[welcome in jam *andlit afmyndast*]
Sunnudagskvöld, skítaveður úti, núna er sá tími kominn að ég segi djammsögu, aðallega til að ég þurfi ekki að gera dæmin mín.
Föstudagurinn byrjaði á því að ég skrópaði í öllum tímunum mínum til að ég gæti örugglega mætt á Framadaga og í vísindaferð. Framadagarnir hennar Ernu voru mjög vel heppnaðir, ég reddaði mér reyndar ekki vinnu, en við því var sosum ekki að búast.
Vísindaferð í Kauphöll Íslands var næst á dagskrá, ég fíla fyrirtæki sem byrja á því að gefa manni bjór og halda síðan kynningu á starfseminni. Það eru allir svo miklu afslappaðri og áhugasamari þegar þeir sitja með bjór í hönd að hlusta á fyrirlestur. Annars nær hugsunin ekkert mikið lengra en "hvenær kemur bjórinn!" og maður missir af helmingnum af því sem sagt er. Sem sagt fólkið í kauphöllinni skildi vel þarfir bjórþyrstra verkfræðinema. Ég varð fyrir pínu vonbrigðum þegar ég komst að því að það væri ekkert aksjón í kauphöllinni, engir sveittir gaurar með head set öskrandi "Össur er að hækka, KAUPA NÚNA!" heldur gerist þetta allt á netinu í rólegheitunum.
Rútan eftir vísó fór í partý úti á nesi, hjá stelpu á fyrsta ári sem var tilbúin að hleypa fullt af fólki sem hún þekkti ekki neitt í fína húsið sitt. Tryggvi snillingur reddaði bjór og það var boðið uppá freyðivín og áfengt hlaup. Síðan fann ég flösku í eldhúsinu með bláu áfengi í sem bessi leyfði mér að drekka úr. Allt þetta í bland í mallanum hafði (mis)góð áhrif. Planið hafði verið að draga Ásgeir Röskvuliða í Vöku partýið að drekka frían bjór, það hefði verið stórskemmtilegt. Það voru allir bara svo drukknir að við fórum beint í Röskvuparýið. Þar var svaka stuð, þó að ég sé enn ekki búin að taka pólitíska afstöðu. Rosalega hefur hljómsveitin Norton batnað síðan í mh.
Þegar klukkan var orðin margt fór ég með Elínu á Prikið. Þar hittum við m.a, Kristmund sem er (with all due respect, ég hef ekkert á móti honum svona almennt) mesta karlremba sem ég þekki. Hann hélt því semsagt fram að ég hlyti að vera lesbía fyrst ég væri í vélaverkfræði eða að einhver strákur hefði pínt mig til að fara í þetta nám. Hann vildi ekki trúa því að ég væri að gera þetta sjálfviljug, hefur einhver heyrt annað eins?
Síðasta stopp var að sjálfsögðu kofinn, þar sem ég, Elín og Ingi vorum í góðum gír til lokunnar. Ég missti röddina alveg, en sem betur fer ekkert meira með henni. Þegar kvöldið var búið var ég mjög sátt við að hafa verið undir áhrifum í 12 tíma fyrir aðeins 500 krónur og geri aðrir betur.
[kvöldið eftir]
Hver sagði: "Núll komma fjórir lítrar eru hérna!" *bendir á strikið á glasinu sínu* ?
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli