sunnudagur, maí 08, 2005
Þegar maður fer til Keflavíkur er þrennt sem er mikilvægt að hafa í huga. Númer eitt er að taka með sér mynd af Bítlunum til að maður fari ekki óvart að rugla saman keflvísku-bítlunum og hinum einu sönnu. Taska með bítlamynd framaná dugir vel. Númer tvö er að keyra á réttum hraða. Réttur hraði er nógu hratt til að Keflvíkingar haldi að maður sé kúl. Númer þrjú er að keyra ekki framhjá beygjunni inn í bæinn, heldur beygja. Liður númer þrjú þarfnast ekki útskýringa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli