mánudagur, ágúst 22, 2005

In the town where I was born...

Ég var búin að plana að fara á standandi fyllerí á menningarnótt. Það lýsir sér þannig að ég mæti niður í bæ með tösku fulla af áfengi og drekk... á meðan ég stend og e.t.v. rölti um. Seinni hluti plansins gekk mjög vel þ.e.a.s. fylleríið, en ég svindlaði soldið á fyrri hlutanum með því að drekka töluvert sitjandi. En þá var ég líka á menningarviðburðum sem kröfðust þess að maður sæti. Svanhvít var með í þessu plani og tók hún því mjög vel, ölvun og ólæti voru niðri í bæ fram undir morgun.

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

ég held við höfum séð um ALLA ölvun og ólæti niðri í bæ á menningarnótt...

Best var samt bjórinn í Ráðhúsinu ;)

Þura sagði...

Já Svanhvít mín þetta var ekki til eftirbreytni...