föstudagur, desember 23, 2005

Já ástarlíf mitt er eins og klippt út úr O.C.

Síðustu daga hef ég verið afar upptekin við að gera ekki neitt. Prófatörnin tók óvenju mikið á, sérstaklega af því að kennsla kláraðist ekki fyrr en þremur dögum fyrir fyrsta próf. Til að gefa lesendum smá innsýn í prófalesturinn tók ég saman stuttan lista:

Nr. 1 Vélarstofan í VR klukkan 23.30 á laugardagskvöldi, nokkrir verkfræðinemar sitja og læra og raula með "we don´t need no education..."

Nr. 2 Hversu viðeigandi er það að mest spilaði diskurinn í prófunum var the Wall?

Nr. 3 Eitt kvöldið komumst við að því hvernig væri best að velja kúrsa fyrir næstu önn, maður finnur bara þversummu námskeiðanúmera og velur það námskeið sem hefur hæstu þversummu.

Nr. 4 Þegar þekking er ekki til staðar tekur maður próf á gleðinni einni saman.

Nr. 5 Einn, einn, sex, fjórir, tveir.

Nr. 6 Klukkan er eftir átta.... TÍMI FYRIR BJÓR!

Nr. 7 Hei krakkar hvernig hljómar að hafa prófið 80% krossa og dregið niður fyrir röng svör????

Hafið þið séð mig meira edrú á einhverju próflokadjammi?

I think not.

Engin ummæli: