föstudagur, júlí 08, 2005
Cause I´m always there, I woun´t let you out of my sight
[Þeir sem hafa ekki séð Svamp Sveinsson og Batman Begins ættu ekki að lesa lengra, en ath fjórði liðurinn fjallar um Strandverði]
Í dag rigndi mikið, ég vinn úti. Saman gerir þetta aðstæður mjög óhagstæðar fyrir mig. Ég vorkenni mér samt ekki neitt, ástæðurnar fyrir því eru þrjár. Ég ræð hvenær kaffitíminn er, ég ræð hve langur kaffitíminn er, ég ræð hversu margir kaffitímar eru teknir. Í dag var það snemma, langur og margir.
Hefur David Hasselhoff náð botninum? Ég fór í bíó í gær á Svamp Sveinsson, veit varla hvað hann heitir á ensku því það var íslenskt tal. Svampur Sveinsson er teiknimynd fyrir börn um svamp sem langar að verða framkvæmdastjóri á skyndibitastað en lendir í því að bjarga heiminum (sínum) með vandræðalega vini sínum Pétri krossfiski. Myndin náði hámarki með ákveðnu atriði sem nú verður lýst. Eftir að Svampur og Pétur eru búnir að ná kórónu konungsins úr Skeljaborg til að bjarga Klemma eiganda skyndibitastaðarins sem áður var minnst á frá dauða þurfa þeir að flýta sér heim. Til allrar óhamingju (og með brandara um vindpoka hehe) sjá þeir fram á að komast ekki nógu fljótt heim. O ó, hvað er nú til ráða? Engar áhyggjur, hver kemur hlaupandi eftir ströndinni í rauðum stuttbuxum tilbúinn að redda málunum annar en David Hasselhoff sjálfur! Síðan koma nokkur atriði þar sem loðinn kálfur Hasselhoffs er notaður sem bakgrunnur. Skyndilega fór myndin frá því að vera bara fín í að vera æði.
Fyrst ég er byrjuð að tala um bíómyndir. Ég átti alltaf eftir að tjá mig um nýju Batman myndina. Til að hafa það örugglega á hreinu þá er enginn Batman nema Michael Keaton og enginn Batman-leikstjóri nema Tim Burton. En, auðvitað varð ég að sjá nýju myndina. Ég var alveg frekar sátt fyrir utan svona hundrað atriði sem fóru virkilega í taugarnar á mér. Aðallega tvö atriði samt: 1. Eins og allir vita þá voru foreldrar Bruce Wayne skotnir til bana í dimmu húsasundi af Jókernum, ekki að einhverjum öðrum gaur sem er síðan drepinn. Þetta fór virkilega í taugarnar á mér. 2. Það var alveg óþarfi að taka það fram að Bruce Wayne væri bara venjulegur maður sem hefði verið þjálfaður til þess að vera geðveikt góður að berjast og útskýra nákvæmlega hvaðan allt kúl Batman-dótið hans kom. Mér fannst efinn skemmtilegur eins og hann var til staðar í fyrstu tveimur myndunum; er Batman að hluta leðurblaka eða er hann bara maður? Hvernig á núna útskýra atriðið í fyrstu myndinni þegar Vicky vaknar í rúmi Wayne og sér hann hanga á hvolfi? Það er víst ekki hægt að ætlast til að allir kunni utan af og elski fyrstu tvær myndirnar *dæs*
Það er sosum ekkert að segja um Strandverði, nema kannski að ég hætti að horfa þegar Stephanie kom aftur sem hundur eftir að hún dó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli