki uppi hvers rómur það var). Sellan rústaði pokahlaupinu, klikkaði aðeins í spítulabbinu, kenndi slakri dómgæslu um tap í bundin-saman-með-bundið-fyrir-augun-að-leita-að-bjór-og-drekka-hann leiknum, sigraði einnig þamba-bjór-og rekja-bolta leikinn þótt minn bolti hafi ekki viljað fara í rétta átt. Við vorum held ég bara sátt við þennan árangur, Skógarleikarnir heppnuðust bara vel miðað við hvað það tóku allt of margir þátt.
Hápunktur kvöldsins var brekkusöngur undir stjórn Gunna og Danna, gríðarlega skemmtilegt að mínu mati, hápunkti næturinnar verður ekki lýst.
Ég drakk margar skemmtilegar blöndur af áfengi og blandi um helgina, helst ber að nefna vískí í kaffi, vodki og tómatsafi og cosmopolitan í kókflösku. Stebbi hélt uppi þeim ágæta sið að tala um gólfefni einu sinni yfir helgina, ég borðaði óhóflega mikið, drakk óhóf-hóflega. Í morgun kom stormur eins og stormviðvörunin hafði varað við, ég þvæ hendur mínar af því máli. Svona fór um sjóferð þá... Í hnotskurn: það var gaman :)
miðvikudagur, júní 29, 2005
mánudagur, júní 27, 2005
sunnudagur, júní 19, 2005
Some people stand in the darkness afraid to step in to the light...
[þessi póstur fjallar um fjallgöngu en ekki strandverði]
Fjallganga er hugarástand. Ég labbaði laugarveginn um helgina, ég get svo svarið það. Ekki laugarveginn niðri í bæ með öllum búðunum og kaffihúsunum heldur gönguleiðina frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Ég hætti við að fara svona þrisvar í seinustu viku, ég átti eftir að gera of mikið, ég hélt ég hefði ekki nógu gott þol og mundi dragast aftur úr, ég vissi ekki almennilega hvað ég ætti að taka með mér o.s.frv. Ég var semsagt mjög smeyk við að ganga og hafði ekki mikið álit á sjálfri mér, t.d. þegar ég, Erna og Gunni löbbuðum á Trölladyngju á laugardaginn fyrir viku þá grét ég næstum því og ætlaði aldrei að koma mér upp á topp, þá sá ég ekki fram á að meika laugarveginn. Uppi á fjallinu tókst Ernu og Gunna að sannfæra mig um að ég gæti labbað, ég þyrfti bara að breyta hugarfarinu. Það gerði ég, fjallganga er hugarástand.
Guðbjörg sá um skipulagningu og með í för voru 18 manns, þar á meðal Erna og Stebbi, Sella, Gunni, Helgi o.fl. Hér kemur ferðasagan, hún verður líklega soldið löng því þetta er eitthvað sem mig langar að muna. Við lögðum af stað með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldið, sumir fóru í laugina á meðan aðrir límdu á sig fyrirbyggjandi hælsærisplástra. Vöknuðum klukkan 6.54 við mjög spes vakningarhringingu, fólk hoppaði á lappir, borðaði fyrir fram planaðan morgunmat og bar á sig sólavörn því veðrið var geðveikt. Hálf 9 vorum við lögð af stað, gekk pínu erfiðlega að finna fyrstu stikurnar en síðan varð lífið dásamlegt. Planið var að labba kílómetrana 55 á tveimur dögum svo stefnan var sett á hádegismat í Hrafntinnuskeri (sem telst heil dagleið hjá ferðafélaginu). Leiðin lá upp nokkrar brekkur og yfir nokkra snjóskafla, eftir sirka tveggja tíma labb tilkynnti Gunni mér að erfiðasta brekkan væri búin, ég fagnaði gríðarlega því ég var búin að ákveða að ef ég meikaði erfiðustu brekkuna þá myndi ég meika afganginn. Komum í Hrafntinnusker korter fyrir 12 og borðuðum hádegismat í sól og blíðu. Stebbi hafði orð á því að hann sæi hrafntinnuna en ekki bólaði á skeri...
Anna Regína ákvað að leggja af stað aðeins á undan hinum og labba frekar aðeins hægar, ég ákvað að fara með. Það fyrsta sem ég gerði var að detta glæsilega niður með snúningi, en fall ku vera fararheill. Áfram var glampandi sólskin og það eina sem ég saknaði voru sólgleraugu. Við röltum og nutum veðurs og útsýnis, og vá útsýnið var geðveikt, þessi leið er ekkert smá flott. Eftir sirka 2 tíma náðu hinn okkur og áfram var haldið, eftir að hafa labbað niður svakalega brekku tókum við okkur pásu og fórum í sólbað, flestir voru á því að það væri of gott veður til að labba og við ættum bara að eyða deginum í að sleikja sólina og tjilla á þessum frábæra stað. Áfram var haldið að Álftavatni og þaðan í Hvanngil þar sem við ætluðum að gista. Seinasta klukkutímann var ég orðin þreytt í fótunum og mjög sátt við að vera að nálgast skálann, þá er bannað fyrir þá sem eru á undan að kalla til baka til allra "SKÁLINN!!!!" þegar skálinn er ekki kominn í augsýn. Klukkan var hálf 7 þegar við komum í Hvanngil (og vorum ekki fyrr komin inn í skála þegar byrjaði að rigna) sem þýðir að við löbbuðum í 10 tíma þann daginn, reyndar með góðum pásum, ætli við höfum ekki labbað í svona 8 tíma. Borðuðum kvöldmat, sumir fengu viskí í kakó (vá hvað það hlýjar miklu meira en bara kakó) og fórum sátt í háttinn eftir góðan dag.
Á laugardaginn vöknuðum við við öllu blíðari vakningarhringingu klukkan 7, ég, Anna Regína og Bryndís lögðum aðeins fyrr af stað heldur en hinir, það var ekki sól en það var heldur ekki rigning, fínt gönguveður. Hópurinn náði okkur við ána, þau byrjuðu að vaða þegar við vorum að þurrka tærnar. Við fengum samt aftur forskot því sumir sem byrja á G og enda á unni töpuðu öðrum vaðskónum sínum ofan í ánni. Gengum yfir sand sem var álíka langur og tveir fótboltavellir... ef það tæki klukkutíma að labba yfir einn fótboltavöll. Á þriðja gönguklukkutíma tóku þrír vaskir drengir fram úr okkur, komum í Emstrur 20 mínútur í 12 og tókum okkur langan og góðan hádegismat, að sjálfsögðu í sól og blíðu. Skálavörðurinn sem var færeysk kona bað okkur vinsamlegast að borga 200 kall ef við ætluðum að nota klósettið. Ég var ekki með klink á mér, vissi ekki að maður þyrftir svoleiðis á fjöllum, svo ég ákvað bara að pissa bakvið hól. Það var heldur ekki nógu gott fyrir hana, hún bannaði mér það. Hvað átti ég þá að gera, halda í mér? Endaði á því að pissa í klósettið og skrapa saman pínu klink.
Seinasti fjórðungurinn var mjög skemmtilegur, eða allavega var gaman að fara yfir háa brú, sjá þar sem Markarfljót og Emstruá mætast og borða snickers í grænni laut. Ég fann að fæturnir mínir voru farnir að hafna skónum, góðir skór samt, og ég þurfti að komast úr skónum á tveggja tíma fresti. Það var bara þægilegt að vaða síðustu ána. Við Anna Regína vorum endalaust ánægðar með okkur þegar við sáum skálann í Langadal, ég óvanur göngugarpur og hún sem fann fyrir öðru hnénu. Klukkan var rétt að verða 6 þegar við tókum af okkur bakpokana og fleygðum okkur í grasið, 9 og hálfur tími takk fyrir takk og mér leið eins og hetju. Áður en við fórum í sturturöðina keyptum við okkur kók, hetju-kók þið vitið. Hneykslunarlætin í þeim sem mig þekkja ætluðu ekki að hætta þegar þau sáu mig með kók en ekki bjór, held það hafi ekki verið sama stelpan sem lagið af stað frá Landmannalaugum og kom niður í Þórsmörk.
Sturtan var dásamleg, bjórinn var dásamlegur eftir smá dvöl í læknum, súkkulaðirúsínurnar voru dásamlegar, fólkið var dásamlegt, grillmaturinn var DÁSAMLEGUR með stórum stöfum, lambalæri, kjúklingur, kartöflur, sósa og bjór með, bara æði. Um kvöldið var spilað og sungið og trallað og raulað með, strandvarðalagið sló óvænt í gegn, ópal-áfengi drukkið, tótallí látið ganga á milli. Göngugarparnir voru í gríðarlegu stuði og fólkið sem kom í Þórsmörk til að djamma með var líka í stuði (pínu óþreyttara samt). Svo er það bjórinn... Sem betur fer var ég með Thule svo ég gat alltaf verið að segja við sjálfa mig "Þessi á skilið Thule!" og brosa. Allt kvöldið var ég hetja, daginn eftir var ég hetja, en er ég hetja.
Þessi ferð var æði, framar allra björtustu vonum. Þakkir fá Guðbjörg, trússarar, grillarar, tjaldarar, ríkissendlar, samgöngugarpar og ég. :)
Meira skemmtilegt:
Forseti, röv, sólbruni, stráka-eldamennska, hvítir hundar, Lost spoiler, sól, sviti, gott nesti, súkkulaði, kaldar ár, dansinn hans Hemma, Snorraríki, sofa í kremju, gleði gleði, ég-sé-skála fagnaðarópið, sandur, Tuddi og Tvíbaka, fólkið með risa bakpokana sem við rákumst á svona 8 sinnum seinni göngudaginn, moldarvindhviðan, göngustafir eru æði, hver var fullur en ekki eins fullur og einhver annar var einhverntíman áður, aumir fætur, hælsæri, ekki hælsæri, risa-egó, viskí í kakó, batman, catwoman. snake og spider og ú-ha, lopapeysur, kfc á selfossi, litla hafmeyjan, flott fjöll, ískalt hveravatn, bleikar legghlífar, sólbrunamynstur, gæti haldið áfram...
þriðjudagur, júní 14, 2005
[tileinkað ákveðnum einstaklingi, og já ég er ennþá í kasti]
Hvað fer í gegnum huga ungrar einhleyprar stúlku þegar karlmaður hringir og það fyrsta sem hann spyr um er hvort stúlkan sé á lausu?
a) Æi enn einn vonlausi gæinn að reyna eitthvað...
b) Andsk hvað gerði ég af mér um helgina sem ég man ekki eftir!!
c) Hvern þekki ég sem vinnur á Skjá Einum???
Hvað fer í gegnum huga ungrar einhleyprar stúlku þegar karlmaður hringir og það fyrsta sem hann spyr um er hvort stúlkan sé á lausu?
a) Æi enn einn vonlausi gæinn að reyna eitthvað...
b) Andsk hvað gerði ég af mér um helgina sem ég man ekki eftir!!
c) Hvern þekki ég sem vinnur á Skjá Einum???
sunnudagur, júní 12, 2005
[Still standing]
Ég veit ekki alveg hve mikið ég get sagt um fyrsta vinnudaginn, segjum bara að ég hafi verið sátt.
Ég eldaði burritos á föstudagskvöldið, á ekki að geta klikkað. Það er alveg eðlilegt að 1/3 af hakkinu steikist, 1/3 brenni og 1/3 haldist hrár, right!
Komst líka að því að ég er ekkert snyrtilegri þegar ég elda heldur en þegar ég borða, í báðum tilfellum fer allt út um allt!!
Hélt síðan að ég gæti bætt upp fyrir slæma og subbulega eldamennsku og vonda borðsiði með því að vaska beautifully upp, fattaði þá að hvaða jólasveinn sem er getur vaskað upp og það telst ekki til hæfileika!!!
Ég veit ekki alveg hve mikið ég get sagt um fyrsta vinnudaginn, segjum bara að ég hafi verið sátt.
Ég eldaði burritos á föstudagskvöldið, á ekki að geta klikkað. Það er alveg eðlilegt að 1/3 af hakkinu steikist, 1/3 brenni og 1/3 haldist hrár, right!
Komst líka að því að ég er ekkert snyrtilegri þegar ég elda heldur en þegar ég borða, í báðum tilfellum fer allt út um allt!!
Hélt síðan að ég gæti bætt upp fyrir slæma og subbulega eldamennsku og vonda borðsiði með því að vaska beautifully upp, fattaði þá að hvaða jólasveinn sem er getur vaskað upp og það telst ekki til hæfileika!!!
föstudagur, júní 10, 2005
Hvað gerist þegar 3200 vopnuðum einstaklingum er sleppt lausum út á götur Reykjavíkurborgar?
Ég veit það ekki sjálf, en það kemur í ljós á morgun þegar vinnnuskólinn tekur á móti nemendum sínum. Já ég verð í vinnuskólanum í sumar. Fyrst var ég ekkert ánægð með það, en núna held ég að sumarvinnan gæti orðið áhugaverð (segi ég áður en ég hitti börnin).
Ég krossa fingur og geng út á vígvöllinn, bara muna að taka öryggið af...
Ég veit það ekki sjálf, en það kemur í ljós á morgun þegar vinnnuskólinn tekur á móti nemendum sínum. Já ég verð í vinnuskólanum í sumar. Fyrst var ég ekkert ánægð með það, en núna held ég að sumarvinnan gæti orðið áhugaverð (segi ég áður en ég hitti börnin).
Ég krossa fingur og geng út á vígvöllinn, bara muna að taka öryggið af...
þriðjudagur, júní 07, 2005
Ég ætla bara að halda áfram að vanrækja það að blogga um hluti eins og Þórsmerkurferð, jeppa-dót og tangó... og fræða þá sem vilja vita um dásemdir Háskóla Íslands. Ég er, eins og áður hefur komið fram að læra verkfræði við fyrrnefndan ágætis skóla. Í dag fékk ég einkunn úr námskeiði sem heitirvélhlutafræði. Einkunnin kom 5 vikum eftir prófdag sem er alltof alltof seint.
Það sem er fyndið er einkunnadreifing í námskeiðinu. Viku fyrir próf var nánast allur bekkurinn kominn með lausnarhefti fyrir kennslubókina, allt í lagi með það, það er löglegt. En málið er að prófið var gagnapróf og 3 af 4 dæmum voru beint upp úr lausnaheftinu.... stupid!!! Svo 11 manns fengu 9, 10 fengu 8 og hinir 4 voru greinilega ekki með lausnaheftið. En afhverju fékk þá enginn 10? Svo sem ekkert leiðinlegt að fá ágætis einkunn.
Hér með hneykslast ég á umræddum kennara, er ekkert til sem heitir akademískur metnaður?
Það sem er fyndið er einkunnadreifing í námskeiðinu. Viku fyrir próf var nánast allur bekkurinn kominn með lausnarhefti fyrir kennslubókina, allt í lagi með það, það er löglegt. En málið er að prófið var gagnapróf og 3 af 4 dæmum voru beint upp úr lausnaheftinu.... stupid!!! Svo 11 manns fengu 9, 10 fengu 8 og hinir 4 voru greinilega ekki með lausnaheftið. En afhverju fékk þá enginn 10? Svo sem ekkert leiðinlegt að fá ágætis einkunn.
Hér með hneykslast ég á umræddum kennara, er ekkert til sem heitir akademískur metnaður?
föstudagur, júní 03, 2005
miðvikudagur, júní 01, 2005
Nýtt nýtt!
Í staðin fyrir að skrifa komment hér á síðuna sendið í staðin sms á númerið 899 0275 (tíundi hver vinnur, 0-9 kr skeytið)
Tími er kominn til að missa sig svolítið:
Í dag er 1. júní.
Í dag set ég reglu sem gilda skal í einn mánuð frá þessum degi (þ.e. til 1. júlí)
Reglan fjallar um það að ég má ekki skrifa um bjór eða neyslu hans.
Capiche!
Ástæðan fyrir reglunni (fyrir utan að ég hef gaman af því að búa til reglur) er sú að undanfarið hefur fólk komið til mín og gert eitt af eftirfarandi: a) Sagt mér að ég skrifi bara um bjór vegna þess að ég hafi ekkert ímyndunarafl og sé ömurlegur bloggari. b) Spurt afhverju ég skrifi bara um bjór. c) Sagt mér að bjór sé sannlega drykkur guðanna og hvatt mig til frekari bjórskrifa.
Líklega er óþarfi að taka fram að c) hópurinn er í miklum minnihluta.
Regla:
"Frá og með 1. júní 2005 og út mánuðinn má bloggari þessi ekki tjá sig um bjór, drykkju áfengis eða annað því tengt. Reglan tekur gildi eftir þessa setningu."
Bíðum nú spennt og sjáum hvort ég geti skrifað um eitthvað annað.
[17 mínútum síðar]
Eitthvað annað... einhver... hjálp, hvað hef ég gert!!!
Í staðin fyrir að skrifa komment hér á síðuna sendið í staðin sms á númerið 899 0275 (tíundi hver vinnur, 0-9 kr skeytið)
Tími er kominn til að missa sig svolítið:
Í dag er 1. júní.
Í dag set ég reglu sem gilda skal í einn mánuð frá þessum degi (þ.e. til 1. júlí)
Reglan fjallar um það að ég má ekki skrifa um bjór eða neyslu hans.
Capiche!
Ástæðan fyrir reglunni (fyrir utan að ég hef gaman af því að búa til reglur) er sú að undanfarið hefur fólk komið til mín og gert eitt af eftirfarandi: a) Sagt mér að ég skrifi bara um bjór vegna þess að ég hafi ekkert ímyndunarafl og sé ömurlegur bloggari. b) Spurt afhverju ég skrifi bara um bjór. c) Sagt mér að bjór sé sannlega drykkur guðanna og hvatt mig til frekari bjórskrifa.
Líklega er óþarfi að taka fram að c) hópurinn er í miklum minnihluta.
Regla:
"Frá og með 1. júní 2005 og út mánuðinn má bloggari þessi ekki tjá sig um bjór, drykkju áfengis eða annað því tengt. Reglan tekur gildi eftir þessa setningu."
Bíðum nú spennt og sjáum hvort ég geti skrifað um eitthvað annað.
[17 mínútum síðar]
Eitthvað annað... einhver... hjálp, hvað hef ég gert!!!
mánudagur, maí 30, 2005
fimmtudagur, maí 26, 2005
þriðjudagur, maí 24, 2005
miðvikudagur, maí 18, 2005
Ég var að heyra orðið á götunni, orðið á götunni segir að ég bloggi bara um bjór og bmw-inn minn. Það er líklega að mestu satt, ég þarf mikið að tjá mig um bjór og bmw-inn minn. En svo að það fari ekki framhjá neinum þá eru tvær aðalástæður þess að ég blogga svo mikið um bjór og bmw-inn minn þessar:
1. Bjór og bmw er best
2. Bjór og bmw-inn minn er það besta í heimi!!!
Talandi um bimma minn, hann er búinn að vera lasinn síðustu rúma viku. Það kom gat á púströrið þannig að hann hljómaði meira eins og traktor heldur en sú glæsikerra sem hann er. Mér fannst sárt að keyra hann, að heyra barnið sitt gráta er alltaf erfitt. Í dag sótti ég hann úr viðgerð, og núna syngur vélin fyrir mig blíðri röddu, eins og nýfætt lamb að vori, samt ekki me me me...
Mæli með að kíkja á mynd af alvöru lambi að vori á síðunni hans Stebba.
1. Bjór og bmw er best
2. Bjór og bmw-inn minn er það besta í heimi!!!
Talandi um bimma minn, hann er búinn að vera lasinn síðustu rúma viku. Það kom gat á púströrið þannig að hann hljómaði meira eins og traktor heldur en sú glæsikerra sem hann er. Mér fannst sárt að keyra hann, að heyra barnið sitt gráta er alltaf erfitt. Í dag sótti ég hann úr viðgerð, og núna syngur vélin fyrir mig blíðri röddu, eins og nýfætt lamb að vori, samt ekki me me me...
Mæli með að kíkja á mynd af alvöru lambi að vori á síðunni hans Stebba.
þriðjudagur, maí 17, 2005
mánudagur, maí 16, 2005
laugardagur, maí 14, 2005
fimmtudagur, maí 12, 2005
þriðjudagur, maí 10, 2005
[þeir sem fá Sellu til að lesa þetta upphátt fá hundraðkall í verðlaun]
Oh my god, það er alveg totally boring að læra fyrir næst síðasta prófið :( verð að læra HEVÍ mikið!! En sem betur fer verður allt búið eftir nokkra daga ;) og þá verður aldeilis djammað :) og tekið á því, lets get it on ;) :) Vá þegar prófin verða búin þá kemst ég loksins í kringluna og smáralind :) vantar þokkalega eyrnalokka og fleiri djamm-aukahluti fyrir sumarið if you know what I mean ;) tíhí... Stelpurnar eru í crazy geeeeeegjuðu stuði hérna, hættið að hangsa og farið að læra stelpur eruðið í háskóla eða *blikk blikk* ;) ;) Þær eru þvíííííílíkt bara að kjafta, viljiði spá...
Anyways áfram með smjörið, síja ;) ;) chao
Oh my god, það er alveg totally boring að læra fyrir næst síðasta prófið :( verð að læra HEVÍ mikið!! En sem betur fer verður allt búið eftir nokkra daga ;) og þá verður aldeilis djammað :) og tekið á því, lets get it on ;) :) Vá þegar prófin verða búin þá kemst ég loksins í kringluna og smáralind :) vantar þokkalega eyrnalokka og fleiri djamm-aukahluti fyrir sumarið if you know what I mean ;) tíhí... Stelpurnar eru í crazy geeeeeegjuðu stuði hérna, hættið að hangsa og farið að læra stelpur eruðið í háskóla eða *blikk blikk* ;) ;) Þær eru þvíííííílíkt bara að kjafta, viljiði spá...
Anyways áfram með smjörið, síja ;) ;) chao
sunnudagur, maí 08, 2005
Þegar maður fer til Keflavíkur er þrennt sem er mikilvægt að hafa í huga. Númer eitt er að taka með sér mynd af Bítlunum til að maður fari ekki óvart að rugla saman keflvísku-bítlunum og hinum einu sönnu. Taska með bítlamynd framaná dugir vel. Númer tvö er að keyra á réttum hraða. Réttur hraði er nógu hratt til að Keflvíkingar haldi að maður sé kúl. Númer þrjú er að keyra ekki framhjá beygjunni inn í bæinn, heldur beygja. Liður númer þrjú þarfnast ekki útskýringa.
föstudagur, maí 06, 2005
mánudagur, maí 02, 2005
Ef ég væri bar þá héti ég (barinn ég) Bara Þura.
Ég gerði tilraun til að fara lengra með þessa pælingu en það var ekki að gera sig. En augljóst er að á Bara Þura er happy hour á hverjum degi frá 4 til 12, og frá 2 á föstudögum. Þá er bjórinn á MJÖG vægu verði. Síðan væru klárlega til minnst hundrað tegundir af bjór og þar á meðal nokkrar tegundir af góðum dökkum bjór. Reyndar væri þetta aðallega bjór-bar, en auðvitað væri hægt að fá aðrar áfengistegundir, sér í lagi í formi skota. Þetta er reyndar skemmtileg pæling...
Hvað hétir ÞÚ ef þú værir bar?
Ég gerði tilraun til að fara lengra með þessa pælingu en það var ekki að gera sig. En augljóst er að á Bara Þura er happy hour á hverjum degi frá 4 til 12, og frá 2 á föstudögum. Þá er bjórinn á MJÖG vægu verði. Síðan væru klárlega til minnst hundrað tegundir af bjór og þar á meðal nokkrar tegundir af góðum dökkum bjór. Reyndar væri þetta aðallega bjór-bar, en auðvitað væri hægt að fá aðrar áfengistegundir, sér í lagi í formi skota. Þetta er reyndar skemmtileg pæling...
Hvað hétir ÞÚ ef þú værir bar?
föstudagur, apríl 29, 2005
[Kvöldið fyrir próf]
Hvað er mikilvægt að gera kvöldið fyrir próf?
Klára alveg að fara yfir efnið (max klukkutími)
Fara yfir aðal-atriði námsefnisins (atriðin sem koma pottþétt á prófinu)
Skrifa aulablað (það sem má alls ekki gleymast t.d. 1. lögmálið)
Borða tvö meðalstór egg (linsoðin með smá salti)
Skipta um blý í skrúfblýantinum
Passa að allt sé í pennaveskinu
Standa á haus í 7 1/2 mín (blóðrennsli í hausinn gerir mann gáfaðri)
Hlusta á eitt geðveikt gott lag (að eigin vali)
Hlaupa 3 hringi kringum húsið sitt (2 ef maður býr í blokk)
Fara passlega snemma að sofa
Hvað er mikilvægt að gera kvöldið fyrir próf?
Klára alveg að fara yfir efnið (max klukkutími)
Fara yfir aðal-atriði námsefnisins (atriðin sem koma pottþétt á prófinu)
Skrifa aulablað (það sem má alls ekki gleymast t.d. 1. lögmálið)
Borða tvö meðalstór egg (linsoðin með smá salti)
Skipta um blý í skrúfblýantinum
Passa að allt sé í pennaveskinu
Standa á haus í 7 1/2 mín (blóðrennsli í hausinn gerir mann gáfaðri)
Hlusta á eitt geðveikt gott lag (að eigin vali)
Hlaupa 3 hringi kringum húsið sitt (2 ef maður býr í blokk)
Fara passlega snemma að sofa
sunnudagur, apríl 24, 2005
Ég þarf að læra undir próf, hvernig væri að byrja á því að... taka til, sortera glósur, prenta út gömul próf, far út að labba, fara í bankann, þvo bílinn, lesa moggann, gera við sokka, búa til góðan hádegismat, lesa fréttablaðið, blogga, þvo þvott, lesa viðskiptablað moggans síðan í síðustu viku...
Hljómar þetta kunnuglega eða eru allir aðrir að ná svaka einbeitingu við lærdóminn?
Eða ég hef betri kenningu: Hver stal einbeitingunni minni!?!
Hljómar þetta kunnuglega eða eru allir aðrir að ná svaka einbeitingu við lærdóminn?
Eða ég hef betri kenningu: Hver stal einbeitingunni minni!?!
fimmtudagur, apríl 21, 2005
[ammli]
Þá er 20. apríl búinn, en góður 20. apríl var það. Ég borðaði fjórar stórar afmælismáltíðir sem var mjög gott. Þegar ég vaknaði ákvað ég að fá mér afmælismorgunmat, ristaða beyglu, djús og kaffi. Krakkarnir í skólanum buðu mér á Eldsmiðjuna í hádeginu, þar biðum við í 35 mínútur eftir pizzunum okkar en það var vel þess virði. MH krúið mitt bauð mér síðan upp á kökur og kakó og gæða tónlist undir, sem var heví næs. Ég varð fyrsta manneskjan ever til að brjóta regluna "afmælisbarnið á alltaf að klára allar kökurnar" sem var nokkuð lélegt af mér því reglan hafði aldrei verið brotin áður. Þegar kom að kvöldmatnum sem mamma hafði eldað handa mér var ég svo södd að ég kom varla nokkru niður... en svona er lífið, stundum getur maður ekki borðað allt sem mann langar til að borða.
Um kvöldið drakk ég vitaskuld bjór í tilefni dagsins. Takk fyrir mig allir! :)
[eitt í viðbót]
Á mánudaginn labbaði ég upp á Esjuna, "allt nema klettana" eins og mér fróðari menn myndu segja.
Þá er 20. apríl búinn, en góður 20. apríl var það. Ég borðaði fjórar stórar afmælismáltíðir sem var mjög gott. Þegar ég vaknaði ákvað ég að fá mér afmælismorgunmat, ristaða beyglu, djús og kaffi. Krakkarnir í skólanum buðu mér á Eldsmiðjuna í hádeginu, þar biðum við í 35 mínútur eftir pizzunum okkar en það var vel þess virði. MH krúið mitt bauð mér síðan upp á kökur og kakó og gæða tónlist undir, sem var heví næs. Ég varð fyrsta manneskjan ever til að brjóta regluna "afmælisbarnið á alltaf að klára allar kökurnar" sem var nokkuð lélegt af mér því reglan hafði aldrei verið brotin áður. Þegar kom að kvöldmatnum sem mamma hafði eldað handa mér var ég svo södd að ég kom varla nokkru niður... en svona er lífið, stundum getur maður ekki borðað allt sem mann langar til að borða.
Um kvöldið drakk ég vitaskuld bjór í tilefni dagsins. Takk fyrir mig allir! :)
[eitt í viðbót]
Á mánudaginn labbaði ég upp á Esjuna, "allt nema klettana" eins og mér fróðari menn myndu segja.
sunnudagur, apríl 17, 2005
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Bætti nokkrum linkum inn, sem ég ætlaði flestum að vera búin að bæta inn fyrir löngu en... svona er lífið. Linkarnir fóru neðst á listann í engri sérstarkri röð, á eftir að upphugsa sérstaka röð. Ætli þetta verði ekki svona "hugsa út fyrir kassann" dæmi... Gott fólk bakvið linkana engu að síður.
Gerði þrjár tilraunir til að borga símreikninginn minn í dag:
Tilraun 1: heimabanki, reikningurinn var ekki inn á heimabankanum eins og venjulega.
Tilraun 2: venjulegur banki, það var ekki hægt, mér var sagt að Síminn væri að skipta um kerfi og bla... allavega var það ekki hægt.
Tilraun 3: Síminn, nei sorrí kerfið krassaði í dag og því ekki hægt að borga símreikninga!
Það vil baral enginn taka við peningunum mínum! Ef þetta væri svona í hverjum mánuði þá væri lífið ljúft og ég með fulla vasa af einhverju öðru en grjóti ;)
Gerði þrjár tilraunir til að borga símreikninginn minn í dag:
Tilraun 1: heimabanki, reikningurinn var ekki inn á heimabankanum eins og venjulega.
Tilraun 2: venjulegur banki, það var ekki hægt, mér var sagt að Síminn væri að skipta um kerfi og bla... allavega var það ekki hægt.
Tilraun 3: Síminn, nei sorrí kerfið krassaði í dag og því ekki hægt að borga símreikninga!
Það vil baral enginn taka við peningunum mínum! Ef þetta væri svona í hverjum mánuði þá væri lífið ljúft og ég með fulla vasa af einhverju öðru en grjóti ;)
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Jei framleiðsluferlafyrirlestrarnir eru búnir! :) Þá er bara eftir að klára 1 forritunarverkefni, sveifludæmi, vélhlutadæmi, skýrsla um fyrirtæki, tilraun, skýrsla um tilraun og þá get ég byrjað að læra fyrir próf. Humm mér fannst eins og það væri minna eftir áður en ég skrifaði það niður, ó vell, Jei framleiðsluferlafyrirlestrarnir eru búnir!!!!
Og já Vélsmiðja Orms og Víglundar er uppáhalds fyrirtækið mitt...
Og já Vélsmiðja Orms og Víglundar er uppáhalds fyrirtækið mitt...
mánudagur, apríl 11, 2005
[skyldublogg]
Aðalfundur Vélarinnar var á föstudaginn. Sá sem fann upp á því að loka fullt af drykkjuglöðu fólki saman inni í sal sem er fullur af áfengi er bara snillingur, takk fyrir mig... :)
[og ýmsir persónulegir hlutir]
eða efectos personales eins og stendur í spænsku lögregluskýrslunni minni. Af hverju tekur endalaust langan tíma að klára skýrslu þótt maður sé búinn? Af hverju er pendúllinn minn ofvirkur? Af hverju var ég full á virkum degi? Eða réttara sagt, af hverju var ég ekki full á virkum degi?
Hvar er heimurinn?
Aðalfundur Vélarinnar var á föstudaginn. Sá sem fann upp á því að loka fullt af drykkjuglöðu fólki saman inni í sal sem er fullur af áfengi er bara snillingur, takk fyrir mig... :)
[og ýmsir persónulegir hlutir]
eða efectos personales eins og stendur í spænsku lögregluskýrslunni minni. Af hverju tekur endalaust langan tíma að klára skýrslu þótt maður sé búinn? Af hverju er pendúllinn minn ofvirkur? Af hverju var ég full á virkum degi? Eða réttara sagt, af hverju var ég ekki full á virkum degi?
Hvar er heimurinn?
föstudagur, apríl 08, 2005
mánudagur, apríl 04, 2005
Þetta gerðist í sveiflufræði á föstudag:
Kennarinn ákvað að það ætti að vera dæmatími eftir hádegi, allir voru ósáttir við það. Þá spurði hann hvað við værum að fara að gera sem væri merkilegra en dæmatími, Gunni sagði Æi við ætluðum bara að byrja að drekka klukkan 12 (þ.e. á hádegi). Þá spurði kennarinn hvort eitthvað sérstakt væri í gangi og ég svaraði Nei bara venjulegur föstudagur. Það er fyndið af því það er satt... næstum satt, byrjuðum að drekka hálf 5 ekki 12.
Síðan bara gaman, gaman að drekka og syngja og dansa.
Kennarinn ákvað að það ætti að vera dæmatími eftir hádegi, allir voru ósáttir við það. Þá spurði hann hvað við værum að fara að gera sem væri merkilegra en dæmatími, Gunni sagði Æi við ætluðum bara að byrja að drekka klukkan 12 (þ.e. á hádegi). Þá spurði kennarinn hvort eitthvað sérstakt væri í gangi og ég svaraði Nei bara venjulegur föstudagur. Það er fyndið af því það er satt... næstum satt, byrjuðum að drekka hálf 5 ekki 12.
Síðan bara gaman, gaman að drekka og syngja og dansa.
fimmtudagur, mars 31, 2005
[Þura returns]
Komin á klakann. Fyndið, enginn kom að sækja mig á Keflavíkurflugvöll en ég var sótt á flugvöllinn í Madrid og á Kastrup (tvisvar). Hér með þakka ég Svanhvíti formlega fyrir stórgóða viku, hefði mátt vera lengri þó, skal sem fyrst endurtekin, sennilega í öðrum bæ á öðru tungumáli.
[Gáta]
Hvaða flík er lýst svona (Svanhvít bannað að segja):
The brand stvle leisurely and carefree and rate and serving as and really my true qualities.
Getiði nú!
Komin á klakann. Fyndið, enginn kom að sækja mig á Keflavíkurflugvöll en ég var sótt á flugvöllinn í Madrid og á Kastrup (tvisvar). Hér með þakka ég Svanhvíti formlega fyrir stórgóða viku, hefði mátt vera lengri þó, skal sem fyrst endurtekin, sennilega í öðrum bæ á öðru tungumáli.
[Gáta]
Hvaða flík er lýst svona (Svanhvít bannað að segja):
The brand stvle leisurely and carefree and rate and serving as and really my true qualities.
Getiði nú!
mánudagur, mars 28, 2005
Internet stadur í Alcalá de H. rétt hjá Madrid Spáni. Helstu fréttir eru thaer ad ég var raend, ekkert grín veskinu mínu var stolid og í thví voru kortin mín, allir peningar, sími, digital myndavél og ýmsir persónulegir hlutir eins og Svanhvít sagdi vid loggumanninn. Núna geng ég um med ekkert veski, thad er eins og Svanhvít eigi eiginkonu, ég tharf ad bidja hana um pening ef mig langar ad kaupa eitthvad.
Annars er heví gaman, og Spánverjarnir eru heví saetir ;)
Annars er heví gaman, og Spánverjarnir eru heví saetir ;)
miðvikudagur, mars 23, 2005
Er eg mesti auli i heimi eda hvad! Nuna sit eg a kastrup flugvelli og er ad blogga.Thad er ekki komid neitt gate a flugid mitt til Madrid og eg er buin ad fara a barinn, mer datt ekkert betra i hug ad gera...
A barnum missti eg reyndar allt alit a sjalfri mer, eg bad um bjor og gellan spurdi "Lille, mellem eller stor?" og eg vildi storan, tha benti hun a risa RISA stort glas og eg sagdi "okey mellem" Hef ekki skammast min svona mikid i tja nokkra daga... Drakk 0,5 litra millistoran bjor...
Svanhvit segir ad vid seum ad fara a e-d ku klux klan djamm i kvold...Thetta blogg kostadi mig 3,25 DKK a min. Bid ad heilsa ykkur!
A barnum missti eg reyndar allt alit a sjalfri mer, eg bad um bjor og gellan spurdi "Lille, mellem eller stor?" og eg vildi storan, tha benti hun a risa RISA stort glas og eg sagdi "okey mellem" Hef ekki skammast min svona mikid i tja nokkra daga... Drakk 0,5 litra millistoran bjor...
Svanhvit segir ad vid seum ad fara a e-d ku klux klan djamm i kvold...Thetta blogg kostadi mig 3,25 DKK a min. Bid ad heilsa ykkur!
laugardagur, mars 19, 2005
[Standard djamm]
Drekka of mikið
Taka í vörina
Vera alltof full
Æla fyrir framan fullt af fólki sem þekkir mig (ekki öðruvísi)
Halda síðan áfram
Þetta var standardinn, ég náði fullu húsi stiga í gærkvöldi (í fyrsta sinn). Hver fyrir sig má fylla í eyðurnar. Hins vegar er þetta ekki góður standard, hugmyndir að nýjum óskast.
[er hann að djóka eða?]
Hér birtist setning sem einn kennara minna í háskólanum sendi bekknum í Emaili. Ath óritskoðað:
Tveir nýir hópar hafa skráð sig til leiks
Það eru hóparnir
Jónsson með Marel
og Hot Chicks sem eru æstar í Slippinn í Reykjavík
Bendi ég sérstaklega á neðstu línuna til hneykslunar.
Drekka of mikið
Taka í vörina
Vera alltof full
Æla fyrir framan fullt af fólki sem þekkir mig (ekki öðruvísi)
Halda síðan áfram
Þetta var standardinn, ég náði fullu húsi stiga í gærkvöldi (í fyrsta sinn). Hver fyrir sig má fylla í eyðurnar. Hins vegar er þetta ekki góður standard, hugmyndir að nýjum óskast.
[er hann að djóka eða?]
Hér birtist setning sem einn kennara minna í háskólanum sendi bekknum í Emaili. Ath óritskoðað:
Tveir nýir hópar hafa skráð sig til leiks
Það eru hóparnir
Jónsson með Marel
og Hot Chicks sem eru æstar í Slippinn í Reykjavík
Bendi ég sérstaklega á neðstu línuna til hneykslunar.
fimmtudagur, mars 17, 2005
mánudagur, mars 14, 2005
[sunnudagsmorgnar í Víðihlíð í Víðihlíð]
Ég vil byrja á að þakka Andra Ólafssyni fyrir umræður um ákveðið lag síðastliðið þriðjudagskvöld, lagið er ennþá fast inni í hausnum á mér.
Næsta sunnudag verð ég stödd í Kaupinhafn, og á miðvikudeginum þar á eftir í Madrid, og fimmtudaginn í vikunni þar á eftir í Reykjavík, kannski ég skelli mér til Prag í leiðinni... eða er Moskva málið...
Ég er búin að tilkynna Svanhvíti að ég ætli mér ekki að upplifa Spán edrú, eða er soldið gróft að vera fullur á föstudaginn langa í kaþólsku landi...? Eða er Spánn ekki annars kaþólskt land... Fáfróða stelpa...
Ég vil byrja á að þakka Andra Ólafssyni fyrir umræður um ákveðið lag síðastliðið þriðjudagskvöld, lagið er ennþá fast inni í hausnum á mér.
Næsta sunnudag verð ég stödd í Kaupinhafn, og á miðvikudeginum þar á eftir í Madrid, og fimmtudaginn í vikunni þar á eftir í Reykjavík, kannski ég skelli mér til Prag í leiðinni... eða er Moskva málið...
Ég er búin að tilkynna Svanhvíti að ég ætli mér ekki að upplifa Spán edrú, eða er soldið gróft að vera fullur á föstudaginn langa í kaþólsku landi...? Eða er Spánn ekki annars kaþólskt land... Fáfróða stelpa...
laugardagur, mars 12, 2005
mánudagur, mars 07, 2005
[Árshátíð]
Ég veit ég skemmti mér vel. Ég veit líka að ég man ekkert voðalega mikið.
Við lögðum af stað uppúr 1, ég og pörin, hvað er það með mig að hanga alltaf með pörum? Sagan endurtekur sig greinilega. Fyrsti bjór var drukkinn á leiðinni, það var góður bjór. Við tékkuðum okkur inn á Hótel Selfoss og síðan var planið að fara út að leika og drekka meira, klukkan var samt heldur margt þannig að úr varð að við vorum inni að leika og drekka bjór. Ég var líka undir mikilli pressu frá Gunna að vera líta vel út, það kom til þannig:
[forsagan]
Nokkrum dögum fyrir árshátíð vorum ég, Gunni, Sella og Erna að keyra, við stelpurnar vorum að plana að taka okkur til saman, mála okkur og laga hárið. Allt í einu heyrðist frá Gunna "Það er samt eiginlega bara Þura sem þarf eitthvað að taka sig til!" Við urðum allar steinhissa og ég leit strax í afturspegilinn og hugsaði "Hvað sér hann svona mikið að mér!?!" Eftir smástund föttuðum við að hann var meina að ég væri sú eina sem væri á lausu og hefði þess vegna meiri þörf fyrir að vera fín heldur en hinar. Eftir þetta áfall var ég þó dead set á að líta vel út.
Það er ekki mitt að dæma hvernig til tókst en Gunni sagði allavega að ég hefði staðist prófið.
[maturinn]
Maturinn byrjaði um 7 held ég og ég held ég hafi aldrei borðað jafnlítið á árshátíð. Humarsúpan slapp, bragðaðist meira eins og rjómi með humar- og piparbragði. Aðalrétturinn var ógeð, lambakjötið var þurrt og bragðlaust, kartöfludótið bragðaðist eins og æla og hitt kartöfludótið bragðast eins og æla ef ég æli aftur seinna um kvöldið. Tryggvi sagði að þetta væri bara bull í mér og tók að sér að klára matinn minn, síðan samþykkti hann að kjötið mitt væri ógeð þannig að ég fór og fékk nýtt. Þvílikt magn af kjöti sem ég fékk í það skiptið og mér fannst það ennþá vont, úr varð að allir sessunautar mínir fengu ábót. Ísinn var hinsvegar góður, ég borðaði tvo skammta.
[þegar Þura missti endanlega allt kúl]
Á einhverjum tímapunkti í matnum fékk Tryggvi sér í vörina og allt í lagi með það, en á sama tímapunkti neitaði ég ekki þegar hann bauð mér með sér, ekki allt í lagi með það. Næstu borð í kringum fengu semsagt að fylgjast með með mér gera misheppnaða tilraun til að taka í vörina, við erum að tala um að allt fór út um allt. Ég hljóp inn á klósett með servéttu fyrir munninum og fór síðan upp á herbergi að tannbursta mig. Fína stelpan var ekki svo fín lengur...
[skemmtiatriðin]
Allar skorirnar voru með dans-skemmtiatriði. Verð að segja að atriði byggingarinnar hafi borið af, þau gerðu myndband sem var að stæla mynbandið þar sem allar gellurnar eru í leikfimi í efnislitlum og níðþröngum búningum, tótallí brillíant...
[drykkjan]
Eftir matinn var byrjað á sterka áfenginu, eftir það á ég ekki skýrar minnigar af atburðum. Mér að óvörum en til mikillar ánægju hellti ég ekki yfir neinn, varð ekki það ofurölvi en ofurölvi samt, gerði engan skandal þótt einhver hafi verið að segja að ég hafi horfið með einhverjum strák, það er ekki satt. Eini strákurinn sem ég hvarf eitthvað með var Jón Einar en hann telst ekki með (sorrí Jón!) Kvöldið var fljótt að líða í partýum í hinum ýmsu herbergjum og að kíkja aðeins á ballið. Takk fyrir kvöldið allir! :)
Stjörnugjöf: 4 af 5 mögulegum
Klikkaði á að mæta í morgunmatinn, klikka ekki á því aftur.
[dagurinn eftir]
KFC á Selfossi, loksins, mig var búið að dreyma þessa ferð á KFC í margar vikur. Borðaði sirka einn sjötta af því sem ég pantaði, brunað í bæinn og sund. Ætlaði síðan þvílíkt að mæta í partý daginn eftir en rúmið mitt kallaði svo mikið á mig Þura kondu að lúlla, Þura lúlla núna!!!!! svo að ég lúllaði bara í staðin fyrir að fara í partý. Partýhaldari vinsamlegast beðinn að velja hentugri tíma næst.
Ég veit ég skemmti mér vel. Ég veit líka að ég man ekkert voðalega mikið.
Við lögðum af stað uppúr 1, ég og pörin, hvað er það með mig að hanga alltaf með pörum? Sagan endurtekur sig greinilega. Fyrsti bjór var drukkinn á leiðinni, það var góður bjór. Við tékkuðum okkur inn á Hótel Selfoss og síðan var planið að fara út að leika og drekka meira, klukkan var samt heldur margt þannig að úr varð að við vorum inni að leika og drekka bjór. Ég var líka undir mikilli pressu frá Gunna að vera líta vel út, það kom til þannig:
[forsagan]
Nokkrum dögum fyrir árshátíð vorum ég, Gunni, Sella og Erna að keyra, við stelpurnar vorum að plana að taka okkur til saman, mála okkur og laga hárið. Allt í einu heyrðist frá Gunna "Það er samt eiginlega bara Þura sem þarf eitthvað að taka sig til!" Við urðum allar steinhissa og ég leit strax í afturspegilinn og hugsaði "Hvað sér hann svona mikið að mér!?!" Eftir smástund föttuðum við að hann var meina að ég væri sú eina sem væri á lausu og hefði þess vegna meiri þörf fyrir að vera fín heldur en hinar. Eftir þetta áfall var ég þó dead set á að líta vel út.
Það er ekki mitt að dæma hvernig til tókst en Gunni sagði allavega að ég hefði staðist prófið.
[maturinn]
Maturinn byrjaði um 7 held ég og ég held ég hafi aldrei borðað jafnlítið á árshátíð. Humarsúpan slapp, bragðaðist meira eins og rjómi með humar- og piparbragði. Aðalrétturinn var ógeð, lambakjötið var þurrt og bragðlaust, kartöfludótið bragðaðist eins og æla og hitt kartöfludótið bragðast eins og æla ef ég æli aftur seinna um kvöldið. Tryggvi sagði að þetta væri bara bull í mér og tók að sér að klára matinn minn, síðan samþykkti hann að kjötið mitt væri ógeð þannig að ég fór og fékk nýtt. Þvílikt magn af kjöti sem ég fékk í það skiptið og mér fannst það ennþá vont, úr varð að allir sessunautar mínir fengu ábót. Ísinn var hinsvegar góður, ég borðaði tvo skammta.
[þegar Þura missti endanlega allt kúl]
Á einhverjum tímapunkti í matnum fékk Tryggvi sér í vörina og allt í lagi með það, en á sama tímapunkti neitaði ég ekki þegar hann bauð mér með sér, ekki allt í lagi með það. Næstu borð í kringum fengu semsagt að fylgjast með með mér gera misheppnaða tilraun til að taka í vörina, við erum að tala um að allt fór út um allt. Ég hljóp inn á klósett með servéttu fyrir munninum og fór síðan upp á herbergi að tannbursta mig. Fína stelpan var ekki svo fín lengur...
[skemmtiatriðin]
Allar skorirnar voru með dans-skemmtiatriði. Verð að segja að atriði byggingarinnar hafi borið af, þau gerðu myndband sem var að stæla mynbandið þar sem allar gellurnar eru í leikfimi í efnislitlum og níðþröngum búningum, tótallí brillíant...
[drykkjan]
Eftir matinn var byrjað á sterka áfenginu, eftir það á ég ekki skýrar minnigar af atburðum. Mér að óvörum en til mikillar ánægju hellti ég ekki yfir neinn, varð ekki það ofurölvi en ofurölvi samt, gerði engan skandal þótt einhver hafi verið að segja að ég hafi horfið með einhverjum strák, það er ekki satt. Eini strákurinn sem ég hvarf eitthvað með var Jón Einar en hann telst ekki með (sorrí Jón!) Kvöldið var fljótt að líða í partýum í hinum ýmsu herbergjum og að kíkja aðeins á ballið. Takk fyrir kvöldið allir! :)
Stjörnugjöf: 4 af 5 mögulegum
Klikkaði á að mæta í morgunmatinn, klikka ekki á því aftur.
[dagurinn eftir]
KFC á Selfossi, loksins, mig var búið að dreyma þessa ferð á KFC í margar vikur. Borðaði sirka einn sjötta af því sem ég pantaði, brunað í bæinn og sund. Ætlaði síðan þvílíkt að mæta í partý daginn eftir en rúmið mitt kallaði svo mikið á mig Þura kondu að lúlla, Þura lúlla núna!!!!! svo að ég lúllaði bara í staðin fyrir að fara í partý. Partýhaldari vinsamlegast beðinn að velja hentugri tíma næst.
föstudagur, mars 04, 2005
[Mjög svo uncoherent þvaður]
Í gær sullaði ég niður kaffi fjórum sinnum, svona án alls gríns. Um síðustu helgi hellti ég niður bjór yfir fjóra stráka. Í dag vona ég að ég sé búin með niðurhellingarkvótann minn því að í kvöld er árshátíð. Samt er í búin að biðja þó nokkra afsökunar fyrirfram ef ég skildi hella meira niður í kvöld.
Hef verið að velta því fyrir mér hvort einhverjir haldi í alvörunni að ég sé stundum full í skólanum. Ég viðurkenni alveg að ég tala mikið um áfengi.
Dæmi 1:
Einhver segir: Æ mér er svo illt í hausnum! eða Æ ég gleymdi varmafræðibókinni minni heima!
Þá segi ég venjulega: Og veistu hvað læknar það?
Eðlileg viðbrögð eru: Nei hvað??
Og þá er mitt svar: BJÓR!!!!!!!!!!
En núna er fólk farið að vita að mín lækning við öllum heimsins vandamálum er bjór þannig að flestir eru búnir að læra að segja bara strax bjór, jafnvel áður en ég segi nokkuð.
Dæmi 2: Þegar einhver heyrir ekki alveg hvað ég sagði og spyr: Hvað sagði Þura? þá er algengt að einhver annar segi: Æi hún var örugglega bara að tala um áfengi! þó að umræðuefnið hafi kannski verið say skiptilyklar.
Dæmi 3: Sex verkfræðinemar eru að læra saman, köllum þá nema 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Einhver segir eitthvað fyndið, þá gerist vanalega eftirfarandi: nemar 1 og 2 veltast um af hlátri, skvetta kaffi útum allt og verða mjög ó-penir, nemar 3 og 4 hlægja eins og live studio audience hlær í Friends, nemi 5 glottir út í annað og nemi 6 horfir forviða á ofsafengin viðbrögð nema 1 og 2 og brosir pent. Held það þurfi ekki að taka það fram að ég er númer 1 og síðan ætla ég ekkert að taka fram hverjir hinir eru.
Lokaorð: Ég hef aldrei verið full í skólanum, ætti kannski að reyna að vera stilltari til að einhver trúi mér.
Í gær sullaði ég niður kaffi fjórum sinnum, svona án alls gríns. Um síðustu helgi hellti ég niður bjór yfir fjóra stráka. Í dag vona ég að ég sé búin með niðurhellingarkvótann minn því að í kvöld er árshátíð. Samt er í búin að biðja þó nokkra afsökunar fyrirfram ef ég skildi hella meira niður í kvöld.
Hef verið að velta því fyrir mér hvort einhverjir haldi í alvörunni að ég sé stundum full í skólanum. Ég viðurkenni alveg að ég tala mikið um áfengi.
Dæmi 1:
Einhver segir: Æ mér er svo illt í hausnum! eða Æ ég gleymdi varmafræðibókinni minni heima!
Þá segi ég venjulega: Og veistu hvað læknar það?
Eðlileg viðbrögð eru: Nei hvað??
Og þá er mitt svar: BJÓR!!!!!!!!!!
En núna er fólk farið að vita að mín lækning við öllum heimsins vandamálum er bjór þannig að flestir eru búnir að læra að segja bara strax bjór, jafnvel áður en ég segi nokkuð.
Dæmi 2: Þegar einhver heyrir ekki alveg hvað ég sagði og spyr: Hvað sagði Þura? þá er algengt að einhver annar segi: Æi hún var örugglega bara að tala um áfengi! þó að umræðuefnið hafi kannski verið say skiptilyklar.
Dæmi 3: Sex verkfræðinemar eru að læra saman, köllum þá nema 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Einhver segir eitthvað fyndið, þá gerist vanalega eftirfarandi: nemar 1 og 2 veltast um af hlátri, skvetta kaffi útum allt og verða mjög ó-penir, nemar 3 og 4 hlægja eins og live studio audience hlær í Friends, nemi 5 glottir út í annað og nemi 6 horfir forviða á ofsafengin viðbrögð nema 1 og 2 og brosir pent. Held það þurfi ekki að taka það fram að ég er númer 1 og síðan ætla ég ekkert að taka fram hverjir hinir eru.
Lokaorð: Ég hef aldrei verið full í skólanum, ætti kannski að reyna að vera stilltari til að einhver trúi mér.
fimmtudagur, mars 03, 2005
mánudagur, febrúar 28, 2005
Ath. Þeim sem ekki hafa áhuga á bílaviðgerðum er ráðlagt frá því að lesa eftirfarandi texta
Eins og áður hefur komið fram, væntanlega mjög oft, er miðstöðin í bílnum mínum ekki búin að vera í lagi í mjög langan tíma. Það veldur ákveðnum erfiðleikum að þurfa að mæta í skólann klukkan 8.15 að morgni þegar það er frost úti, skafa af rúðunum innan sem utan og sjá samt EKKI NEITT út um framrúðuna. Þá erum við að tala um að eina leiðin til að keyra svo blindandi er að halda sig sem næst bílnum á undan (elta tvo rauða depla), enda hef ég oft lent í því að keyra upp á kant á Hringbrautinni og yfir hálfu hringtorgin sökum miðstöðvarleysis.
Ég var búin fyrir löngu að harðbanna föður mínum að láta laga miðstöðina, ég ætlaði mér að gera það sjálf. Á sunnudaginn rann upp stóri dagurinn. Ég tók fram BMW 3- & 5 series Service and Repair Manual og fletti upp á mínu vandamáli sem var Heater and air conditioning blower motor -removal, testing and refitting. Viðgerðarverkefnin eru merkt með mismunandi fjölda skiptilykla eftir því hve erfið þau eru, sem betur fer var mitt verkefni eins skiptilykils verk sem er semsagt Easy, suitable for novice with little experience.
Eftir að hafa lesið verklýsinguna og spurt pabba út í allt sem ég skildi ekki, sem var eiginlega allt þá sagði ég við hann Eigum við að koma út í bílskúr og rífa miðstöðvarmótorinn úr? Hans svar var Við??? Þú sagðist ætla að gera þetta! En ég náði að sannfæra hann um að hann yrði að minnsta kosti að vera hjá mér á meðan og við drifum okkur út í bílskúr.
Við opnuðum húddið og pabbi rétti mér skiptilykil og sagði Jæja aftengdu rafmagnið. Ég stóð í smástund með skiptilykilinn í hendinni og reyndi að láta líta út fyrir að ég hafði skilið hvað ég átti að gera. Síðan þurfti hann að segja mér betur til, Þura:0, pabbi:1.
Síðan rifum við miðstöðvarmótorinn úr bílnum samkvæmt leiðbeiningum, og það var bara ágætis samvinna því pabbi hafði aldrei rifið miðstöðvarmótor úr áður og stundum var gott að vera sterkur og stundum var gott að vera með litlar hendur.
Ekki svo löngum tíma eftir að við byrjuðum náðum við mótornum upp og komumst að því að hann væri ónýtur þ.e. látinn úr elli. Það fannst mér sorlegt, mig langaði að gera við hann. Ákveðið var að láta þetta gott heita þann daginn og kaupa nýjan mótor daginn eftir gefið að hann yrði ekki dýrari en bílinn sjálfur. Ég labbaði inn svört upp fyrir olnboga og alsæl með dagsverkið.
Í dag reddaði pabbi notuðum mótor og við skelltum honum í á no time og núna virkar miðstöðin í bílnum mínum og ég er reynslunni ríkari og endalaust hamingjusöm með það!!!! :) :) :)
Eins og áður hefur komið fram, væntanlega mjög oft, er miðstöðin í bílnum mínum ekki búin að vera í lagi í mjög langan tíma. Það veldur ákveðnum erfiðleikum að þurfa að mæta í skólann klukkan 8.15 að morgni þegar það er frost úti, skafa af rúðunum innan sem utan og sjá samt EKKI NEITT út um framrúðuna. Þá erum við að tala um að eina leiðin til að keyra svo blindandi er að halda sig sem næst bílnum á undan (elta tvo rauða depla), enda hef ég oft lent í því að keyra upp á kant á Hringbrautinni og yfir hálfu hringtorgin sökum miðstöðvarleysis.
Ég var búin fyrir löngu að harðbanna föður mínum að láta laga miðstöðina, ég ætlaði mér að gera það sjálf. Á sunnudaginn rann upp stóri dagurinn. Ég tók fram BMW 3- & 5 series Service and Repair Manual og fletti upp á mínu vandamáli sem var Heater and air conditioning blower motor -removal, testing and refitting. Viðgerðarverkefnin eru merkt með mismunandi fjölda skiptilykla eftir því hve erfið þau eru, sem betur fer var mitt verkefni eins skiptilykils verk sem er semsagt Easy, suitable for novice with little experience.
Eftir að hafa lesið verklýsinguna og spurt pabba út í allt sem ég skildi ekki, sem var eiginlega allt þá sagði ég við hann Eigum við að koma út í bílskúr og rífa miðstöðvarmótorinn úr? Hans svar var Við??? Þú sagðist ætla að gera þetta! En ég náði að sannfæra hann um að hann yrði að minnsta kosti að vera hjá mér á meðan og við drifum okkur út í bílskúr.
Við opnuðum húddið og pabbi rétti mér skiptilykil og sagði Jæja aftengdu rafmagnið. Ég stóð í smástund með skiptilykilinn í hendinni og reyndi að láta líta út fyrir að ég hafði skilið hvað ég átti að gera. Síðan þurfti hann að segja mér betur til, Þura:0, pabbi:1.
Síðan rifum við miðstöðvarmótorinn úr bílnum samkvæmt leiðbeiningum, og það var bara ágætis samvinna því pabbi hafði aldrei rifið miðstöðvarmótor úr áður og stundum var gott að vera sterkur og stundum var gott að vera með litlar hendur.
Ekki svo löngum tíma eftir að við byrjuðum náðum við mótornum upp og komumst að því að hann væri ónýtur þ.e. látinn úr elli. Það fannst mér sorlegt, mig langaði að gera við hann. Ákveðið var að láta þetta gott heita þann daginn og kaupa nýjan mótor daginn eftir gefið að hann yrði ekki dýrari en bílinn sjálfur. Ég labbaði inn svört upp fyrir olnboga og alsæl með dagsverkið.
Í dag reddaði pabbi notuðum mótor og við skelltum honum í á no time og núna virkar miðstöðin í bílnum mínum og ég er reynslunni ríkari og endalaust hamingjusöm með það!!!! :) :) :)
laugardagur, febrúar 26, 2005
[Gaman að því]
Verkfræði-hagfræðidagurinn var í gær. Þá kepptu skorinar í íþróttum og fóru saman í vísó. Hver haldiði að hafi tekið þátt í fótboltanum? Jú jú mikið rétt, engin önnur en ég. Eða jú reyndar tóku fleiri þátt. Fyrr bjóst ég við að sjá svín fljúga heldur en sjálfa mig keppa í fótbolta, ergo það getur allt gerst.
Vísindaferðin var í Mastercard. Þar var afar vel tekið á móti okkur, nóg af áfengi allavega. Þetta var frekar skondin vísindaferð, fyrst kom bjórinn, síðan stutt kynning á fyrirtækinu og svo var tilkynnt að aðeins seinna yrði farið í leik. Humm leikur, gæti verið skemmtilegt... hugsuðum við. Síðan komumst við að því að leikurinn fælist í því að við ættum að sækja um kreditkort hjá Mastercard og síðan fengi einhver einn 25 þúsund kall ferðaávísun. Þetta fannst mér sniðugt af fyrirtækinu, fylla mann og láta mann síðan skrifa undir eitthvað.
Ég var komin vel í glas þegar við komum í bæinn, síðan komst ég betur í glas, og enn betur... Var fyrirfram búin að ákveða að fara snemma heim en var líka búin að steingleyma því um leið og ég varð full. Endaði samt á því að vera alltof full til að geta verið áfram í bænum og ákvað að það væri betra að drepast í rúminu mínu heldur en inni á klósetti á Prikinu (sællra minninga) og fór snemma heim.
Svona er nú áhugavert að vera ég.
Verkfræði-hagfræðidagurinn var í gær. Þá kepptu skorinar í íþróttum og fóru saman í vísó. Hver haldiði að hafi tekið þátt í fótboltanum? Jú jú mikið rétt, engin önnur en ég. Eða jú reyndar tóku fleiri þátt. Fyrr bjóst ég við að sjá svín fljúga heldur en sjálfa mig keppa í fótbolta, ergo það getur allt gerst.
Vísindaferðin var í Mastercard. Þar var afar vel tekið á móti okkur, nóg af áfengi allavega. Þetta var frekar skondin vísindaferð, fyrst kom bjórinn, síðan stutt kynning á fyrirtækinu og svo var tilkynnt að aðeins seinna yrði farið í leik. Humm leikur, gæti verið skemmtilegt... hugsuðum við. Síðan komumst við að því að leikurinn fælist í því að við ættum að sækja um kreditkort hjá Mastercard og síðan fengi einhver einn 25 þúsund kall ferðaávísun. Þetta fannst mér sniðugt af fyrirtækinu, fylla mann og láta mann síðan skrifa undir eitthvað.
Ég var komin vel í glas þegar við komum í bæinn, síðan komst ég betur í glas, og enn betur... Var fyrirfram búin að ákveða að fara snemma heim en var líka búin að steingleyma því um leið og ég varð full. Endaði samt á því að vera alltof full til að geta verið áfram í bænum og ákvað að það væri betra að drepast í rúminu mínu heldur en inni á klósetti á Prikinu (sællra minninga) og fór snemma heim.
Svona er nú áhugavert að vera ég.
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
kl. 16.17
Ég hef mesta þörf fyrir að blogga þegar ég verð að gera eitthvað annnað í tölvunni sem er skilafrestur á, eins og núna. Það er engin skilafrestur á blogginu mínu en það er skilafrestur á tölvuverkefninu mínu og hvað er ég að gera núna... gera tölvuverkefni, já.
kl.18.35
Úff hvað heilinn í mér er dáinn, ég á orðið erfitt með að fókusa á skjáinn. Það er aðeins eitt sem læknar það...bjór. En það er víst ekki á dagskrá í kvöld, verð að telja fleiri sviga...
kl. 19.26
Ferillinn minn er svo fínn, hann er rauður og blár og ég get látið hann skrifa Þura, ætli ég geti sett glimmer á hann... Efast stórlega um að til sé matlab-skipunin glimmer() sem geri hluti glansandi... best að prufa samt...
Sprungin!!! Get ekki meir!
Ég hef mesta þörf fyrir að blogga þegar ég verð að gera eitthvað annnað í tölvunni sem er skilafrestur á, eins og núna. Það er engin skilafrestur á blogginu mínu en það er skilafrestur á tölvuverkefninu mínu og hvað er ég að gera núna... gera tölvuverkefni, já.
kl.18.35
Úff hvað heilinn í mér er dáinn, ég á orðið erfitt með að fókusa á skjáinn. Það er aðeins eitt sem læknar það...bjór. En það er víst ekki á dagskrá í kvöld, verð að telja fleiri sviga...
kl. 19.26
Ferillinn minn er svo fínn, hann er rauður og blár og ég get látið hann skrifa Þura, ætli ég geti sett glimmer á hann... Efast stórlega um að til sé matlab-skipunin glimmer() sem geri hluti glansandi... best að prufa samt...
Sprungin!!! Get ekki meir!
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
föstudagur, febrúar 18, 2005
Ég er á lífi, ég ER á lífi. Það gerir mig hamingjusama. Núna veit ég að það eru litlu hlutirnir sem skipta máli, eins og þegar nýfæddur kálfur tekur sín fyrstu skref eða vindurinn leikur um akrana... nei bíddu nú við ég er víst ekki Amish. Ég mætti í skólann í fyrsta sinn í laaaaaangan tíma í gær, það var svo gaman að hitta fólk og tala við fólk, ég missti mig næstum því... nei bíddu við það er ekki alveg rétt, ég missti mig.
Ég er samt í drykkjubanni yfir helgina, en það er allt í lagi ég ætla að drekka ógeðslega mikið kók í staðin og borða margar dómínós pizzur (helv**** auglýsing). Þarf líka að mæta á námskeið á þeim ókristilega tíma 8.00 á sunnudagsmorguninn, er það leyfilegt að láta mann mæta á þessum tíma?
Hvern er ég að plata? Sjálfa mig held ég. Drykkjubann er ekkert í lagi, en ég ætla að lifa með því. Hafiði spáð í viljastyrknum sem ég hef!!!
Ég er samt í drykkjubanni yfir helgina, en það er allt í lagi ég ætla að drekka ógeðslega mikið kók í staðin og borða margar dómínós pizzur (helv**** auglýsing). Þarf líka að mæta á námskeið á þeim ókristilega tíma 8.00 á sunnudagsmorguninn, er það leyfilegt að láta mann mæta á þessum tíma?
Hvern er ég að plata? Sjálfa mig held ég. Drykkjubann er ekkert í lagi, en ég ætla að lifa með því. Hafiði spáð í viljastyrknum sem ég hef!!!
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
[Já ég er ennþá veik]
Mér er búið að leiðast svo endalaust mikið síðustu daga. Ég hef ekkert getað gert nema horfa á vídeó, og þá meina ég ekkert. Það er ömurlegt að vera veik.
Ég missti af hönnunarkeppninni sem mig langaði að sjá, ég missti af ferð til Danmerkur (en eins og Svanhvít bendir réttilega á þá á ég núna meiri peninga til að heimsækja hana til Spánar :) ), ég er búin að missa 6 daga úr skólanum, 2 dæmaskilum (bad shit) og ég missti af Fraiser í gærkvöldi! Gerist það svartara?
Ég býst við að ná upp í skólanum, ef ég byrja núna og held vel á spöðunum, let´s face it aldrei. Of mikið að ná upp, ekki hægt.
Humm þetta er orðið ansi niðurdrepandi blogg hjá mér.
Ókei ég skal róa á jákvæðari mið (get ég sagt svona?), í allan gærdag var mér illt og seint í gærkvöldi sagði móðir mín hingað og ekki lengra og fór með mig á læknavaktina. Þar tók á móti mér þessi líka indæli læknir, hann sagði að ég væri falleg. Ég er svo auðveld...
Ef hann hefði verið 20 - 30 árum yngri þá hefði ég beðið um númerið hjá honum, en ef hann hefði verið 20 -30 árum yngri þá væri hann líklega ekki á vakt hjá læknavaktinni. Easy come, easy go...
Mér er búið að leiðast svo endalaust mikið síðustu daga. Ég hef ekkert getað gert nema horfa á vídeó, og þá meina ég ekkert. Það er ömurlegt að vera veik.
Ég missti af hönnunarkeppninni sem mig langaði að sjá, ég missti af ferð til Danmerkur (en eins og Svanhvít bendir réttilega á þá á ég núna meiri peninga til að heimsækja hana til Spánar :) ), ég er búin að missa 6 daga úr skólanum, 2 dæmaskilum (bad shit) og ég missti af Fraiser í gærkvöldi! Gerist það svartara?
Ég býst við að ná upp í skólanum, ef ég byrja núna og held vel á spöðunum, let´s face it aldrei. Of mikið að ná upp, ekki hægt.
Humm þetta er orðið ansi niðurdrepandi blogg hjá mér.
Ókei ég skal róa á jákvæðari mið (get ég sagt svona?), í allan gærdag var mér illt og seint í gærkvöldi sagði móðir mín hingað og ekki lengra og fór með mig á læknavaktina. Þar tók á móti mér þessi líka indæli læknir, hann sagði að ég væri falleg. Ég er svo auðveld...
Ef hann hefði verið 20 - 30 árum yngri þá hefði ég beðið um númerið hjá honum, en ef hann hefði verið 20 -30 árum yngri þá væri hann líklega ekki á vakt hjá læknavaktinni. Easy come, easy go...
föstudagur, febrúar 11, 2005
[Hún náði mér og felldi mig]
Fyrir meira en mánuði var mér boðið í afmæli til lítillar frænku í Danmörku. Ég einsetti mér að sjálfsögðu að mæta og keypti flugmiða dagsettan 12. feb út, það er á morgun. Af gömlum vana keypti ég forfallatryggingu og var hundskömmuð fyrir vikið af mínum föður "Þú veist þú þarft að vera veik í alvörunni til að þetta gildi!" sagði hann. Í dag veit ég ekki hvort ég á að hlægja eða að gráta yfir forfallatryggingunni minni, í dag sit ég veik heima lítils dugandi til annars en að horfa á vídjó, fara á netið og leggja mig á klukkutímafresti eða svo (það er nebblega frekar orkukrefjandi að horfa á sjónvarp). Í dag á ég engan flugmiða. Svona er þetta, flensan náði mér, felldi mig og heldur mér niðri. :(
Samúðaróskir vinsamlegast afþakkaðar, ég er ekki dauð ennþá.
[kosningar]
Vegna heilsuveilu, kaus ég ekki í stúdentakosningunum. Það finnst mér ömurlegt, ég ætlaði að kjósa. Það var 15 sentimetra lagið af snjó á bílnum mínum sem stoppaði mig. Það er of mikið af snjó að ryðja í burtu fyrir veika stelpu.
[...skyn]
Það er eitthvað stórt að fara að gerast. Ég finn það á mér. Eins og dýr flýja frá ströndinni áður en flóðbylgja kemur. Cheerios bragðast öðruvísi, kaffi bragðast öðruvísi, það er skrítið að skrifa á lyklaborðið á tölvunni heima...lyklaborðið er öðruvísi. Kannski er mín skynjun á heiminum bara að breytast. Kannski eftir nokkrar vikur verð ég á kaffihúsi að drekka kaffi latte og þá finnst mér það bragðast eins og ég man eftir að rækjusalat hafi bragðast, og þá segi ég "Hei, síðan hvenær bragðast kaffi latte eins og rækjusalat?" Þetta er ef til vill ekki raunhæf pæling.
[My So Called Life] "spoiler"
Í veikindum mínum hef ég horft í milljónasta of fyrsta skipti á þá þrjá þætti af My So Called Life sem ég man eftir að eiga á spólu. Þeir virka alltaf jafn vel á mig. Það er svo margt sem er gaman að rifja upp eins og að allir kveðjast alltaf (líka fullorðna fólkið) með því að segja later og að hljómsvietin sem Jordan Catalano var í hét Frosen Embryos (Frosnu fóstrin) og hann var alltaf kallaður Jordan Catalano þegar talað var um hann, aldrei Jordan. Líka hvernig orðið like með smá þögn á eftir er ótæpilega notað í hverri einustu setningu, dæmi: It´s like *þögn* afterwards it stopped mattering whether I wanted to. (Setning valin af handahófi)
Ég skil ekki rúv að vilja ekki endursýna þessa snilldarþætti, það er heil kynslóð 12 ára stúlkna að vaxa úr grasi sem aldrei hefur kynnst Angelu sem obsessar yfir öllu sem hún gerir... og gerir ekki, alkóhólistanum Rayanne sem sefur hjá hverjum sem er, "kynvillta" greyinu Ricky sem veit ekki hver sinn staður í lífinu er, sykurpúðanum Jordan Catalano sem bætir upp fávisku sína með guðdómlegu útliti, nördinu Brian sem elskar Angelu en gengur samt sem áður í flauelsbuxum og köflóttri flónel skyrtu (halló árið 1994!) og súper dúber amerísku foreldrunum. Heimska rúv...
Ef einhver á seríuna á dvd eða spólum og vill stytta veikri stúlku stundir, endilega hafið samband.
Þá er búin að blogga um allt sem mér hugsanlega hefur dottið í hug síðustu 5 dagana, þannig að ef ég blogga á næstunni þá verður það líklega um naggrísi eða krossgátuna í mogganum eða lemú.
Fyrir meira en mánuði var mér boðið í afmæli til lítillar frænku í Danmörku. Ég einsetti mér að sjálfsögðu að mæta og keypti flugmiða dagsettan 12. feb út, það er á morgun. Af gömlum vana keypti ég forfallatryggingu og var hundskömmuð fyrir vikið af mínum föður "Þú veist þú þarft að vera veik í alvörunni til að þetta gildi!" sagði hann. Í dag veit ég ekki hvort ég á að hlægja eða að gráta yfir forfallatryggingunni minni, í dag sit ég veik heima lítils dugandi til annars en að horfa á vídjó, fara á netið og leggja mig á klukkutímafresti eða svo (það er nebblega frekar orkukrefjandi að horfa á sjónvarp). Í dag á ég engan flugmiða. Svona er þetta, flensan náði mér, felldi mig og heldur mér niðri. :(
Samúðaróskir vinsamlegast afþakkaðar, ég er ekki dauð ennþá.
[kosningar]
Vegna heilsuveilu, kaus ég ekki í stúdentakosningunum. Það finnst mér ömurlegt, ég ætlaði að kjósa. Það var 15 sentimetra lagið af snjó á bílnum mínum sem stoppaði mig. Það er of mikið af snjó að ryðja í burtu fyrir veika stelpu.
[...skyn]
Það er eitthvað stórt að fara að gerast. Ég finn það á mér. Eins og dýr flýja frá ströndinni áður en flóðbylgja kemur. Cheerios bragðast öðruvísi, kaffi bragðast öðruvísi, það er skrítið að skrifa á lyklaborðið á tölvunni heima...lyklaborðið er öðruvísi. Kannski er mín skynjun á heiminum bara að breytast. Kannski eftir nokkrar vikur verð ég á kaffihúsi að drekka kaffi latte og þá finnst mér það bragðast eins og ég man eftir að rækjusalat hafi bragðast, og þá segi ég "Hei, síðan hvenær bragðast kaffi latte eins og rækjusalat?" Þetta er ef til vill ekki raunhæf pæling.
[My So Called Life] "spoiler"
Í veikindum mínum hef ég horft í milljónasta of fyrsta skipti á þá þrjá þætti af My So Called Life sem ég man eftir að eiga á spólu. Þeir virka alltaf jafn vel á mig. Það er svo margt sem er gaman að rifja upp eins og að allir kveðjast alltaf (líka fullorðna fólkið) með því að segja later og að hljómsvietin sem Jordan Catalano var í hét Frosen Embryos (Frosnu fóstrin) og hann var alltaf kallaður Jordan Catalano þegar talað var um hann, aldrei Jordan. Líka hvernig orðið like með smá þögn á eftir er ótæpilega notað í hverri einustu setningu, dæmi: It´s like *þögn* afterwards it stopped mattering whether I wanted to. (Setning valin af handahófi)
Ég skil ekki rúv að vilja ekki endursýna þessa snilldarþætti, það er heil kynslóð 12 ára stúlkna að vaxa úr grasi sem aldrei hefur kynnst Angelu sem obsessar yfir öllu sem hún gerir... og gerir ekki, alkóhólistanum Rayanne sem sefur hjá hverjum sem er, "kynvillta" greyinu Ricky sem veit ekki hver sinn staður í lífinu er, sykurpúðanum Jordan Catalano sem bætir upp fávisku sína með guðdómlegu útliti, nördinu Brian sem elskar Angelu en gengur samt sem áður í flauelsbuxum og köflóttri flónel skyrtu (halló árið 1994!) og súper dúber amerísku foreldrunum. Heimska rúv...
Ef einhver á seríuna á dvd eða spólum og vill stytta veikri stúlku stundir, endilega hafið samband.
Þá er búin að blogga um allt sem mér hugsanlega hefur dottið í hug síðustu 5 dagana, þannig að ef ég blogga á næstunni þá verður það líklega um naggrísi eða krossgátuna í mogganum eða lemú.
sunnudagur, febrúar 06, 2005
[welcome in jam *andlit afmyndast*]
Sunnudagskvöld, skítaveður úti, núna er sá tími kominn að ég segi djammsögu, aðallega til að ég þurfi ekki að gera dæmin mín.
Föstudagurinn byrjaði á því að ég skrópaði í öllum tímunum mínum til að ég gæti örugglega mætt á Framadaga og í vísindaferð. Framadagarnir hennar Ernu voru mjög vel heppnaðir, ég reddaði mér reyndar ekki vinnu, en við því var sosum ekki að búast.
Vísindaferð í Kauphöll Íslands var næst á dagskrá, ég fíla fyrirtæki sem byrja á því að gefa manni bjór og halda síðan kynningu á starfseminni. Það eru allir svo miklu afslappaðri og áhugasamari þegar þeir sitja með bjór í hönd að hlusta á fyrirlestur. Annars nær hugsunin ekkert mikið lengra en "hvenær kemur bjórinn!" og maður missir af helmingnum af því sem sagt er. Sem sagt fólkið í kauphöllinni skildi vel þarfir bjórþyrstra verkfræðinema. Ég varð fyrir pínu vonbrigðum þegar ég komst að því að það væri ekkert aksjón í kauphöllinni, engir sveittir gaurar með head set öskrandi "Össur er að hækka, KAUPA NÚNA!" heldur gerist þetta allt á netinu í rólegheitunum.
Rútan eftir vísó fór í partý úti á nesi, hjá stelpu á fyrsta ári sem var tilbúin að hleypa fullt af fólki sem hún þekkti ekki neitt í fína húsið sitt. Tryggvi snillingur reddaði bjór og það var boðið uppá freyðivín og áfengt hlaup. Síðan fann ég flösku í eldhúsinu með bláu áfengi í sem bessi leyfði mér að drekka úr. Allt þetta í bland í mallanum hafði (mis)góð áhrif. Planið hafði verið að draga Ásgeir Röskvuliða í Vöku partýið að drekka frían bjór, það hefði verið stórskemmtilegt. Það voru allir bara svo drukknir að við fórum beint í Röskvuparýið. Þar var svaka stuð, þó að ég sé enn ekki búin að taka pólitíska afstöðu. Rosalega hefur hljómsveitin Norton batnað síðan í mh.
Þegar klukkan var orðin margt fór ég með Elínu á Prikið. Þar hittum við m.a, Kristmund sem er (with all due respect, ég hef ekkert á móti honum svona almennt) mesta karlremba sem ég þekki. Hann hélt því semsagt fram að ég hlyti að vera lesbía fyrst ég væri í vélaverkfræði eða að einhver strákur hefði pínt mig til að fara í þetta nám. Hann vildi ekki trúa því að ég væri að gera þetta sjálfviljug, hefur einhver heyrt annað eins?
Síðasta stopp var að sjálfsögðu kofinn, þar sem ég, Elín og Ingi vorum í góðum gír til lokunnar. Ég missti röddina alveg, en sem betur fer ekkert meira með henni. Þegar kvöldið var búið var ég mjög sátt við að hafa verið undir áhrifum í 12 tíma fyrir aðeins 500 krónur og geri aðrir betur.
[kvöldið eftir]
Hver sagði: "Núll komma fjórir lítrar eru hérna!" *bendir á strikið á glasinu sínu* ?
Sunnudagskvöld, skítaveður úti, núna er sá tími kominn að ég segi djammsögu, aðallega til að ég þurfi ekki að gera dæmin mín.
Föstudagurinn byrjaði á því að ég skrópaði í öllum tímunum mínum til að ég gæti örugglega mætt á Framadaga og í vísindaferð. Framadagarnir hennar Ernu voru mjög vel heppnaðir, ég reddaði mér reyndar ekki vinnu, en við því var sosum ekki að búast.
Vísindaferð í Kauphöll Íslands var næst á dagskrá, ég fíla fyrirtæki sem byrja á því að gefa manni bjór og halda síðan kynningu á starfseminni. Það eru allir svo miklu afslappaðri og áhugasamari þegar þeir sitja með bjór í hönd að hlusta á fyrirlestur. Annars nær hugsunin ekkert mikið lengra en "hvenær kemur bjórinn!" og maður missir af helmingnum af því sem sagt er. Sem sagt fólkið í kauphöllinni skildi vel þarfir bjórþyrstra verkfræðinema. Ég varð fyrir pínu vonbrigðum þegar ég komst að því að það væri ekkert aksjón í kauphöllinni, engir sveittir gaurar með head set öskrandi "Össur er að hækka, KAUPA NÚNA!" heldur gerist þetta allt á netinu í rólegheitunum.
Rútan eftir vísó fór í partý úti á nesi, hjá stelpu á fyrsta ári sem var tilbúin að hleypa fullt af fólki sem hún þekkti ekki neitt í fína húsið sitt. Tryggvi snillingur reddaði bjór og það var boðið uppá freyðivín og áfengt hlaup. Síðan fann ég flösku í eldhúsinu með bláu áfengi í sem bessi leyfði mér að drekka úr. Allt þetta í bland í mallanum hafði (mis)góð áhrif. Planið hafði verið að draga Ásgeir Röskvuliða í Vöku partýið að drekka frían bjór, það hefði verið stórskemmtilegt. Það voru allir bara svo drukknir að við fórum beint í Röskvuparýið. Þar var svaka stuð, þó að ég sé enn ekki búin að taka pólitíska afstöðu. Rosalega hefur hljómsveitin Norton batnað síðan í mh.
Þegar klukkan var orðin margt fór ég með Elínu á Prikið. Þar hittum við m.a, Kristmund sem er (with all due respect, ég hef ekkert á móti honum svona almennt) mesta karlremba sem ég þekki. Hann hélt því semsagt fram að ég hlyti að vera lesbía fyrst ég væri í vélaverkfræði eða að einhver strákur hefði pínt mig til að fara í þetta nám. Hann vildi ekki trúa því að ég væri að gera þetta sjálfviljug, hefur einhver heyrt annað eins?
Síðasta stopp var að sjálfsögðu kofinn, þar sem ég, Elín og Ingi vorum í góðum gír til lokunnar. Ég missti röddina alveg, en sem betur fer ekkert meira með henni. Þegar kvöldið var búið var ég mjög sátt við að hafa verið undir áhrifum í 12 tíma fyrir aðeins 500 krónur og geri aðrir betur.
[kvöldið eftir]
Hver sagði: "Núll komma fjórir lítrar eru hérna!" *bendir á strikið á glasinu sínu* ?
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
[gamalt og gott]
Þar kom að því, ég er aftur farin að safna í tilvitnanabókina mína. Þar eru ódauðlegar setningar eins og "He´s her man-bitch!" (höfundur ónefndur ef hann skildi googla sitt eigið nafn ;) ) skráðar og geymdar þangað til allir sem heyrðu eru búnir að gleyma, og lengur.
[veikindi]
Uglan mín er lasin. Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að bíða og sjá hvort þetta gangi yfir eða láta mér fróðari einstakling líta á hana. Ég kann ekki á svona veikindi.
[veikindi part II]
Ég held ég sé með rittregðu. Það er óholl veiki, sérstaklega fyrir sálina. Mér dettur aðeins eitt í hug til að lækna mig, ÍS! Það ætti að virka.
Þar kom að því, ég er aftur farin að safna í tilvitnanabókina mína. Þar eru ódauðlegar setningar eins og "He´s her man-bitch!" (höfundur ónefndur ef hann skildi googla sitt eigið nafn ;) ) skráðar og geymdar þangað til allir sem heyrðu eru búnir að gleyma, og lengur.
[veikindi]
Uglan mín er lasin. Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að bíða og sjá hvort þetta gangi yfir eða láta mér fróðari einstakling líta á hana. Ég kann ekki á svona veikindi.
[veikindi part II]
Ég held ég sé með rittregðu. Það er óholl veiki, sérstaklega fyrir sálina. Mér dettur aðeins eitt í hug til að lækna mig, ÍS! Það ætti að virka.
sunnudagur, janúar 30, 2005
fimmtudagur, janúar 27, 2005
[Bíllinn minn nammi nammi namm]
Ég elska bílinn minn. Alveg eins og fólkið í ógeðslega væmnu auglýsingunum með laginu sem byrjar I bless the day I found you... Ég skil mjög vel konuna sem labbar inn í Leifstöð og horfir með söknuði á bílinn sinn, sem hún skilur eftir, því það er erfitt að kveðja þann sem maður elskar.
Í dag fór ég með skólanum í heimsókn í Össur, sem einmitt er við hliðiná uppáhalds búðinni minni B&L. Við löbbuðum nokkur saman inn og töluðum um bíla. Ein stelpan benti á BMW sem var inni í B&L til sýnis og sagði: Það er einn svona í götunni minni, hann er ógeðslega flottur. Þá þurfti ég auðvitað að segja: Það er líka ógeðslega flottur BMW í götunni minni... ég á hann.
Síðan kom smá þögn áður en Jón Marz spurði mig: Bíddu, ertu ekki ennþá á þessum gamla?
Ég elska bílinn minn. Alveg eins og fólkið í ógeðslega væmnu auglýsingunum með laginu sem byrjar I bless the day I found you... Ég skil mjög vel konuna sem labbar inn í Leifstöð og horfir með söknuði á bílinn sinn, sem hún skilur eftir, því það er erfitt að kveðja þann sem maður elskar.
Í dag fór ég með skólanum í heimsókn í Össur, sem einmitt er við hliðiná uppáhalds búðinni minni B&L. Við löbbuðum nokkur saman inn og töluðum um bíla. Ein stelpan benti á BMW sem var inni í B&L til sýnis og sagði: Það er einn svona í götunni minni, hann er ógeðslega flottur. Þá þurfti ég auðvitað að segja: Það er líka ógeðslega flottur BMW í götunni minni... ég á hann.
Síðan kom smá þögn áður en Jón Marz spurði mig: Bíddu, ertu ekki ennþá á þessum gamla?
þriðjudagur, janúar 25, 2005
miðvikudagur, janúar 19, 2005
mánudagur, janúar 17, 2005
[Það eru jú litlu hlutirnir sem gera lífið svo skemmtilegt]
Svo ég láti atburði helgarinnar alveg ósagða, þá er best að hafa þetta kvart-mánudag! (í meiningunni kvörtunar ekki 1/4)
Útvarpsstöðin Skonrokk er hætt, hvað á ég að hlusta á núna?
Miðstöðin í bílnum mínum gefur frá sér skrítin hljóð, hvernig á mér að vera hlýtt núna?
Og þá er það eiginlega komið, þegar ég pæli í því þá eru góðu hlutirnir fleiri:
Getiði hvaða bíll komst í gegnum skoðun? :) :) :) :) :)
Ég er búin með heimadæmi fyrir morgundaginn.
Afhverju ekki að "koma" út um gluggann?
Bíllinn minn drífur upp brekkur!
Svo ég láti atburði helgarinnar alveg ósagða, þá er best að hafa þetta kvart-mánudag! (í meiningunni kvörtunar ekki 1/4)
Útvarpsstöðin Skonrokk er hætt, hvað á ég að hlusta á núna?
Miðstöðin í bílnum mínum gefur frá sér skrítin hljóð, hvernig á mér að vera hlýtt núna?
Og þá er það eiginlega komið, þegar ég pæli í því þá eru góðu hlutirnir fleiri:
Getiði hvaða bíll komst í gegnum skoðun? :) :) :) :) :)
Ég er búin með heimadæmi fyrir morgundaginn.
Afhverju ekki að "koma" út um gluggann?
Bíllinn minn drífur upp brekkur!
fimmtudagur, janúar 13, 2005
[fyrstu viðbrögð]
Á þriðjudaginn mætti ég í minn fyrsta tíma í fagi sem heitir Sveiflufræði. Það fyrsta sem kennarinn sagði eftir að hafa kynnt sig var "Þetta er í rauninni bara beint framhald af Aflfræðinni." Þá heyrðust óp þaðan sem ég sat.
Aflfræði er semsagt námskeið sem ég var í fyrir áramót. Námskeiðislýsingin er einhvernvegin svona "Grundvallaratriði aflfræðinnar, Lagrange og Hamilton..." en ætti í rauninni að vera "Helvíti á jörðu, forðaðu þér meðan þú getur..." Það tók heilan dag í hverri viku að gera heimadæmi, og þegar ég segi heilan dag meina ég 8 til 10 tíma. Ég gaf allt sem ég átti í þetta... endalausar klukkustundir af dæmareikningi... allt blóðið, svitinn og tárin...
Og núna þarf ég að endurtaka leikinn!!!
[Nú nokkrum dögum seinna er ég komin yfir áfallið og þetta lítur ekkert svo illa út]
Á þriðjudaginn mætti ég í minn fyrsta tíma í fagi sem heitir Sveiflufræði. Það fyrsta sem kennarinn sagði eftir að hafa kynnt sig var "Þetta er í rauninni bara beint framhald af Aflfræðinni." Þá heyrðust óp þaðan sem ég sat.
Aflfræði er semsagt námskeið sem ég var í fyrir áramót. Námskeiðislýsingin er einhvernvegin svona "Grundvallaratriði aflfræðinnar, Lagrange og Hamilton..." en ætti í rauninni að vera "Helvíti á jörðu, forðaðu þér meðan þú getur..." Það tók heilan dag í hverri viku að gera heimadæmi, og þegar ég segi heilan dag meina ég 8 til 10 tíma. Ég gaf allt sem ég átti í þetta... endalausar klukkustundir af dæmareikningi... allt blóðið, svitinn og tárin...
Og núna þarf ég að endurtaka leikinn!!!
[Nú nokkrum dögum seinna er ég komin yfir áfallið og þetta lítur ekkert svo illa út]
mánudagur, janúar 10, 2005
[Hvað er list?]
Í gær ætlaði mamma að fara að hitta systur sína, þá tilkynnti pabbi henni það að hann færi þá bara einn á málverksýningar á meðan. "Helgi" sagði mamma "ætlarðu að halda framhjá mér!?" en venjulega fara þau tvö saman á sýningar. Síðan ákvað ég að fara með pabba á listasýningar, svo að í raun má segja að pabbi minn hafi í gær haldið framhjá mömmu minni með MÉR. Sjúka lið, hugsið þið.
Við feðginin hófum leikinn í Hafnarborg í Hafnarfirði, þar var verið að sýna verk eftir ýmsa. Ég er ekki enn búin að taka list og listamenn í sátt eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Andy Warhol sýningu í fyrra eða hitteðfyrra svo ég átti erfitt með að vera jákvæð. Komment mín um listaverkin voru þrenns konar:
a) ehe *gretta*
b) SKÚLPTÚR! Ég hélt þetta væri niðurfall!!!!!!!
c) Járnsteypu er ekki sniðugt að nota í hástyrkt tannhjól.
Ég notaði komment b) reyndar bara einu sinni en þá átti það vel við. Komment c) eru einhver nördafræði svo viðbrögð mín við flestum myndunum var pen gretta. Ég bara hef það ekki í mér að segja að eitthvað sé áhugavert eða flott eða hvað sem er nema ég meini það og það var ekkert áhugavert þarna. Ég er bara ekki búin að læra að meta svarta ferninga á hvítu blaði.
Næst fórum við á Safn, það er nútímalistasafn við Laugarveginn. Ég hafði aldrei farið þar inn áður og hélt það væri bara þetta eina herbergi sem maður sér frá Laugarveginum, en svo kom í ljós að þetta er safn á þremur hæðum og það er margt þarna inni þess virði að skoða. Langflottasta verkið var uppblásin garðsundlaug, í henni flutu fullt af mismunandi skálum á vatni. Þegar skálarnar rákust saman komu skemmtileg hljóð, þetta listaverk þótti mér áhugavert.
Ég skora á alla sem eiga leið um Laugarveginn að kíkja þarna inn og líta á verkið "Upp upp mín sál" það er úti í horni á neðstu hæðinni.
Seinasti viðkomustaðurinn var hjarta íslenskrar menningar, Bæjarins bestu. Á meðan við biðum í röðinni horfðum við á Íslending og Grænlending rífast hinu megin við götuna. Ég spurði pabba hvort þetta væri contemporary art, þetta var nú einu sinni áhugavert og tímabundið. Þarf einhver að ákveða að eitthvað sé list til að það sé list?
Fljótlega kom löggan og stakk Grænlendingnum inn í bíl okkar megin götunnar og við hlustuðum á Íslendinginn saka hann um alls kyns ósóma á meðan við snæddum pulsurnar okkar.
Já Reykjavík er sannlega menningarborg.
Nú kemur loðna setningin:
Á einum stað þessum texta er vísað í ákveðna kvikmynd. PUNKTUR
(bannað að giska hvaða kvikmynd)
Í gær ætlaði mamma að fara að hitta systur sína, þá tilkynnti pabbi henni það að hann færi þá bara einn á málverksýningar á meðan. "Helgi" sagði mamma "ætlarðu að halda framhjá mér!?" en venjulega fara þau tvö saman á sýningar. Síðan ákvað ég að fara með pabba á listasýningar, svo að í raun má segja að pabbi minn hafi í gær haldið framhjá mömmu minni með MÉR. Sjúka lið, hugsið þið.
Við feðginin hófum leikinn í Hafnarborg í Hafnarfirði, þar var verið að sýna verk eftir ýmsa. Ég er ekki enn búin að taka list og listamenn í sátt eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Andy Warhol sýningu í fyrra eða hitteðfyrra svo ég átti erfitt með að vera jákvæð. Komment mín um listaverkin voru þrenns konar:
a) ehe *gretta*
b) SKÚLPTÚR! Ég hélt þetta væri niðurfall!!!!!!!
c) Járnsteypu er ekki sniðugt að nota í hástyrkt tannhjól.
Ég notaði komment b) reyndar bara einu sinni en þá átti það vel við. Komment c) eru einhver nördafræði svo viðbrögð mín við flestum myndunum var pen gretta. Ég bara hef það ekki í mér að segja að eitthvað sé áhugavert eða flott eða hvað sem er nema ég meini það og það var ekkert áhugavert þarna. Ég er bara ekki búin að læra að meta svarta ferninga á hvítu blaði.
Næst fórum við á Safn, það er nútímalistasafn við Laugarveginn. Ég hafði aldrei farið þar inn áður og hélt það væri bara þetta eina herbergi sem maður sér frá Laugarveginum, en svo kom í ljós að þetta er safn á þremur hæðum og það er margt þarna inni þess virði að skoða. Langflottasta verkið var uppblásin garðsundlaug, í henni flutu fullt af mismunandi skálum á vatni. Þegar skálarnar rákust saman komu skemmtileg hljóð, þetta listaverk þótti mér áhugavert.
Ég skora á alla sem eiga leið um Laugarveginn að kíkja þarna inn og líta á verkið "Upp upp mín sál" það er úti í horni á neðstu hæðinni.
Seinasti viðkomustaðurinn var hjarta íslenskrar menningar, Bæjarins bestu. Á meðan við biðum í röðinni horfðum við á Íslending og Grænlending rífast hinu megin við götuna. Ég spurði pabba hvort þetta væri contemporary art, þetta var nú einu sinni áhugavert og tímabundið. Þarf einhver að ákveða að eitthvað sé list til að það sé list?
Fljótlega kom löggan og stakk Grænlendingnum inn í bíl okkar megin götunnar og við hlustuðum á Íslendinginn saka hann um alls kyns ósóma á meðan við snæddum pulsurnar okkar.
Já Reykjavík er sannlega menningarborg.
Nú kemur loðna setningin:
Á einum stað þessum texta er vísað í ákveðna kvikmynd. PUNKTUR
(bannað að giska hvaða kvikmynd)
föstudagur, janúar 07, 2005
[Ætli ég sé þá orðin frísk?]
Það er mjög furðulegt ástand á mér. Ég er búin að vera ógeðslega veik síðustu tvo daga, ekki búin að standa í lappirnar og ekki borða, það hefur ekki komið fyrir mig síðan haustið góða 2000. Það byrjaði á því að ég vaknaði á miðvikudaginn og var hræðilega flökurt og langaði ekki í mat (venjulega vakna ég við eigið garnagaul), síðan lagaðist það en um kvöldið fékk ég svakalega beinverki og svaf frá 7 um kvöldið til 11 morguninn eftir. En þá voru beinverkirnir alveg horfnir en í staðin kominn hræðilegur magaverkur, sem hvarf ekki fyrr en eftir miðnætti.
Ég lá og sötraði kók og ímyndaði mér hvað væri að mér, hélt á tímabili að botnlanginn væri að springa mjög MJÖG hægt. Ég reyndi líka að muna í hvað Íslendingasögu gaurinn sagði Ekki geng ég haltur fyrr en fóturinn er farinn af! (eða álíka) á meðan vessi/gröftur spýttist út úr fætinum á honum, veit það einhver?? Þetta reyndi ég að muna því að ég stóð ekki upprétt vegna magaverks og fannst ég vera algjör aumingi.
Í dag virðist ekkert vera að mér, en ég er ekki alveg að treysta því, hrædd um að næst fái ég útbrot eða eitthvað.
Var þetta ekki skemmtileg veikindasaga?
Það er mjög furðulegt ástand á mér. Ég er búin að vera ógeðslega veik síðustu tvo daga, ekki búin að standa í lappirnar og ekki borða, það hefur ekki komið fyrir mig síðan haustið góða 2000. Það byrjaði á því að ég vaknaði á miðvikudaginn og var hræðilega flökurt og langaði ekki í mat (venjulega vakna ég við eigið garnagaul), síðan lagaðist það en um kvöldið fékk ég svakalega beinverki og svaf frá 7 um kvöldið til 11 morguninn eftir. En þá voru beinverkirnir alveg horfnir en í staðin kominn hræðilegur magaverkur, sem hvarf ekki fyrr en eftir miðnætti.
Ég lá og sötraði kók og ímyndaði mér hvað væri að mér, hélt á tímabili að botnlanginn væri að springa mjög MJÖG hægt. Ég reyndi líka að muna í hvað Íslendingasögu gaurinn sagði Ekki geng ég haltur fyrr en fóturinn er farinn af! (eða álíka) á meðan vessi/gröftur spýttist út úr fætinum á honum, veit það einhver?? Þetta reyndi ég að muna því að ég stóð ekki upprétt vegna magaverks og fannst ég vera algjör aumingi.
Í dag virðist ekkert vera að mér, en ég er ekki alveg að treysta því, hrædd um að næst fái ég útbrot eða eitthvað.
Var þetta ekki skemmtileg veikindasaga?
mánudagur, janúar 03, 2005
Það er alltaf lokað í bönkum fyrsta virka daginn á árinu. Það vissi ég ekki, en það kemur sér ekki vel fyrir mig. Kortið mitt rann út 12/04 og ég komst ekki að því fyrr en daginn eftir þ.e. nýjársdag. Ég var á leiðinni til Svövu Dóru í förðun en þurfti að koma við í leiðinni og taka bensín. Hitamælirinn sýndi -12, það var ógeðslega kalt úti, og ég var ekki vel klædd. Ég setti kortið í kortasjálfsalann sem ældi því útúr sér aftur og sagði KORT ÚTRUNNIÐ. Ekki uppáhaldsbyrjunin mín á nýju ári. Sem betur fer var maður á næstu dælu, ég fór til hans og sagði "Afsakið, kortið mitt rann víst út í gær, gætirðu nokkuð notað kortið þitt til að ég geti tekið bensín og ég borga þér til baka í peningum?" Hann hló en gerði það síðan. Hitamælirinn sýndi -13.
Afhverju var ég að segja þessa sögu? Ég veit það ekki, rugl. Núna er ég samt öskuvond út í bankann minn að hafa ekki sent mér bréf um að ná í nýtt kort fyrir áramót eins og hann gerir venjulega.
Svava Dóra málaði mig ógeðslega flott, hún kallaði það smókí förðun, gerfiaugnhár og læti, ég var heví gella, líktist sjálfri mér ekki neitt ;)
Annars voru gamlárskvöld og nýjárskvöld bæði mjög góð!
Afhverju var ég að segja þessa sögu? Ég veit það ekki, rugl. Núna er ég samt öskuvond út í bankann minn að hafa ekki sent mér bréf um að ná í nýtt kort fyrir áramót eins og hann gerir venjulega.
Svava Dóra málaði mig ógeðslega flott, hún kallaði það smókí förðun, gerfiaugnhár og læti, ég var heví gella, líktist sjálfri mér ekki neitt ;)
Annars voru gamlárskvöld og nýjárskvöld bæði mjög góð!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)